Hraðlest talin skila 40 til 60 milljarða ábata Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2014 16:28 Bygging og rekstur hraðlestar á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur er hagkvæm fjárfesting í einkaframkvæmd sem ekki kallar á bein opinber framlög. Samfélagslegur ábati af lestinni er 40 til 60 milljarðar króna, en um er að ræða ábata notenda vegna skilvirkni lestarsamgangna og ábata samfélagsins vegna öryggis- og umhverfisáhrifa. Þetta er meðal niðurstaðna úr skýrslu Reykjavikurborgar, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco, Landsbankans, Reita, Ístaks, Eflu og Deloitte um arðsemi hraðlestar voru kynntar á kynningarfundi í BSÍ dag. Samhliða henni var birt skýrsla Mannvits um samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar. Skýrsluna um hagkvæmni má sjá hér og hér má sjá skýrslu Mannvits. Auk reiknaðs samfélagslegs ábata myndi lestin skapa möguleika á samnýtingu við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti minnkað umferðarþunga og skapað enn frekari ábata í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins.Framkvæmdir gætu hafist 2018 Höfundar skýrslunnar leggja til að aðilar verkefnisins stofni hlutafélag um framhald málsins. „Í kjölfarið sjái félagið um undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Undirbúningur framkvæmda gæti hafist árið 2015, framkvæmdir verið komnar á fullt árið 2018 og lestin hafið rekstur árið 2023 að því gefnu að fjármögnun undirbúningsfélags ljúki fyrir árslok,“ segir í tilkynningu. Lestarleiðin mun vera um 47 kílómetrar að lengd. Þar af yrðu 12 kílómetrar í jarðgöngum frá Straumsvíkursvæði að endasstöð við BSÍ. Þá er gert ráð fyrir fjórum lestareiningum í rekstri, hver með fimm vögnum auk varaeiningar á viðhaldssvæði. Miðað er við að lestin myndi ganga frá fimm að morgni til klukkan eitt eftir miðnætti og gangi á fimmtán mínútna fresti á annatíma og hálftíma fresti þar fyrir utan. Ferðatími yrði 15 til 19 mínútur.Heildarkostnaður 102 milljarðar „Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 102 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að áætlaður fjöldi seldra ferða opnunarárið 2023 verði tæpar 4 milljónir, þar af 2,3 milljónir til flugfarþega og 1,7 milljón til annarra farþega af Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.“ Miðað er við að 50 prósent flugfarþega í millilandaflugi á leið til og frá landinu nýti lestina. Rekstrarkostnaður er áætlaður tæpir 5,8 milljarðar króna. 4,1 milljarðar vegna lesta og 1,7 vegna kerfis. Fargjald er áætlað á bilinu 800 til 3.800 kr. Tekjur eru áætlaðar 10,5 milljarðar króna á fyrsta rekstrarári. Tekjur af flugfarþegum eru 87 prósent heildartekna. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bygging og rekstur hraðlestar á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur er hagkvæm fjárfesting í einkaframkvæmd sem ekki kallar á bein opinber framlög. Samfélagslegur ábati af lestinni er 40 til 60 milljarðar króna, en um er að ræða ábata notenda vegna skilvirkni lestarsamgangna og ábata samfélagsins vegna öryggis- og umhverfisáhrifa. Þetta er meðal niðurstaðna úr skýrslu Reykjavikurborgar, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco, Landsbankans, Reita, Ístaks, Eflu og Deloitte um arðsemi hraðlestar voru kynntar á kynningarfundi í BSÍ dag. Samhliða henni var birt skýrsla Mannvits um samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar. Skýrsluna um hagkvæmni má sjá hér og hér má sjá skýrslu Mannvits. Auk reiknaðs samfélagslegs ábata myndi lestin skapa möguleika á samnýtingu við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti minnkað umferðarþunga og skapað enn frekari ábata í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins.Framkvæmdir gætu hafist 2018 Höfundar skýrslunnar leggja til að aðilar verkefnisins stofni hlutafélag um framhald málsins. „Í kjölfarið sjái félagið um undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Undirbúningur framkvæmda gæti hafist árið 2015, framkvæmdir verið komnar á fullt árið 2018 og lestin hafið rekstur árið 2023 að því gefnu að fjármögnun undirbúningsfélags ljúki fyrir árslok,“ segir í tilkynningu. Lestarleiðin mun vera um 47 kílómetrar að lengd. Þar af yrðu 12 kílómetrar í jarðgöngum frá Straumsvíkursvæði að endasstöð við BSÍ. Þá er gert ráð fyrir fjórum lestareiningum í rekstri, hver með fimm vögnum auk varaeiningar á viðhaldssvæði. Miðað er við að lestin myndi ganga frá fimm að morgni til klukkan eitt eftir miðnætti og gangi á fimmtán mínútna fresti á annatíma og hálftíma fresti þar fyrir utan. Ferðatími yrði 15 til 19 mínútur.Heildarkostnaður 102 milljarðar „Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 102 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að áætlaður fjöldi seldra ferða opnunarárið 2023 verði tæpar 4 milljónir, þar af 2,3 milljónir til flugfarþega og 1,7 milljón til annarra farþega af Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.“ Miðað er við að 50 prósent flugfarþega í millilandaflugi á leið til og frá landinu nýti lestina. Rekstrarkostnaður er áætlaður tæpir 5,8 milljarðar króna. 4,1 milljarðar vegna lesta og 1,7 vegna kerfis. Fargjald er áætlað á bilinu 800 til 3.800 kr. Tekjur eru áætlaðar 10,5 milljarðar króna á fyrsta rekstrarári. Tekjur af flugfarþegum eru 87 prósent heildartekna.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira