Erlent

Sögulegt skref tekið í Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þingmenn fögnuðu eftir að stór meirihluti þingsins samþykkti að fella hlutleysi Úkraínu úr gildi.
Þingmenn fögnuðu eftir að stór meirihluti þingsins samþykkti að fella hlutleysi Úkraínu úr gildi. Vísir/AFP
Úkraína tók í dag sögulegt skref í átt að aðild að NATO, sem er víst til að valda reiði í Moskvu. Þing landsins tók úr gildi hlutleysisreglu landsins sem sett var á 2010 eftir þrýsting frá Rússum. Hlutleysisreglan kom í veg fyrir að Úkraína gæti orðið meðlimur í nokkru hernaðarbandalagi.

Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, lofaði að færa landið nær Evrópu þegar hann sigraði kosningar fyrr á árinu.

„Barátta Úkraínu um sjálfstæði, stöðugleika og fullveldi hefur orðið að gífurlega mikilvægum þætti í samskiptum okkar við umheiminn,“ hefur AFP fréttaveitan eftir forsetanum.

Uppreisnin í Kænugarði í fyrra kom í veg fyrir að Úkraína gengi til liðs við Rússland í nýju bandalagi sem gæti spornað gegn NATO og ESB. Þá hefur Moskva sett hlutleysi Úkraínu sem skilyrði í samningaviðræðum vegna uppreisnarinnar í austurhluta landsins.

Minnst 4.700 manns hafa látið lífið í átökunum sem staðið hafa yfir í átta mánuði.

„Sæki Úkraína um aðild að NATO mun landið verða að hernaðarlegum andstæðingi Rússlands,“ sagði utanríkisráðherra Rússlands, Dmitry Medvedev í gær. Hann sagði að myndi Úkraína hverfa frá hlutleysi sínu til viðbótar við hertar viðskiptaþvinganir sem samþykktar voru fyrir helgi, hefði það „neikvæðar afleiðingar“.

„Og við munum þurfa að bregðast við þeim,“ sagði Medvedev.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×