Erlent

Stefnir í sigur vinstri flokka á Grikklandi

Gunnar Valþórsson skrifar
Alexis Tsipras boðar engan niðurskurð og það fellur í kramið á Grikklandi.
Alexis Tsipras boðar engan niðurskurð og það fellur í kramið á Grikklandi. ap
Forsvarsmenn Evrópusambandsins eru sagðir á nálum yfir kosningum sem boðað hefur verið til á Grikklandi þann 25. janúar næstkomandi.

Skoðannakannanir benda til að flokkarnir lengst til vinstri fari með sigur af hólmi og hefur leiðtogi Syriza flokksins, Alexis Tsipras, lýst því yfir að niðurskurður muni heyra sögunni til komist hann til valda. Þýski fjármálaráðherrann Wolfgang Schaeuble lýsti því yfir í gærkvöldi að ekkert annað en niðurskurður komi til greina til þess að leysa vanda Grikkja, sem hafa farið einna verst út úr fjármálakreppu síðustu ára.

Til kosninganna var boðað með skömmum fyrirvara eftir að gríska þingið felldi tillögu forsætisráðherrans Antonis Samaras um næsta forseta Grikkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×