Erlent

Lögregla í Hong Kong fjarlægir mótmælendur

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir voru handteknir eftir að hafa neitað að fara að fyrirmælum lögreglu.
Fjölmargir voru handteknir eftir að hafa neitað að fara að fyrirmælum lögreglu. Vísir/AFP
Lögregla í Hong Kong hefur handtekið mótmælendur og fjarlægt stærstu búðir þeirra í Admiralty-hverfinu. Mótmæli hafa staðið í Hong Kong í rúma tvo mánuði þar sem mótmælendur hafa krafist lýðræðisumbóta.

Fjölmargir mótmælendur yfirgáfu svæðið þegar lögregla og aðrir fulltrúar yfirvalda mættu til að fjarlægja götuvirki þó að einhverjir hafi neitað og í kjölfarið verið handteknir. Fjöldi leiðtoga mótmælanda voru meðal hinna handteknu, þeirra á meðal Martin Lee, stúdentinn Nathan Law, fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai og söngkonan Denise Ho.

Nokkuð hefur dregið úr krafti mótmæla síðustu vikurnar en í september mættu jafnan fleiri tugir þúsunda til að krefjast frjálsra kosninga í sjálfstjórnarhéraðinu. Eins og staðan er nú þurfa yfirvöld í höfuðborginni Beijing að samþykkja alla þá sem bjóða sig fram í Hong Kong.


Tengdar fréttir

Hart barist í Hong Kong

Til mikilla átaka kom í Hong Kong í nótt á milli lögreglu og mótmælenda sem krefjast meira lýðræðis í borginni sem lýtur stjórn Kínverja. Mótmælin hafa nú staðið í rúma tvo mánuði en átökin í nótt eru með þeim harðari sem þar hafa orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×