Erlent

Ekki er talið að vélin liggi á miklu dýpi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjórnvöld í Indónesíu hafa staðfest að brak sem fannst á reki á Javahafi í dag sé úr farþegavél Air Asia sem hvarf af ratsjám um síðustu helgi. Hundrað sextíu og tveir voru um borð í vélinni þegar hún fórst. 

Vélin, sem var af gerðinni Airbus A320-200, var á leið frá Indónesíu til Singapúr þegar hún hvarf af ratsjá en skömmu áður höfðu flugmenn hennar óskað eftir því að fá að breyta um stefnu vegna slæmra veðurskilyrða.

Umfangsmikil leit hófst strax á sunnudag og í dag staðfestu yfirvöld í Indónesíu að brak sem fannst á reki í sjónum í Jafahafi sé úr vélinni.

Ekki er talið að vélin liggi á miklu dýpi og því eru góðar líkur á því að hægt verði að bjarga flugrita hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×