Enski boltinn

Pirlo: Balotelli hefur þroskast mikið undanfarna mánuði

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mario Balotelli og Andrea Pirlo, hér á æfingu með ítalska landsliðinu.
Mario Balotelli og Andrea Pirlo, hér á æfingu með ítalska landsliðinu. Vísir/Getty
Andrea Pirlo, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, telur að Mario Balotelli sé búinn að þroskast undanfarna mánuði og að hann hafi lært af mistökunum sem hann gerði sem ungur leikmaður.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum er umboðsmaður Balotelli í Liverpool að ganga frá sölunni og mun hann fljúga til Englands seinna í dag í læknisskoðun. Kvaddi hann leikmenn og starfsmenn AC Milan er hann yfirgaf æfingarsvæði liðsins í hádeginu.

Mikið var fjallað um Balotelli á sínum tíma í Englandi og komst hann oft á forsíður fjölmiðlanna fyrir eitthvað allt annað en fótbolta. Pirlo hefur hinsvegar trú á því að hann hafi lært mikið á þessum 18 mánuðum hjá AC Milan og komi sem þroskaðari leikmaður til Englands á ný.

„Hann hefur þroskast mikið síðan hann sneri aftur til Ítalíu, hann viðurkennir að hafa gert mistök þegar hann var ungur en hann er ekki sami maður. Að rifja slíkt upp er vitleysa, það er allt í fortíðinni núna,“ sagði Pirlo sem hefur trú á því að Balotelli geti blómstrað hjá Liverpool.

„Ég hef alltaf sagt að hann gæti orðið einn besti framherji í Evrópu í rétta umhverfinu en hann þarf að fá frið frá umfjöllun. Það er óþolandi fyrir hann að geta ekki skroppið út í búð án þess að það sé orðið fréttnæmt. Fjölmiðlar ættu að einbeita sér að því hvað hann gerir inn á vellinum.“


Tengdar fréttir

AC Milan staðfestir viðræður um Balotelli

AC Milan staðfesti rétt í þessu á heimasíðu sinni að félagið er í viðræðum við félag sem talið er að sé Liverpool um kaupverðið á Mario Balotelli, framherja ítalska stórveldisins. Balotelli gæti því snúið aftur í enska boltann átján mánuðum eftir að hann fór frá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×