Þykir stjörnulífið ekki lengur spennandi Marín Manda skrifar 2. maí 2014 10:00 Urður Hákonardóttir Hún hefur upplifað fjölmörg ævintýri og ferðast heimshorna á milli með hljómsveitinni GusGus. Stjörnulífið þótti henni spennandi en tímarnir breytast og fólkið með. Í sumar pakkar Urður lífi sínu saman og flytur til Berlínar til að breyta til og jafnvel finna sig á ný. Lífið ræddi við hana um bandið sem breytti lífi hennar, sólóferilinn, missinn og ný tækifæri. Urður lýsir mjög huggulegri barnæsku sinni en hún ólst upp hjá einstæðri móður sinni í Vesturbænum og segist vera Vesturbæingur í húð og hár. Frá því hún man eftir sér ætlaði hún að verða söngkona. Feimnin á unglingsárunum hélt henni frá draumnum og hún streittist á móti lönguninni. Örlögin gripu þó í taumana einn góðan veðurdag – hún kynntist strákunum í GusGus. „Mig langaði að læra fatahönnun eða fara í leiklist, eins og svo margar ungar stúlkur dreymir um á unglingsárunum en mér gekk alltaf illa í skóla sem gerði það að verkum að ég nennti þessu ekki. Ég var í MH og Iðnskólanum til skiptis á þriggja ára tímabili en gafst svo upp á menntaskóla. Þetta gekk bara ekki upp. Ég er með ADHD svo það hefur kannski eitthvað með það að gera,“ segir Urður þegar hún rifjar upp skólaárin. „Ég fór fyrst í greiningu fyrir fimm árum því að mamma mín stakk upp á því. Ég held að hún hafi þá fattað hvað ég var að glíma við því ég var komin á þannig stað þar sem allt var í algjöru rugli og ég náði ekki að fókusera. Greiningin var rosalega góð því þá gat maður tekið af sér aumingjastimpilinn fyrir að hafa ekki getað gert hluti sem virkuðu svo auðveldir fyrir aðra. Maður er svo góður að nota svipuna á sjálfan sig alltaf,“ segir Urður og brosir út í annað. Í dag segist hún hafa lært að lifa með þessu og notar ýmsa tækni til að halda einbeitingu. „Þegar það kemur yfir mann einhvers konar kvíði eða þráhyggja þá veit maður hvað þetta er. Þá getur maður leyft því að koma yfir sig og fjara út aftur í stað þess að það heltaki mann,“ segir hún og brosir.Byrjaði í hljómsveit „Þegar ég hætti í menntaskóla þvert á alla skynsemi og þvert á geð allra í kringum mig fékk ég reglulega að heyra að það yrði ekkert úr mér án stúdentsprófs. Ég fór þá að vinna á Kaffibarnum og kynntist GusGus-strákunum þar. Ég vann þar á daginn og þeir komu þangað á nánast hverjum degi í hádegismat. Þannig kynntist ég þeim og eitt leiddi af öðru. Þetta var algjört ævintýri að ferðast um heiminn og lifa stjörnulífi. Ég var rétt tvítug þegar ég byrjaði í bandinu og fannst frábært að upplifa eitthvað annað en litlu Reykjavík,“ segir hún. „Fyrir skömmu fórum við svo til Síberíu ásamt Reykjavik dance productions með dansverkið Á vit. Þetta var eins og að labba inn í framtíðarmynd þar sem ferðamenn eru ekki velkomnir því þetta er einn af menguðustu stöðum veraldar í dag. Þarna var festival í gangi og þetta var allt svo absúrd. KGB þurfti að gefa okkur sérstakt leyfi til þess að fljúga þangað því þetta er allt í niðurníðslu, mengað og þeir vilja helst ekki að fólk sjái þennan stað. Maður lendir í svona hryllingsævintýrum sem eru partur af heiminum sem við búum í, en er kannski eitthvað sem maður vill vita af. Þetta fannst mér alveg magnað.