Fótbolti

Hjörvar: Taktískt meistaraverk hjá Van Gaal | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Það fór allt púðrið hér á landi í að tala um veðrið,“ sagði reiður HjörvarHafliðason í HM-messunni á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi þegar farið var yfir leik Hollands og Mexíkó í 16 liða úrslitum á HM í fótbolta.

Mikið var rætt og ritað um hversu heitt var á meðan leik stóð en Hjörvar dró fram teiknitölvuna og útskýrði hvað Hollendingar gerðu rétt. Hann hrósaði þjálfaranum Louis van Gaal fyrir sigurinn.

„Stóra atriðið í þessum leik var, að á öðrum varamannabekknum var Louis van Gaal. Þetta er taktískt meistaraverk, þessi leikur hjá Van Gaal,“ sagði Hjörvar.

Holland vann leikinn, 2-1, eftir að lenda 1-0 undir. Liðið mætir Kostaríka í átta liða úrslitum.

Greiningu HM-messunnar á leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

De Jong hefur lokið leik á Heimsmeistaramótinu

Louis Van Gaal gerir ráð fyrir að þátttöku Nigel De Jong sé lokið á Heimsmeistaramótinu eftir að miðjumaðurinn þurfti að fara meiddur af velli í leik Hollands og Mexíkó á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×