Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 14:46 Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi, var einn þeirra sem þáði boðsmiða á tónleika Justins Timberlake í Kórnum. Vísir/Andri Marínó „Ég leit þannig á að það væri hluti af starfsskyldum bæjarfulltrúa að fara á þessa tónleika þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta hús er notað fyrir þetta,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG og félagshyggjufólks í Kópavogi, í samtali við Vísi. „Ef bærinn ætlar að halda áfram á þessari braut þá taldi ég það vera mjög mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa séð þetta og hvernig það virkar. Það var komið hingað með þessa miða af starfsmönnum bæjarins og ég leit nú þannig á að ég væri þarna sem slíkur,“ segir Ólafur. Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleikana ásamt mökum, en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um ferðir bæjarfulltrúa á tónleikana og hvort slíkt væri eðlilegt og kynni mögulega að stangast á við siðareglur.Ólafi finnst þetta þó alls ekki stangast á við siðareglur. „Við erum í rauninni að sumu leyti að rækja okkar starfsskyldur þarna. Okkur ber skylda til að sjá hvernig bærinn funkerar og hvað sé verið að gera, hvort sem það eru viðburðir á vegum bæjarins eða innan bæjar sem bærinn á einhvern þátt í eins og þarna. Þá skiptir það töluverðu máli að að minnsta kosti einhver okkar höfum reynslu frá fyrstu hendi hvernig til tókst og hvernig þetta hafi gengið fyrir sig. Ég leit miklu frekar á þetta þannig.“ Ólafur segist hafa verið niðri á gólfi og gert sér far um það að skoða útgönguleiðir, fylgjast með klósettum og sjá hvernig þetta virkaði allt saman. „Ég tók tímann á hinu og þessu, einfaldlega til þess að vita það. Ég leit allan tímann á það þannig að ég væri að sinna starfsskyldum mínum og ég vona að hinir bæjarfulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.“ Ólafur segir Kórinn hafa virkað alveg frábærlega sem tónleikastaður. „Það kom mér þægilega á óvart að þessi hönnun gekk alveg ljómandi vel upp. Hönnunin var upprunalega hugsuð þannig að mögulegt væri að halda svona stórviðburði. Þetta gekk alveg ljómandi vel upp.“ Að sögn Ólafs lagði hann bílnum á þar til gerðu stæði og tók svo strætó í Kórinn. „Ég bý vestast í vesturbæ Kópavogs. Ég held að frá því að tónleikunum lauk og þar til ég var kominn inn um dyrnar heima hafi liðið 25 mínútur. Mér fannst framkvæmdin heppnast mjög vel. Ég heyrði þó að það hafi verið meiri troðningur á öðrum bílastæðum, svo sem niðri í Smára, en það er eitthvað sem ég held að við ættum að geta lagað tiltölulega auðveldlega.“ Ólafur segist vita til þess að fjórir bæjarfulltrúar hafi farið á tónleikana, þó hann útiloki ekki að þeir hafi verið fleiri. Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Ég leit þannig á að það væri hluti af starfsskyldum bæjarfulltrúa að fara á þessa tónleika þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta hús er notað fyrir þetta,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG og félagshyggjufólks í Kópavogi, í samtali við Vísi. „Ef bærinn ætlar að halda áfram á þessari braut þá taldi ég það vera mjög mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa séð þetta og hvernig það virkar. Það var komið hingað með þessa miða af starfsmönnum bæjarins og ég leit nú þannig á að ég væri þarna sem slíkur,“ segir Ólafur. Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleikana ásamt mökum, en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um ferðir bæjarfulltrúa á tónleikana og hvort slíkt væri eðlilegt og kynni mögulega að stangast á við siðareglur.Ólafi finnst þetta þó alls ekki stangast á við siðareglur. „Við erum í rauninni að sumu leyti að rækja okkar starfsskyldur þarna. Okkur ber skylda til að sjá hvernig bærinn funkerar og hvað sé verið að gera, hvort sem það eru viðburðir á vegum bæjarins eða innan bæjar sem bærinn á einhvern þátt í eins og þarna. Þá skiptir það töluverðu máli að að minnsta kosti einhver okkar höfum reynslu frá fyrstu hendi hvernig til tókst og hvernig þetta hafi gengið fyrir sig. Ég leit miklu frekar á þetta þannig.“ Ólafur segist hafa verið niðri á gólfi og gert sér far um það að skoða útgönguleiðir, fylgjast með klósettum og sjá hvernig þetta virkaði allt saman. „Ég tók tímann á hinu og þessu, einfaldlega til þess að vita það. Ég leit allan tímann á það þannig að ég væri að sinna starfsskyldum mínum og ég vona að hinir bæjarfulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.“ Ólafur segir Kórinn hafa virkað alveg frábærlega sem tónleikastaður. „Það kom mér þægilega á óvart að þessi hönnun gekk alveg ljómandi vel upp. Hönnunin var upprunalega hugsuð þannig að mögulegt væri að halda svona stórviðburði. Þetta gekk alveg ljómandi vel upp.“ Að sögn Ólafs lagði hann bílnum á þar til gerðu stæði og tók svo strætó í Kórinn. „Ég bý vestast í vesturbæ Kópavogs. Ég held að frá því að tónleikunum lauk og þar til ég var kominn inn um dyrnar heima hafi liðið 25 mínútur. Mér fannst framkvæmdin heppnast mjög vel. Ég heyrði þó að það hafi verið meiri troðningur á öðrum bílastæðum, svo sem niðri í Smára, en það er eitthvað sem ég held að við ættum að geta lagað tiltölulega auðveldlega.“ Ólafur segist vita til þess að fjórir bæjarfulltrúar hafi farið á tónleikana, þó hann útiloki ekki að þeir hafi verið fleiri.
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00