“GusGus hópurinn að túra.Eins og lítil fjölskylda Hvernig myndir þú lýsa GusGus-meðlimum? „Þetta eru bara æðislegir strákar og allir dásamlegir og bestu vinir mínir. Þeir eru sterkir karakterar og miklir karlmenn þannig að það var oft erfitt að vera ein í miklu karlaveldi. Upp úr fyrstu túrunum fór ég að taka vinkonu mína með til að fá balans í hópinn. Þeir eru örlítið eins og stóru bræður mínir, sérstaklega Stebbi og Biggi. Högni er svolítið eins og litli bróðirinn,“ segir hún og hlær. „Það eru mismikil samskipti utan vinnunnar en ef eitthvað bjátar á þá eru þeir nánasta fólkið mitt. Við eigum margra ára skapandi samstarf að baki, þar sem við vorum alltaf tilfinningalega berskjölduð. Það er því mjög góð lýsing að segja að hljómsveitin sé eins og lítil fjölskylda því maður gengur alveg í gegnum allan tilfinningaskalann.“Erfitt að hætta alveg „Ég hætti í GusGus áramótin 2007/8. Svo þegar þeir voru að gera Arabian Horse höfðu þeir samband við mig og mér fannst þetta svo flott að ég sló til. Það var svo gaman að vinna saman aftur og vera með. Ég sá einmitt einhvers staðar í blaðagrein að ég væri hætt aftur en í rauninni byrjaði ég kannski ekki alveg heldur. Það er ekki hægt að skilgreina þetta alveg því þegar það er gaman að vinna saman þá gerir maður það. Ég útiloka ekki að ég eigi eftir að vinna meira með þeim í framtíðinni, annaðhvort með GusGus í heild eða bara með þeim einum og sér. Ég skilgreini mig ekki endilega sem meðlim hljómsveitarinnar. Ég er stödd á þeim stað í lífinu núna að ég er svona að endurskoða hvað það er sem ég vil gera og fá út úr lífinu,“ segir hún leyndardómsfull á svipinn. „Fyrir tíu árum var draumurinn að meika það og verða poppstjarna en ég er ekki þar í dag. Mér finnst spennandi að vinna í leikhúsi, bíói og gera alls konar skapandi hluti. Ég er því opin fyrir því að þurfa ekki endilega að skilgreina hver ég er eða hvað ég ætla að gera. Frekar að leyfa því að koma og nýta tækifærin sem bjóðast.”Flytur út fyrir landsteinana Unnusti Urðar til þriggja ára er handritshöfundur. Þau trúlofuðu sig fyrir tveimur árum en brúðkaupið hefur þurft að bíða vegna anna. Urði dreymir um að halda stórt partí þegar hún giftist sínum heittelskaða og vinna með honum að fleiri verkefnum en þau hafa aðeins fengið smjörþefinn af samvinnu sem hefur gengið vel. Parið býr saman rétt hjá Korpúlfsstöðum en hyggst flytja búferlum til Berlínar í sumar ásamt einkadóttur Urðar. „Við ákváðum að breyta til. Ég hef verið þar slatta í gegnum tíðina og fíla borgina. Hún er tjilluð en það er samt svo mikið að gerast. Það er pláss fyrir alls konar fólk og svo er ódýrt að lifa þar. Mig langar mikið til að læra tungumálið því ég er ágætlega mellufær. Það er kannski næsta verkefni, að læra þýsku. Við erum með nokkur verkefni í deiglunni svo við þurfum að taka stöðuna um jólin hvort við verðum þar áfram eða komum til baka.“Urður og dóttirin Kría.Maður stjórnar ekki öllu lífinu Fyrir rúmlega ári varð Urður barnshafandi en hélt ekki barninu. „Ég varð ólétt og var í raun ekki tilbúin til þess á þeim tíma. Ég var búin að vera rosalega veik á meðgöngunni og þegar ég var komin rúmlega þrjá mánuði á leið fór ég í sónar. Þá kom í ljós að barnið var dáið. Ég veit ekki hvort var erfiðara, að missa barnið eða bara allt í kringum þessi veikindi. Það tók alveg tíma að jafna sig á því. Ég fór ekki strax í það aftur að reyna að eignast börn, ég var ekki þar. Mér fannst svo mikið tabú að tala um þetta og það sem kom mér á óvart var hversu margar konur hafa lent í þessu en segja ekki frá. Margar af mínum nánu vinkonum höfðu lent í þessu sama og ég vissi ekki af því fyrr ég lenti í þessu sjálf og þær fóru að opna sig. Upplifunin var þannig að ég vildi ekki ræða þetta því þá myndi fólk vorkenna mér og ég vildi helst hlífa fólki við því. Ég vildi ekki koma fólki í óþægilega stöðu að tala um þennan missi því þetta er óþægilegt umræðuefni fyrir alla og kemur fólki í opna skjöldu. Fólk bregst bara mismunandi við í svona aðstæðum. Fyrir mig var þetta kannski ekki eins hræðilegt og fyrir næstu konu sem hugsanlega er búin að vera að reyna lengi að eignast barn. Ég var ágætlega sterk fyrir þessa reynslu en hún undirstrikar bara það að maður hefur svo sem ekki mikla stjórn á lífinu. Maður er alltaf að reyna að hafa allt á hreinu, þar á meðal hluti sem maður hefur enga stjórn á. Maður verður bara að gangast við því hvernig lífið fer og leyfa því að gerast og treysta því. Það er kannski lærdómurinn í þessu öllu saman.