Enski boltinn

Pellegrini ver Yaya Toure

Pellegrini ræðir málin við Wenger.
Pellegrini ræðir málin við Wenger. Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir að það sé ekki rétt að gagnrýna Yaya Toure einan fyrir frammistöðu City í upphafi leiktíðar.

City mætir Chelsea í stórleik umferðarinnar í dag, en leikurinn hefst klukkan 15:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og HD.

„Það er ekki sanngjarnt fyrir mig að gagnrýna Yaya frá því sem hann gerði í síðasta leik. Í þessu liði er það þannig að við vinnum sem lið og töpum sem lið," sagði Pellegrini.

Toure er sagður eiga erfitt uppdráttar eftir að bróður hans féll frá í sumar, einungis 28 ára að aldri, en hann háði stutta baráttu við krabbamein.

„Ég held að allir vita hvernig hann spilar þegar hann er uppá sitt besta og við erum að reyna ná þeirri frammistöðu úr hans leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×