Segja valdbeitingu lögreglu tilefni til vægari refsinga Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2014 15:17 Nímenningar sem ákærðir voru eftir mótmælin í Gálgahrauni. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn níu einstaklingum sem handteknir voru í mótmælunum í Gálgahrauni fer fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Nímenningarnir eru ákærð fyrir að brjóta gegn 19. grein lögreglulaga, en samkvæmt ákvæðinu er fólki skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu. Áætlað er að aðalmeðferðinni ljúki klukkan fimm í dag. Náttúruverndarsamtökin höfðu boðað til mótmæla við héraðsdóm í dag, en engir mótmælendur voru sjáanlegir í morgun. Þar sem í raun níu sérstök sakamál eru tekin fyrir á sama tíma er fjöldi vitna mikill. Auk þess að skýrslur voru teknar af hinum ákærðu, báru þau mörg hver einnig vitni í málum hvors annars. Þá var mikið púsluspil að koma öllum vitnaleiðslum og skýrslutökum fyrir. Verjendur kvörtuðu yfir litlu samráði ákæruvaldsins við skipulagningu dagsins.Færri komust að en vildu Of fá sætu voru í salnum klukkan níu í morgun, en salurinn var þéttsetinn af fólki. Þrátt fyrir að dómarinn vísaði mörgum út sem áttu að bera vitni á seinna stigi málsins. Þar sem vitnum er ekki leyfilegt að hlusta á vitnaleiðslur annarra. Einum áhorfenda var vísað út þar sem hann var með kaffibolla. Hinir ákærðu virtust nokkuð rólegir dómssal í morgun og tóku nokkrir þeirra með sér prjóna til dægrastyttingar. Skömmu eftir að málaferlin hófust þurfti starfsmaður dómsins að biðja um að minna heyrðist í prjónunum þar sem vel heyrðist í þeim á upptökum. Fyrir hádegi beindi dómari orðum sínum tvisvar sinnum til hinna ákærðu eftir að hlátrarsköll heyrðust í salnum.Færri komust fyrir í sætum en vildu, mörgum var þá vísað úr salnum þar sem þeir áttu að bera vitni í málinu.Vísir/GVAHandtóku þá sem hlýddu ekki fyrirmælum Mikið var rætt um vinnulag lögreglunnar við handtök mótmælendanna og voru þau á þeirri skoðun að lögreglan hefði gengið allt of hart fram. Verjendurnir tveir þráspurðu lögreglumenn sem báru vitni út í hlutfall lögregluþjóna gegn mótmælendum og hve margir lögreglumenn hefðu verið á vettvangi. Lögreglumenn sögðust flestir ekki muna fjölda lögreglumanna á vettvangi og vildu lítið sem ekkert segja um hlutfall þeirra gagnvart mómælendum. Einn lögreglumaður sagði þá hafa þó verið marga. Jafnt lögreglumenn og þeir ákærðu voru sammála um að mótmælin hafi verið friðsamleg og að lögreglumönnum hafi ekki stafað ógn af mótmælendum. Í máli lögreglumanna kom fram að fyrirmæli þeirra fyrir mótmælin hefðu verið að handtaka þá sem færu innfyrir lokunina, neituðu að víkja og færu ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Einn af þeim sem voru ákærð sagðist hafa heyrt lögreglumenn segja nafn sitt þegar hann kom á svæðið og taldið það til merkis um að fyrirfram hafi verið ákveðið að handtaka hann. Lögreglumennirnir voru spurðir hvort slíkt hefði legið fyrir en enginn vildi kannast við það.Sögðu bannsvæðið fært utan um mótmælendur Saksóknari spurði hin ákærðu hvort þau muni eftir því að hafa fengið tilmæli frá lögreglu um að yfirgefa svæðið annars yrðu þau jafnvel handtekin. Margir hverjir vildu ekki kannast við það, en lögreglumenn héldu því fram að það hefði verið gert við alla. Nímenningarnir sögðu að lögreglan og starfsmenn verktaka á svæðinu hafi fært bannsvæðið eftir því sem mótmælendur færðu sig. Það vildu lögreglumenn ekki viðurkenna og sögðu þeir að svæðið hefði verið fært eftir því sem vinnunni miðaði áfram. Að því kom að dómarinn sagði verjendunum að halda sig við sakargiftir málsins við skýrslutökur og vitnaleiðslur. Annar verjandanna sagði þó að þetta hafi verið pólitískar aðgerði og háttsemi lögreglu í Gálgahrauni bæri að skoða. Að óhófleg valdbeiting lögreglu væri tilefni til vægari refsinga ef til sakfellingar kæmi. Hann óskaði eftir því að dómari víkkaði svigrúm skýrslutakna eftir óskum verjenda. Tengdar fréttir „Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59 Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 Eiði og Ómari vísað úr réttarsal: Lárus ekki ákærður því hann er of þungur Ómar Ragnarsson segir réttarhöld yfir nímenningunum skrípaleik. Svo virðist sem þyngd skipti máli hvort fólk sé kært eður ei. 11. september 2014 13:52 Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18 Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58 Vilja að saksóknari víki Verjendur þeirra níu, sem ákærðir eru fyrir framgöngu sína gagnvart lögreglu í mótmælum í Gálgahrauni í október á síðasta ári, óskuðu eftir því í morgun að saksóknarinn í málinu yrði látinn víkja. 