“ Seiðandi danstónlistarverk Urður er að taka þátt í dansverkinu Á vit ásamt GusGus dagana áttunda og níunda maí og verða þrjár sýningar í boði. Miða á verkið er hægt að nálgast á midi.is. „Við erum með tónleika og dansverk sem sýnt er í einu. Við ferðumst um rýmið og setjum upp mismunandi atriði. Þetta er mestmegnis tónlist sem var gerð sérstaklega fyrir þetta verk en þetta var sett upp á listahátíð fyrir tveimur árum. GusGus semur og flytur tónlistina og er flestallt unnið í sameiningu. Stef á þó mikinn heiður af tónlistinni. Ég syng meðal annars lagið Svefninn laðar með Nýdönsk. Það eiga því allir sitt í þessu og dansararnir semja dansana. Þetta eru sjö dansarar sem stofnuðu Reykjavík dance productions. Við höfum verið að túra með þetta dansverk sem hefur fengið brjálæðislega góðar viðtökur því þetta er svo einstakt verk.“Á vit-hópurinn samankominn í Síberíu.Sólóplatan er eilífðarverkefni „Mín sterka hlið er að skapa tónlist. Ég byrjaði því í sólópælingum árið 2007 og er búin að fara í gegnum nokkur demó fyrir plötu. Í rauninni er ég með tilbúið efni fyrir plötu en einhverra hluta vegna gengur mér illa að klára plötuna. Þetta er svona eilífðarverkefni sem ég fékk svolítið nóg af. Þetta vefst svo fyrir mér. Eins og er þá er áherslan ekki endilega á að klára þessa plötu þrátt fyrir að mig langi það. Ég veit ekki hvort mig langar enn þá til að vera sólóartisti. Það hræðir mig örlítið að ég hafi hugmyndir um hvað öðrum finnst ég eiga að gera þó svo að það sé kannski enginn að segja það upphátt. Ég fíla svolítið að vera á bak við tjöldin. Þrátt fyrir að það heilli mig að halda tónleika á mínum eigin forsendum þá heillar sviðsljósið mig ekkert rosalega mikið. Ég verð bara að klára það tímabil. Ég hef lítið verið í viðtölum og eins og er finnst mér best að vinna í skapandi verkum án þess að vera að performa.“ Urður og Hannes dansari baksviðs í Moskvu.Um helgina verður sýnd danssýningin Óraunveruleikir á Barnamenningarhátíðinni í Tjarnarbíói en sýningin er samstarfsverkefni hennar og dansaranna Þyríar Huldar Árnadóttur og Valgerðar Rúnarsdóttur. Verkið var sýnt í Þjóðleikhúsinu í janúar en á laugardag verður opin sýning í Tjarnarbíói fyrir átta ára og eldri. „Við erum að vinna með tálsýnir og sjónhverfingar. Eins konar blekkingarheim. Allt í heiminum heyrir auðvitað undir raunveruleika og óraunveruleika. Ég bjó til tónlistina fyrir verkið í janúar og þetta var í fyrsta skipti sem ég gerði eitthvað alveg sjálf og var mjög ánægð með það.“ Aðspurð um tónlist sem heillar hana segist hún ekki sjálf hlusta mikið á tónlist. „Ég tek svona skorpur og fer í gegnum plötusafnið mitt. En almennt hlusta ég á þögnina. Þessa dagana er ég mest heilluð af rólegri klassískri tónlist, eitthvað sem er ekki áreiti. Ég er kannski í logninu á undan storminum. Ég er á þeim stað þar sem ég er að halda mér í jafnvægi til þess að átta mig á því hvert ég er að fara. Kannski er stór partur af því að við erum að pakka niður öllu heimilinu okkar og reyna að losa okkur við allt og fara út með ekkert. Tilhugsunin um að eiga ekkert og vera algjörlega frjáls finnst okkur heillandi. Þá erum við ekki bundin niður af jarðneskum eigum.“ Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Hún hefur upplifað fjölmörg ævintýri og ferðast heimshorna á milli með hljómsveitinni GusGus. Stjörnulífið þótti henni spennandi en tímarnir breytast og fólkið með. Í sumar pakkar Urður lífi sínu saman og flytur til Berlínar til að breyta til og jafnvel finna sig á ný. Lífið ræddi við hana um bandið sem breytti lífi hennar, sólóferilinn, missinn og ný tækifæri. Urður lýsir mjög huggulegri barnæsku sinni en hún ólst upp hjá einstæðri móður sinni í Vesturbænum og segist vera Vesturbæingur í húð og hár. Frá því hún man eftir sér ætlaði hún að verða söngkona. Feimnin á unglingsárunum hélt henni frá draumnum og hún streittist á móti lönguninni. Örlögin gripu þó í taumana einn góðan veðurdag – hún kynntist strákunum í GusGus. „Mig langaði að læra fatahönnun eða fara í leiklist, eins og svo margar ungar stúlkur dreymir um á unglingsárunum en mér gekk alltaf illa í skóla sem gerði það að verkum að ég nennti þessu ekki. Ég var í MH og Iðnskólanum til skiptis á þriggja ára tímabili en gafst svo upp á menntaskóla. Þetta gekk bara ekki upp. Ég er með ADHD svo það hefur kannski eitthvað með það að gera,“ segir Urður þegar hún rifjar upp skólaárin. „Ég fór fyrst í greiningu fyrir fimm árum því að mamma mín stakk upp á því. Ég held að hún hafi þá fattað hvað ég var að glíma við því ég var komin á þannig stað þar sem allt var í algjöru rugli og ég náði ekki að fókusera. Greiningin var rosalega góð því þá gat maður tekið af sér aumingjastimpilinn fyrir að hafa ekki getað gert hluti sem virkuðu svo auðveldir fyrir aðra. Maður er svo góður að nota svipuna á sjálfan sig alltaf,“ segir Urður og brosir út í annað. Í dag segist hún hafa lært að lifa með þessu og notar ýmsa tækni til að halda einbeitingu. „Þegar það kemur yfir mann einhvers konar kvíði eða þráhyggja þá veit maður hvað þetta er. Þá getur maður leyft því að koma yfir sig og fjara út aftur í stað þess að það heltaki mann,“ segir hún og brosir.Byrjaði í hljómsveit „Þegar ég hætti í menntaskóla þvert á alla skynsemi og þvert á geð allra í kringum mig fékk ég reglulega að heyra að það yrði ekkert úr mér án stúdentsprófs. Ég fór þá að vinna á Kaffibarnum og kynntist GusGus-strákunum þar. Ég vann þar á daginn og þeir komu þangað á nánast hverjum degi í hádegismat. Þannig kynntist ég þeim og eitt leiddi af öðru. Þetta var algjört ævintýri að ferðast um heiminn og lifa stjörnulífi. Ég var rétt tvítug þegar ég byrjaði í bandinu og fannst frábært að upplifa eitthvað annað en litlu Reykjavík,“ segir hún. „Fyrir skömmu fórum við svo til Síberíu ásamt Reykjavik dance productions með dansverkið Á vit. Þetta var eins og að labba inn í framtíðarmynd þar sem ferðamenn eru ekki velkomnir því þetta er einn af menguðustu stöðum veraldar í dag. Þarna var festival í gangi og þetta var allt svo absúrd. KGB þurfti að gefa okkur sérstakt leyfi til þess að fljúga þangað því þetta er allt í niðurníðslu, mengað og þeir vilja helst ekki að fólk sjái þennan stað. Maður lendir í svona hryllingsævintýrum sem eru partur af heiminum sem við búum í, en er kannski eitthvað sem maður vill vita af. Þetta fannst mér alveg magnað.“GusGus hópurinn að túra.Eins og lítil fjölskylda Hvernig myndir þú lýsa GusGus-meðlimum? „Þetta eru bara æðislegir strákar og allir dásamlegir og bestu vinir mínir. Þeir eru sterkir karakterar og miklir karlmenn þannig að það var oft erfitt að vera ein í miklu karlaveldi. Upp úr fyrstu túrunum fór ég að taka vinkonu mína með til að fá balans í hópinn. Þeir eru örlítið eins og stóru bræður mínir, sérstaklega Stebbi og Biggi. Högni er svolítið eins og litli bróðirinn,“ segir hún og hlær. „Það eru mismikil samskipti utan vinnunnar en ef eitthvað bjátar á þá eru þeir nánasta fólkið mitt. Við eigum margra ára skapandi samstarf að baki, þar sem við vorum alltaf tilfinningalega berskjölduð. Það er því mjög góð lýsing að segja að hljómsveitin sé eins og lítil fjölskylda því maður gengur alveg í gegnum allan tilfinningaskalann.