Klukkan tifar á allsherjarverkfall Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2014 12:01 Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. vísir/daníel Það ræðst í dag eða á morgun hvort allsherjarverkfall verði á öllum flugvöllum landsins. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninganefndina ekki hugsa um mögulega lagasetningu á verkfallið sem hefst aðfararnótt miðvikudags að öllu óbreyttu. Hann segir að menn hafi mætt lausnamiðaðir á fund hjá Ríkissáttasemjara í morgun og allt verði gert til að ná samningum. Tími skæruverkfalla er liðinn hjá flugvallarstarfsmönnum og nú tifar klukkan fram að allsherjarverkfalli sem hefst aðfararnótt miðvikudags. Þar með myndi allt flug til og frá landinu stöðvast í ófyrirsjánlega langan tíma, grípi stjórnvöld ekki inn í deiluna. Samninganefndir deiluaðila komu til funda hjá Ríkissátasemjara klukkan tíu í morgun og segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugvallarstarfsmanna, að tíminn verði nýttur til hins ítrasta. „Við nýtum daginn í dag og allan þann tíma sem við eigum fram að þessu boðaða verkfalli okkar. Við ætlum að vera lausnarmiðuð. Við ætlum ekki að hugsa um verkfallið. Við erum að hugsa um að ná samningi og í það fer dagurinn í dag,“ segir Kristján.Þið senduð tilboð og gagntilboð á milli ykkar fyrir helgi. Eru einhver ný tilboð komin í ljós? „Nei, nei. Við erum bara hér í húsi og ætlum að að klára þetta. Við erum að vinna hér undir stjórn sáttasemjara og það er hann sem stýrir gangi mála,“ segir Kristján. Allt verði gert til að leysa kjaradeiluna á næstu tæpu tveimur sólarhringum. Fimm tíma skæruverkföll að undanförnu hafa tafið millilandaflugið og raskað áætlunum flugfélaga með tilheyrandi kostnaði fyrir þau og farþega, en allsherjarverkfallið næst komandi miðvikudag hefði mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.Það hefur verið þannig í fortíðinni að verkföll sem þessi í fluginu hafa ekki verið liðin af stjórnvöldum í langan tíma. Finnst ykkur þið vera í skugga þess að það gæti gerst? „Nei, ég ætla ekki að hugsa um hvorki lagasetningar eða neitt annað fyrr en all um þrýtur. Okkar verkefni er að gera kjarasamning og við ætlum að gera það. Ég hef sagt það áður og get sagt það einu sinni enn að lög á svona kjaradeilu mun ekki leysa neitt vandamál. Þau fresta bara vandamálinu. Við mættum lausnarmiðuð hingað í hús í morgun og búin að einsetja okkur það að vinna þetta verkefni. Það þarf tvo til að deilur leysist. Við erum full samningsvilja og ég veit að hin samningsaðilinn er það líka þannig að við skulum sjá hvað þessi dagur ber í skauti sér,“ segir Kristján Jóhannsson. Á meðan fólk sé í húsakynnum Ríkissáttasemjara og tali saman, sé von til þess að samningar náist. Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Það ræðst í dag eða á morgun hvort allsherjarverkfall verði á öllum flugvöllum landsins. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninganefndina ekki hugsa um mögulega lagasetningu á verkfallið sem hefst aðfararnótt miðvikudags að öllu óbreyttu. Hann segir að menn hafi mætt lausnamiðaðir á fund hjá Ríkissáttasemjara í morgun og allt verði gert til að ná samningum. Tími skæruverkfalla er liðinn hjá flugvallarstarfsmönnum og nú tifar klukkan fram að allsherjarverkfalli sem hefst aðfararnótt miðvikudags. Þar með myndi allt flug til og frá landinu stöðvast í ófyrirsjánlega langan tíma, grípi stjórnvöld ekki inn í deiluna. Samninganefndir deiluaðila komu til funda hjá Ríkissátasemjara klukkan tíu í morgun og segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugvallarstarfsmanna, að tíminn verði nýttur til hins ítrasta. „Við nýtum daginn í dag og allan þann tíma sem við eigum fram að þessu boðaða verkfalli okkar. Við ætlum að vera lausnarmiðuð. Við ætlum ekki að hugsa um verkfallið. Við erum að hugsa um að ná samningi og í það fer dagurinn í dag,“ segir Kristján.Þið senduð tilboð og gagntilboð á milli ykkar fyrir helgi. Eru einhver ný tilboð komin í ljós? „Nei, nei. Við erum bara hér í húsi og ætlum að að klára þetta. Við erum að vinna hér undir stjórn sáttasemjara og það er hann sem stýrir gangi mála,“ segir Kristján. Allt verði gert til að leysa kjaradeiluna á næstu tæpu tveimur sólarhringum. Fimm tíma skæruverkföll að undanförnu hafa tafið millilandaflugið og raskað áætlunum flugfélaga með tilheyrandi kostnaði fyrir þau og farþega, en allsherjarverkfallið næst komandi miðvikudag hefði mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.Það hefur verið þannig í fortíðinni að verkföll sem þessi í fluginu hafa ekki verið liðin af stjórnvöldum í langan tíma. Finnst ykkur þið vera í skugga þess að það gæti gerst? „Nei, ég ætla ekki að hugsa um hvorki lagasetningar eða neitt annað fyrr en all um þrýtur. Okkar verkefni er að gera kjarasamning og við ætlum að gera það. Ég hef sagt það áður og get sagt það einu sinni enn að lög á svona kjaradeilu mun ekki leysa neitt vandamál. Þau fresta bara vandamálinu. Við mættum lausnarmiðuð hingað í hús í morgun og búin að einsetja okkur það að vinna þetta verkefni. Það þarf tvo til að deilur leysist. Við erum full samningsvilja og ég veit að hin samningsaðilinn er það líka þannig að við skulum sjá hvað þessi dagur ber í skauti sér,“ segir Kristján Jóhannsson. Á meðan fólk sé í húsakynnum Ríkissáttasemjara og tali saman, sé von til þess að samningar náist.
Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira