Enski boltinn

Monk gerir ekki ráð fyrir de Guzman

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
De Guzman varð deildarbikarmeistari með Swansea 2013.
De Guzman varð deildarbikarmeistari með Swansea 2013. Vísir/Getty
Garry Monk, þjálfari Swansea City, telur ólíklegt að hollenki miðjumaðurinn Jonathan de Guzman snúi aftur til velska liðsins.

De Guzman, sem hefur leikið með Swansea undanfarin tvö tímabil á láni frá Villareal, hefur ekki enn ákveðið hvert hans næsta skref á ferlinum verður.

„Við töluðum saman fyrr í sumar. Hann vildi halda öllum möguleikum opnum og þeir eru líklega enn opnir,“ sagði Monk.

„Ég býst ekki við að hann komi aftur á þessari stundu. Ég vil samt ekki loka dyrunum á hann. Ef þetta gerist, þá gerist þetta, en De Guzman og umboðsmaður hans eru þeir sem ákvaðu að bíða og sjá.

„Við getum ekki beðið endalaust,“ sagði Monk sem tók við Swansea um mitt síðasta tímabil eftir að Michael Laudrup var sagt upp störfum.

Swansea seldi varnarmanninn Chico Flores til Lekhwiya SC í Katar á dögunum og Monk er á höttunum eftir nýjum varnarmanni. Federico Fernandez, leikmaður Napoli, er einn þeirra sem hefur verið orðaður við liðið.

„Við erum að skoða nokkra möguleika í þessari stöðu. Fernandez er einn þeirra sem við höfum rætt um,“ sagði Monk.

Swansea sækir Manchester United heim í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn kemur.


Tengdar fréttir

Monk hrósaði Gylfa í hástert

Garry Monk, þjálfari Swansea, hrósaði Gylfa Þór Sigurðssyni í hástert eftir 4-0 sigur gegn Plymouth í dag.

Swansea tilbúið að hlusta á tilboð í Bony

Samkvæmt heimildum Daily Mirror hefur Swansea gefið upp alla von að Wilfried Bony leiki með liðinu á næsta tímabili. Talið er að Swansea vilji fá tæplega 20 milljónir punda fyrir framherjann.

Monk himinlifandi með Gylfa

Gary Monk, þjálfari Swansea, er himinlifandi með að hafa fengið Gylfa Þór Sigurðsson til liðs við Swansea.

Gylfi: Hlakka mikið til laugardagsins

Gylfi Sigurðsson leikur sinn fyrsta leik fyrir Swansea City á Liberty Stadium í rúm tvö ár þegar Svanirnir taka á móti Villareal í vináttuleik á laugardaginn kemur.

Gylfi og Emil spiluðu | Helstu úrslit gærdagsins

Flest lið í Evrópu eru þessa daganna í sínum lokaundirbúning fyrir komandi átök í sínum deildum og eru að spila sína síðustu leiki áður en deildirnar hefjast í heimalöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×