Erlent

120 manns enn um borð í ferjunni

Atli Ísleifsson skrifar
Ferjan er ítölsk, en eldur blossaði upp á bílaþilfari hennar á sunnudagskvöld.
Ferjan er ítölsk, en eldur blossaði upp á bílaþilfari hennar á sunnudagskvöld. Vísir/AP
Tæplega hundrað mann bíða þess enn að verða bjargað af brennandi ferju í skammt frá grísku eyjunni Korfú. Farþegum hefur verið flogið á brott í þyrlu í smáum hópum, en kalt er í veðri og vindasamt, auk þess að ölduhæð er mikil.

Talsmaður grískra yfirvalda segir fimm hafa látist í brunanum.



Í frétt BBC
segir að 356 af 478 farþegum ferjunnar hafi verið bjargað snemma á mánudagsmorgni eftir að eldur braust út á bílaþilfari ferjunnar á sunnudagskvöld.

Vitað er um að einn hafi látist en sá reyndi að stökkva frá borði og en einn farþeganna segist hafa séð þrjú lík til viðbótar.


Tengdar fréttir

Ferja brennur undan strönd Corfu

Rúmlega tvöhundruð og fimmtíu manns eru enn um borð í ítölsku ferjunni sem brennur nú undan ströndum grísku eyjunnar Corfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×