“Erfitt að hætta alveg „Ég hætti í GusGus áramótin 2007/8. Svo þegar þeir voru að gera Arabian Horse höfðu þeir samband við mig og mér fannst þetta svo flott að ég sló til. Það var svo gaman að vinna saman aftur og vera með. Ég sá einmitt einhvers staðar í blaðagrein að ég væri hætt aftur en í rauninni byrjaði ég kannski ekki alveg heldur. Það er ekki hægt að skilgreina þetta alveg því þegar það er gaman að vinna saman þá gerir maður það. Ég útiloka ekki að ég eigi eftir að vinna meira með þeim í framtíðinni, annaðhvort með GusGus í heild eða bara með þeim einum og sér. Ég skilgreini mig ekki endilega sem meðlim hljómsveitarinnar. Ég er stödd á þeim stað í lífinu núna að ég er svona að endurskoða hvað það er sem ég vil gera og fá út úr lífinu,“ segir hún leyndardómsfull á svipinn. „Fyrir tíu árum var draumurinn að meika það og verða poppstjarna en ég er ekki þar í dag. Mér finnst spennandi að vinna í leikhúsi, bíói og gera alls konar skapandi hluti. Ég er því opin fyrir því að þurfa ekki endilega að skilgreina hver ég er eða hvað ég ætla að gera. Frekar að leyfa því að koma og nýta tækifærin sem bjóðast.”Flytur út fyrir landsteinana Unnusti Urðar til þriggja ára er handritshöfundur. Þau trúlofuðu sig fyrir tveimur árum en brúðkaupið hefur þurft að bíða vegna anna. Urði dreymir um að halda stórt partí þegar hún giftist sínum heittelskaða og vinna með honum að fleiri verkefnum en þau hafa aðeins fengið smjörþefinn af samvinnu sem hefur gengið vel. Parið býr saman rétt hjá Korpúlfsstöðum en hyggst flytja búferlum til Berlínar í sumar ásamt einkadóttur Urðar. „Við ákváðum að breyta til. Ég hef verið þar slatta í gegnum tíðina og fíla borgina. Hún er tjilluð en það er samt svo mikið að gerast. Það er pláss fyrir alls konar fólk og svo er ódýrt að lifa þar. Mig langar mikið til að læra tungumálið því ég er ágætlega mellufær. Það er kannski næsta verkefni, að læra þýsku. Við erum með nokkur verkefni í deiglunni svo við þurfum að taka stöðuna um jólin hvort við verðum þar áfram eða komum til baka.“Urður og dóttirin Kría.Maður stjórnar ekki öllu lífinu Fyrir rúmlega ári varð Urður barnshafandi en hélt ekki barninu. „Ég varð ólétt og var í raun ekki tilbúin til þess á þeim tíma. Ég var búin að vera rosalega veik á meðgöngunni og þegar ég var komin rúmlega þrjá mánuði á leið fór ég í sónar. Þá kom í ljós að barnið var dáið. Ég veit ekki hvort var erfiðara, að missa barnið eða bara allt í kringum þessi veikindi. Það tók alveg tíma að jafna sig á því. Ég fór ekki strax í það aftur að reyna að eignast börn, ég var ekki þar. Mér fannst svo mikið tabú að tala um þetta og það sem kom mér á óvart var hversu margar konur hafa lent í þessu en segja ekki frá. Margar af mínum nánu vinkonum höfðu lent í þessu sama og ég vissi ekki af því fyrr ég lenti í þessu sjálf og þær fóru að opna sig. Upplifunin var þannig að ég vildi ekki ræða þetta því þá myndi fólk vorkenna mér og ég vildi helst hlífa fólki við því. Ég vildi ekki koma fólki í óþægilega stöðu að tala um þennan missi því þetta er óþægilegt umræðuefni fyrir alla og kemur fólki í opna skjöldu. Fólk bregst bara mismunandi við í svona aðstæðum. Fyrir mig var þetta kannski ekki eins hræðilegt og fyrir næstu konu sem hugsanlega er búin að vera að reyna lengi að eignast barn. Ég var ágætlega sterk fyrir þessa reynslu en hún undirstrikar bara það að maður hefur svo sem ekki mikla stjórn á lífinu. Maður er alltaf að reyna að hafa allt á hreinu, þar á meðal hluti sem maður hefur enga stjórn á. Maður verður bara að gangast við því hvernig lífið fer og leyfa því að gerast og treysta því. Það er kannski lærdómurinn í þessu öllu saman.