Erlent

Létust þegar draga átti Norman Atlantic til hafnar

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunaraðgerðir stóðu yfir í rúmar 36 klukkustundir.
Björgunaraðgerðir stóðu yfir í rúmar 36 klukkustundir. Vísir/AP
Tveir albanskir sjómenn létust á dráttarbáti í morgun þegar verið var að draga ferjuna Norman Atlantic til hafnar í Adríahafi. Mennirnir létust eftir að hafa tengt dráttartaug milli skipanna og festust í skrúfu.

Tíu manns fórust og bjarga þurfti rúmlega 400 manns eftir að mikill eldur kom upp á bílaþilfari Norman Atlantic á sunnudag. Björgunaraðgerðir stóðu yfir í rúmar 36 klukkustundir.

Í frétt BBC kemur fram að ekki sé komið á hreint um fjölda þeirra farþega ferjunnar sem enn sé saknað. Ekki liggur fyrir um orsök eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×