24. febrúar 2014 10:32 Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32 Náttúruverndarsamtökin boða til mótmæla "Náttúruverndarsamtökin á Íslandi mótmæla þessari aðför lögreglu að saklausu fólki sem vildi vernda fallega náttúruperlu og krefjast þess að stjórnvöld láti nú málið niður falla." 9. september 2014 21:39 "Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sig „Ég neitaði aldrei fyrirmælum lögreglu,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir við aðalmeðferð Gálgahraunsmálsins í morgun. 11. september 2014 13:24 Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15 Hæstiréttur hafnar beiðni Hraunavina Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki verði leitað álits EFTA-dómstólsins um hvort náttúruverndarsamtök eigi lögvarinna hagsmuna að gæta í Gálgahrauni. 28. nóvember 2013 14:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn níu einstaklingum sem handteknir voru í mótmælunum í Gálgahrauni fer fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Nímenningarnir eru ákærð fyrir að brjóta gegn 19. grein lögreglulaga, en samkvæmt ákvæðinu er fólki skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu. Áætlað er að aðalmeðferðinni ljúki klukkan fimm í dag. Náttúruverndarsamtökin höfðu boðað til mótmæla við héraðsdóm í dag, en engir mótmælendur voru sjáanlegir í morgun. Þar sem í raun níu sérstök sakamál eru tekin fyrir á sama tíma er fjöldi vitna mikill. Auk þess að skýrslur voru teknar af hinum ákærðu, báru þau mörg hver einnig vitni í málum hvors annars. Þá var mikið púsluspil að koma öllum vitnaleiðslum og skýrslutökum fyrir. Verjendur kvörtuðu yfir litlu samráði ákæruvaldsins við skipulagningu dagsins.Færri komust að en vildu Of fá sætu voru í salnum klukkan níu í morgun, en salurinn var þéttsetinn af fólki. Þrátt fyrir að dómarinn vísaði mörgum út sem áttu að bera vitni á seinna stigi málsins. Þar sem vitnum er ekki leyfilegt að hlusta á vitnaleiðslur annarra. Einum áhorfenda var vísað út þar sem hann var með kaffibolla. Hinir ákærðu virtust nokkuð rólegir dómssal í morgun og tóku nokkrir þeirra með sér prjóna til dægrastyttingar. Skömmu eftir að málaferlin hófust þurfti starfsmaður dómsins að biðja um að minna heyrðist í prjónunum þar sem vel heyrðist í þeim á upptökum. Fyrir hádegi beindi dómari orðum sínum tvisvar sinnum til hinna ákærðu eftir að hlátrarsköll heyrðust í salnum.Færri komust fyrir í sætum en vildu, mörgum var þá vísað úr salnum þar sem þeir áttu að bera vitni í málinu.Vísir/GVAHandtóku þá sem hlýddu ekki fyrirmælum Mikið var rætt um vinnulag lögreglunnar við handtök mótmælendanna og voru þau á þeirri skoðun að lögreglan hefði gengið allt of hart fram. Verjendurnir tveir þráspurðu lögreglumenn sem báru vitni út í hlutfall lögregluþjóna gegn mótmælendum og hve margir lögreglumenn hefðu verið á vettvangi. Lögreglumenn sögðust flestir ekki muna fjölda lögreglumanna á vettvangi og vildu lítið sem ekkert segja um hlutfall þeirra gagnvart mómælendum. Einn lögreglumaður sagði þá hafa þó verið marga. Jafnt lögreglumenn og þeir ákærðu voru sammála um að mótmælin hafi verið friðsamleg og að lögreglumönnum hafi ekki stafað ógn af mótmælendum. Í máli lögreglumanna kom fram að fyrirmæli þeirra fyrir mótmælin hefðu verið að handtaka þá sem færu innfyrir lokunina, neituðu að víkja og færu ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Einn af þeim sem voru ákærð sagðist hafa heyrt lögreglumenn segja nafn sitt þegar hann kom á svæðið og taldið það til merkis um að fyrirfram hafi verið ákveðið að handtaka hann. Lögreglumennirnir voru spurðir hvort slíkt hefði legið fyrir en enginn vildi kannast við það.Sögðu