Fótbolti

Sýndu að þú ert betri en Messi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Götze skorar sigurmarkið í gær.
Götze skorar sigurmarkið í gær. Vísir/Getty
Mario Götze, hetja þýska landsliðsins í úrslitaleiknum gegn Argentínu á HM í gær, kom inn á sem varamaður í leiknum með ákveðið verkefni í huga.

„Sýndu öllum að þú ert betri [en Lionel Messi] og að þú getir haft úrslitaáhrif á úrslitaleik HM,“ sagði Löw við Götze áður en síðari hálfleikur framlengingarinnar hófst. Götze kom inn á sem varamaður undir lok venjulegs leiktíma.

Frá þessu greindi Löw í samtali við fjölmiðla eftir leikinn í gær en þá hafði Þýskaland tryggt sér sinn fjórða heimsmeistaratitil frá upphafi.

„Götze er kraftaverkadrengurinn,“ sagði Löw. „Hann getur spilað í hinum ýmsu stöðum og komið inn á og breytt gangi leikja. Það er það sem hann gerði.“

„Við erum stolt af því að hafa orðið fyrsta Evrópuþjóðin til að vinna titilinn í Suður-Ameríku. Og í Brasilíu, í Ríó, hjá þessari þjóð sem elskar knattspyrnu.“

„Þetta er ótrúleg tilfinning,“ sagði Götze sjálfur eftir leikinn. „Maður bara skorar þetta mark og gerir sér eiginlega ekki grein fyrir hvað er að gerast. Þetta er í raun ólýsanlegt.“


Tengdar fréttir

Lahm: Verður að vera með besta liðið

Philipp Lahm var skiljanlega í skýjunum eftir að hafa lyft heimsmeistarastyttunni góðu eftir sigur Þjóðverja á Argentínumönnum í framlengdum úrslitaleik HM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×