Fótbolti

Blind gæti farið til Barcelona

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Blind fagnar marki sínu gegn Barsilíu á HM
Blind fagnar marki sínu gegn Barsilíu á HM vísir/getty
Umboðsmaður hollenska landsliðsmannsins Daley Blind segir að fjölhæfi knattspyrnumaðurinn gæti verið á leið til spænska stórliðsins Barcelona frá Ajax í sumar.

Daley Blind sló í gegn með Hollandi í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Brasilíu í sumar og var jafnframt valinn besti leikmaður hollensku deildarinnar á síðustu leiktíð.

Blind er aðeins 24 ára gamall og getur bæði leikið á miðjunni og sem vinstri bakvörður. Talið er að Luis van Gaal fyrrum landsliðsþjálfari Hollands og ný ráðinn þjálfari Manchester United horfi hýru auga til hans.

„Í augnablikinu er ekkert klárt,“ sagði Rob Jansen umboðsmaður Blind við hollenska fjölmiðla. „En kjaftasögur dagsins í dag gætu verið staðreyndi morgundagsins.

„Það hafa mörg félög áhuga á Daley. Við þurfum að bíða og sjá hvernig félagsskiptamarkaðurinn þróast.“

Blind er samningsbundinn Ajax til sumarsins 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×