bannsvæðið fært utan um mótmælendur Saksóknari spurði hin ákærðu hvort þau muni eftir því að hafa fengið tilmæli frá lögreglu um að yfirgefa svæðið annars yrðu þau jafnvel handtekin. Margir hverjir vildu ekki kannast við það, en lögreglumenn héldu því fram að það hefði verið gert við alla. Nímenningarnir sögðu að lögreglan og starfsmenn verktaka á svæðinu hafi fært bannsvæðið eftir því sem mótmælendur færðu sig. Það vildu lögreglumenn ekki viðurkenna og sögðu þeir að svæðið hefði verið fært eftir því sem vinnunni miðaði áfram. Að því kom að dómarinn sagði verjendunum að halda sig við sakargiftir málsins við skýrslutökur og vitnaleiðslur. Annar verjandanna sagði þó að þetta hafi verið pólitískar aðgerði og háttsemi lögreglu í Gálgahrauni bæri að skoða. Að óhófleg valdbeiting lögreglu væri tilefni til vægari refsinga ef til sakfellingar kæmi. Hann óskaði eftir því að dómari víkkaði svigrúm skýrslutakna eftir óskum verjenda.
Tengdar fréttir „Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59 Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 Eiði og Ómari vísað úr réttarsal: Lárus ekki ákærður því hann er of þungur Ómar Ragnarsson segir réttarhöld yfir nímenningunum skrípaleik. Svo virðist sem þyngd skipti máli hvort fólk sé kært eður ei. 11. september 2014 13:52 Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18 Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58 Vilja að saksóknari víki Verjendur þeirra níu, sem ákærðir eru fyrir framgöngu sína gagnvart lögreglu í mótmælum í Gálgahrauni í október á síðasta ári, óskuðu eftir því í morgun að saksóknarinn í málinu yrði látinn víkja. 24. febrúar 2014 10:32 Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32 Náttúruverndarsamtökin boða til mótmæla "Náttúruverndarsamtökin á Íslandi mótmæla þessari aðför lögreglu að saklausu fólki sem vildi vernda fallega náttúruperlu og krefjast þess að stjórnvöld láti nú málið niður falla." 9. september 2014 21:39 "Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sig „Ég neitaði aldrei fyrirmælum lögreglu,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir við aðalmeðferð Gálgahraunsmálsins í morgun. 11. september 2014 13:24 Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15 Hæstiréttur hafnar beiðni Hraunavina Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki verði leitað álits EFTA-dómstólsins um hvort náttúruverndarsamtök eigi lögvarinna hagsmuna að gæta í Gálgahrauni. 28. nóvember 2013 14:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
„Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59
Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49
Eiði og Ómari vísað úr réttarsal: Lárus ekki ákærður því hann er of þungur Ómar Ragnarsson segir réttarhöld yfir nímenningunum skrípaleik. Svo virðist sem þyngd skipti máli hvort fólk sé kært eður ei. 11. september 2014 13:52
Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18
Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58
Vilja að saksóknari víki Verjendur þeirra níu, sem ákærðir eru fyrir framgöngu sína gagnvart lögreglu í mótmælum í Gálgahrauni í október á síðasta ári, óskuðu eftir því í morgun að saksóknarinn í málinu yrði látinn víkja. 24. febrúar 2014 10:32
Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32
Náttúruverndarsamtökin boða til mótmæla "Náttúruverndarsamtökin á Íslandi mótmæla þessari aðför lögreglu að saklausu fólki sem vildi vernda fallega náttúruperlu og krefjast þess að stjórnvöld láti nú málið niður falla." 9. september 2014 21:39
"Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30
„Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17
Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sig „Ég neitaði aldrei fyrirmælum lögreglu,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir við aðalmeðferð Gálgahraunsmálsins í morgun. 11. september 2014 13:24
Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15
Hæstiréttur hafnar beiðni Hraunavina Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki verði leitað álits EFTA-dómstólsins um hvort náttúruverndarsamtök eigi lögvarinna hagsmuna að gæta í Gálgahrauni. 28. nóvember 2013 14:44