Skiptar skoðanir á hári Nelsons Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. ágúst 2014 10:00 Tísku Nelson Vísir/Getty Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson hefur heldur betur breytt um hárgreiðslu en hann er nú staddur í Stokkhólmi við kynningu á sínum næsta UFC-bardaga sem fer fram þann 4. október þar í borg. Andstæðingur hans verður Bandaríkjamaðurinn Rick Story. Gunnar hefur verið í myndatökum í Stokkhólmi fyrir bardagann og ber nú nýja og töff hárgreiðslu, með stutt í hliðunum en smá hár ofan á, sem gefur mikla möguleika hvað varðar hárgreiðsluna. Í gegnum árin hefur Gunnar mætt með mismunandi hárgreiðslu í hringinn og hafði Fréttablaðið því samband við hártískusérfræðingana Elvar Loga Rafnsson, eiganda Kompanísins, og Theodóru Mjöll Skúladóttur hárgreiðslukonu, og spurði hvað þeim þætti um greiðslur Gunnars í gegnum tíðina. Þá er einnig aðeins farið yfir hausthártískuna hjá karlmönnum.Elvar Logi RafnssonMynd/EinkasafnElvar logi segir:Mjög flott ef hann myndi greiða sér „Þessi nýja klipping hjá Gunnari væri mjög töff ef hann myndi greiða sér. Án efna í hárinu virkar þetta ekki nógu vel, hárið ofan á verður í raun bara eins og dúskur. Hann er nú ekki vanur að greiða sér, annaðhvort er hann með lubba eða snoðaður. Ef hann myndi henda smá bláu DiFi í hausinn á sér yrði hann enn ógnvænlegri og það myndi líka hækka hann um nokkra sentimetra. Lubbinn var svona villimennskulúkk, hann var nokkurs konar hipster sem hlustaði á Hjálma þegar hann labbaði inn í hringinn, ætli hann setji ekki Justin Timberlake eða eitthvað svoleiðis á fóninn þegar hann labbar inn í hringinn núna fyrst hann er kominn með tískugreiðslu. Hann var grjótharður þegar hann var snoðaður, það eru menn eins Bruce Willis, Jason Statham og The Rock sem eru snoðaðir og þeir eru allir grjótharðir. Þú þarft að vera mjög harður til að snoða þig og Gunni er grjótharður. Stutta hárið á klárlega eftir að hjálpa honum í hringnum, það er auðveldara að rífa í síða hárið en stutta. Ég gef nýju klippingunni hæstu einkunn, það er að segja ef hann er greiddur, annars finnst mér hann flottastur snoðaður ef hann greiðir sér ekki. Í öðru sæti er þá snoðaði Gunni en í síðasta sæti er lubbinn því það er svo ósnyrtilegt.“ Elvar Logi segir hártískuna hjá karlmönnum í haust einkennast af mjög stuttu í hliðunum. „Haustið einkennist af mjög „skinshave“ í hliðunum, sem er bara extra stutt í hliðunum, svona 1920-fílingur. Sumir vilja svo hafa meira að ofan og aðrir minna, eftir því hvernig menn vilja greiða sér. Síða hárið verður ekki jafn vinsælt og það stutta í haust.“Theódóra Mjöll Skúladóttir JackMynd/EinkasafnTheódóra mjöll segir:Mest töff þegar hann er snoðaður „Gunnar Nelson er alltaf mjög töff og mér finnst hárgreiðslan hans ekki skipta miklu máli. Nýja klippingin hans er mjög vinsæl í dag, þetta er heitasta klippingin í dag. Hann er greinilega að elta heitustu hárstraumana. Hann er töff með nýju klippinguna. Hann var líka mjög töff með lubbann, það voru margir að hneykslast á lubbanum en ég var að fíla það. Nýja klippingin er allavega meira „smooth“ og andstæðingurinn getur allavega ekki togað í hárið á honum eins og hann er núna. Ég held að nýja klippingin hafi ekki verið stílíseruð sérstaklega, heldur frekar hugsuð út frá sjónarhorni íþróttarinnar. Mér finnst Gunnar samt mest töff þegar hann er snoðaður, það er svo hrikalega hart að vera snoðaður. Ég gef snoðuðum Gunna hæstu einkunn, í öðru sæti er svo Gunnar með lubbann og nýja tískugreiðslan er í síðasta sæti, þó svo að hún sé töff. Hefði hann hins vegar fengið sér strípur ætti hann að sleppa því að mæta í hringinn.“ Theódóra Mjöll segir hártískuna hjá karlmönnum í haust vera fjölbreytta og í raun alls konar. „Þetta verður alls konar í haust, í rauninni er allt í tísku. Stutt í hliðunum heldur áfram að vera mjög vinsælt en svo eru alltaf vissir straumar sem koma inn á milli. Svo er bítlahárið alltaf kúl.“Lubbi NelsonVísir/GettySnoðaður Nelson MMA Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Sjá meira
Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson hefur heldur betur breytt um hárgreiðslu en hann er nú staddur í Stokkhólmi við kynningu á sínum næsta UFC-bardaga sem fer fram þann 4. október þar í borg. Andstæðingur hans verður Bandaríkjamaðurinn Rick Story. Gunnar hefur verið í myndatökum í Stokkhólmi fyrir bardagann og ber nú nýja og töff hárgreiðslu, með stutt í hliðunum en smá hár ofan á, sem gefur mikla möguleika hvað varðar hárgreiðsluna. Í gegnum árin hefur Gunnar mætt með mismunandi hárgreiðslu í hringinn og hafði Fréttablaðið því samband við hártískusérfræðingana Elvar Loga Rafnsson, eiganda Kompanísins, og Theodóru Mjöll Skúladóttur hárgreiðslukonu, og spurði hvað þeim þætti um greiðslur Gunnars í gegnum tíðina. Þá er einnig aðeins farið yfir hausthártískuna hjá karlmönnum.Elvar Logi RafnssonMynd/EinkasafnElvar logi segir:Mjög flott ef hann myndi greiða sér „Þessi nýja klipping hjá Gunnari væri mjög töff ef hann myndi greiða sér. Án efna í hárinu virkar þetta ekki nógu vel, hárið ofan á verður í raun bara eins og dúskur. Hann er nú ekki vanur að greiða sér, annaðhvort er hann með lubba eða snoðaður. Ef hann myndi henda smá bláu DiFi í hausinn á sér yrði hann enn ógnvænlegri og það myndi líka hækka hann um nokkra sentimetra. Lubbinn var svona villimennskulúkk, hann var nokkurs konar hipster sem hlustaði á Hjálma þegar hann labbaði inn í hringinn, ætli hann setji ekki Justin Timberlake eða eitthvað svoleiðis á fóninn þegar hann labbar inn í hringinn núna fyrst hann er kominn með tískugreiðslu. Hann var grjótharður þegar hann var snoðaður, það eru menn eins Bruce Willis, Jason Statham og The Rock sem eru snoðaðir og þeir eru allir grjótharðir. Þú þarft að vera mjög harður til að snoða þig og Gunni er grjótharður. Stutta hárið á klárlega eftir að hjálpa honum í hringnum, það er auðveldara að rífa í síða hárið en stutta. Ég gef nýju klippingunni hæstu einkunn, það er að segja ef hann er greiddur, annars finnst mér hann flottastur snoðaður ef hann greiðir sér ekki. Í öðru sæti er þá snoðaði Gunni en í síðasta sæti er lubbinn því það er svo ósnyrtilegt.“ Elvar Logi segir hártískuna hjá karlmönnum í haust einkennast af mjög stuttu í hliðunum. „Haustið einkennist af mjög „skinshave“ í hliðunum, sem er bara extra stutt í hliðunum, svona 1920-fílingur. Sumir vilja svo hafa meira að ofan og aðrir minna, eftir því hvernig menn vilja greiða sér. Síða hárið verður ekki jafn vinsælt og það stutta í haust.“Theódóra Mjöll Skúladóttir JackMynd/EinkasafnTheódóra mjöll segir:Mest töff þegar hann er snoðaður „Gunnar Nelson er alltaf mjög töff og mér finnst hárgreiðslan hans ekki skipta miklu máli. Nýja klippingin hans er mjög vinsæl í dag, þetta er heitasta klippingin í dag. Hann er greinilega að elta heitustu hárstraumana. Hann er töff með nýju klippinguna. Hann var líka mjög töff með lubbann, það voru margir að hneykslast á lubbanum en ég var að fíla það. Nýja klippingin er allavega meira „smooth“ og andstæðingurinn getur allavega ekki togað í hárið á honum eins og hann er núna. Ég held að nýja klippingin hafi ekki verið stílíseruð sérstaklega, heldur frekar hugsuð út frá sjónarhorni íþróttarinnar. Mér finnst Gunnar samt mest töff þegar hann er snoðaður, það er svo hrikalega hart að vera snoðaður. Ég gef snoðuðum Gunna hæstu einkunn, í öðru sæti er svo Gunnar með lubbann og nýja tískugreiðslan er í síðasta sæti, þó svo að hún sé töff. Hefði hann hins vegar fengið sér strípur ætti hann að sleppa því að mæta í hringinn.“ Theódóra Mjöll segir hártískuna hjá karlmönnum í haust vera fjölbreytta og í raun alls konar. „Þetta verður alls konar í haust, í rauninni er allt í tísku. Stutt í hliðunum heldur áfram að vera mjög vinsælt en svo eru alltaf vissir straumar sem koma inn á milli. Svo er bítlahárið alltaf kúl.“Lubbi NelsonVísir/GettySnoðaður Nelson
MMA Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Sjá meira