“ Seiðandi danstónlistarverk Urður er að taka þátt í dansverkinu Á vit ásamt GusGus dagana áttunda og níunda maí og verða þrjár sýningar í boði. Miða á verkið er hægt að nálgast á midi.is. „Við erum með tónleika og dansverk sem sýnt er í einu. Við ferðumst um rýmið og setjum upp mismunandi atriði. Þetta er mestmegnis tónlist sem var gerð sérstaklega fyrir þetta verk en þetta var sett upp á listahátíð fyrir tveimur árum. GusGus semur og flytur tónlistina og er flestallt unnið í sameiningu. Stef á þó mikinn heiður af tónlistinni. Ég syng meðal annars lagið Svefninn laðar með Nýdönsk. Það eiga því allir sitt í þessu og dansararnir semja dansana. Þetta eru sjö dansarar sem stofnuðu Reykjavík dance productions. Við höfum verið að túra með þetta dansverk sem hefur fengið brjálæðislega góðar viðtökur því þetta er svo einstakt verk.“Á vit-hópurinn samankominn í Síberíu.Sólóplatan er eilífðarverkefni „Mín sterka hlið er að skapa tónlist. Ég byrjaði því í sólópælingum árið 2007 og er búin að fara í gegnum nokkur demó fyrir plötu. Í rauninni er ég með tilbúið efni fyrir plötu en einhverra hluta vegna gengur mér illa að klára plötuna. Þetta er svona eilífðarverkefni sem ég fékk svolítið nóg af. Þetta vefst svo fyrir mér. Eins og er þá er áherslan ekki endilega á að klára þessa plötu þrátt fyrir að mig langi það. Ég veit ekki hvort mig langar enn þá til að vera sólóartisti. Það hræðir mig örlítið að ég hafi hugmyndir um hvað öðrum finnst ég eiga að gera þó svo að það sé kannski enginn að segja það upphátt. Ég fíla svolítið að vera á bak við tjöldin. Þrátt fyrir að það heilli mig að halda tónleika á mínum eigin forsendum þá heillar sviðsljósið mig ekkert rosalega mikið. Ég verð bara að klára það tímabil. Ég hef lítið verið í viðtölum og eins og er finnst mér best að vinna í skapandi verkum án þess að vera að performa.“ Urður og Hannes dansari baksviðs í Moskvu.Um helgina verður sýnd danssýningin Óraunveruleikir á Barnamenningarhátíðinni í Tjarnarbíói en sýningin er samstarfsverkefni hennar og dansaranna Þyríar Huldar Árnadóttur og Valgerðar Rúnarsdóttur. Verkið var sýnt í Þjóðleikhúsinu í janúar en á laugardag verður opin sýning í Tjarnarbíói fyrir átta ára og eldri. „Við erum að vinna með tálsýnir og sjónhverfingar. Eins konar blekkingarheim. Allt í heiminum heyrir auðvitað undir raunveruleika og óraunveruleika. Ég bjó til tónlistina fyrir verkið í janúar og þetta var í fyrsta skipti sem ég gerði eitthvað alveg sjálf og var mjög ánægð með það.“ Aðspurð um tónlist sem heillar hana segist hún ekki sjálf hlusta mikið á tónlist. „Ég tek svona skorpur og fer í gegnum plötusafnið mitt. En almennt hlusta ég á þögnina. Þessa dagana er ég mest heilluð af rólegri klassískri tónlist, eitthvað sem er ekki áreiti. Ég er kannski í logninu á undan storminum. Ég er á þeim stað þar sem ég er að halda mér í jafnvægi til þess að átta mig á því hvert ég er að fara. Kannski er stór partur af því að við erum að pakka niður öllu heimilinu okkar og reyna að losa okkur við allt og fara út með ekkert. Tilhugsunin um að eiga ekkert og vera algjörlega frjáls finnst okkur heillandi. Þá erum við ekki bundin niður af jarðneskum eigum.“
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira