Innlent

Framhaldsskólakennarar hafna tilboði og segja það móðgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá fundi framhaldsskólakennara í dag.
Frá fundi framhaldsskólakennara í dag. vísir/andri marinó
Nokkuð bakslag varð í kjaradeilu framhaldsskólakennara í gær og var því boðað til blaðamannafundar í Fram heimilinu í dag. Fullt var út úr dyrum á fundinum en á sjötta hundrað sóttu verkfallsmiðstöðina í dag.

Fulltrúar samninganefndarinnar, Stefán Andrésson og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, greindu frá því að undanfarna daga hefði verið unnið að vinnumati í tengslum við innleiðingu framhaldsskólalaga en launahækkanir hefðu ekki verið ræddar samhliða því.  Þá sögðust þau ekki ætla að ræða málin frekar fyrr en jákvæðari tíðindi berast af launaliðnum.

„Í gær fengum við annað tilboð sem við höfnuðum líka, sem var ívið verra ef eitthvað er. Við sögðumst ekki vera reiðubúin í frekari viðræður fyrr en við fengjum skárri tíðindi,“ sagði Hanna Björg. Hún sagði tilboðið móðgun og sagði engar líkur vera á því að viðræðum lyki næstu dögum því ræða þurfi meira en einungis launamálin.

„Þetta tilboð í gær var eiginlega um of. Það var í raun lækkun frá tilboðinu sem við fengum 12. mars,“ sagði Stefán. Þá segist hann vera bjartsýnn á að sátt muni nást en segir biðina þó leiðigjarna og líkir viðræðum við störukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×