Innlent

„Ha, áttu ekkert barn?“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Ég hef til dæmis verið spurð að því hvort mér eigi ekki eftir að leiðast í ellinni og hvort hún verði ekki leiðinleg,“ segir Ragnheiður.
„Ég hef til dæmis verið spurð að því hvort mér eigi ekki eftir að leiðast í ellinni og hvort hún verði ekki leiðinleg,“ segir Ragnheiður.
Ragnheiður Rut Georgsdóttir er 37 ára og barnlaus. Ástæða barnleysisins er ekki áhugaleysi á að fjölga mannkyninu né sú að hún geti ekki eignast börn heldur er það hugsun hennar að ef hún eignast barn þá verður dásamlegt - ef ekki þá verði það bara þannig. „Ég hugsa aldrei nokkurn tímann um þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi.

Ragnheiður vakti athygli á málinu á Facebook vegna síendurtekinna spurninga um sama hlutinn. „Ha, áttu ekkert barn?“ og „Hvernig heldurðu að þetta verði í ellinni?“.  Það sé þó ómögulegt að svara slíkum spurningum því ómögulegt sé að vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Ég hef til dæmis verið spurð að því hvort mér eigi ekki eftir að leiðast í ellinni og hvort hún verði ekki leiðinleg. Ég bara get ekki haft hugmynd um það hvernig ellin verður. Eða hvort það verði nokkur elli.“

Biður fólk að gæta sín

Hún segir mikilvægt að vekja umræðu á málinu – hún persónulega taki spurningum sem þessum ekki illa en aðrir gætu gert það.

„Fólk verður að hugsa áður en það talar. Fólk kannski getur ekki eignast börn, það gæti nýverið búið að missa fóstur og það er svo margt sem getur verið að hjá fólki þegar það fær svona spurningar,“ segir Ragnheiður.

„Ég bið fólk bara um að gæta sín áður en það varpar fram svona spurningum. Ég er ekki að meina þetta á neikvæðan hátt og ég trúi því ekki að nokkur geri þetta í einhverri illsku. En með umræðu um málið þá fer fólk frekar að pæla í þessu.“

Hér fyrir neðan má sjá pistil Ragnheiðar í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×