Bæði lið höfðu átt sína sénsa, þar á meðal átti Brassinn Gabriel Martinelli skot í stöng, áður en Isak kom Newcastle yfir á 37. mínútu leiksins þegar boltinn féll fyrir fætur Svíans í teignum. Hann skaut boltanum í slá og inn.
Síðara mark Newcastle skoraði Anthony Gordon, þegar hann fylgdi eftir tilraun Isaks sem David Raya, markvörður Arsenal, varði.
Mörkin tvö veita Newcastle 2-0 forystu fyrir síðari leik liðanna á St. James' Park þann 5. febrúar og þeir svarthvítu standa því vel að vígi.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum.
Fyrri leikur hins undanúrslitaeinvígisins er á dagskrá í kvöld. Tottenham mætir Liverpool í Lundúnum klukkan 20:00. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.