Erlent

Sendifulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands funda

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu fyrr í kvöld að sendifulltrúar þjóðanna muni hittast á næstunni til að finna lausn á Krímskagadeilunni.

Sagt er frá þessu á vef New York Times eftir tilkynningu frá Hvíta húsinu.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands hringdi í kvöld í Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, eftir að John Kerry, utanríkisráðherra BNA, sagði utanríkisráðherra Rússlands frá tillögu BNA til lausnar deilunnar.

Í tilkynningunni er ekki sagt frá tillögu Bandaríkjanna og hvað hún felur í sér, en Obama mun hafa sagt Pútín að lausin fæli í sér að Rússar myndu hörfa frá Krímskaga og ekki hernema aðra hluta Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×