Sérstaklega talað um rassskellingar þegar barnalögum var breytt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. september 2014 16:38 Vísir / Samsett mynd Skýr vilji var á Alþingi til þess að láta barnaverndarlög ná yfir og banna hverskonar ofbeldi gagnvart börnum þegar lögunum var breytt árið 2009. Í nefndaráliti sem félags- og tryggingamálanefnd skilaði með frumvarpinu það ár er meðal annars tekið fram að rassskellingar séu ofbeldi. Umboðsmaður barna gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í dag fyrir að fella niður kæru foreldra barns sem var beitt slíku ofbeldi á leikskólanum 101.Talað sérstaklega um rassskellingar „Nefndin leggur áherslu á að með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum,“ segir meðal annars í nefndarálitinu um breytingarnar sem gerðar voru á barnaverndarlögunum 2009. „Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru“.Umboðsmaður gagnrýnir vinnubrögð Í áliti umboðsmanns er ríkissaksóknari og lögregla gagnrýnd fyrir túlkun sína á lögunum. „Í rökstuðningi lögreglustjórans er meðal annars vísað til þess að ekki hafi verið „um að ræða háttsemi sem hafi verið til þess fallin að skaða barnið andlega né líkamlega“,“ segir umboðsmaður í álitinu og bætir við: „Hér virðist lögreglustjórinn því vera vísa til orðalags eldra ákvæðis barnaverndarlaga.“ Barnaverndarlögum var breytt í kjölfar umdeilds dóms Hæstaréttar sem sýknaði mann fyrir að rassskella barn. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þágildandi lög legðu ekki fortakslaust bann við því að foreldri, eða annar maður með samþykki þess, beiti barn líkamlegum refsingum. Háttsemin væri háð því að slíkt væri til þess fallið að skaða barnið andlega eða líkamlega.Á að ná til alls ofbeldis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður félags- og tryggingamálanefndar þegar lagabreytingarnar voru samþykktar. Hún segist ekki þekkja til máls barnsins á 101 leikskóla umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum en segir lögin hafa átt að ná til alls ofbeldis. „Ég hef ekki lesið þennan úrskurð og veit ekki hvaða rök eru færð fyrir þessu. Ég hef ekki haft tök á að kynna mér málið en það segir sig sjálft að barnaverndarlög eru sett börnum til varnar,“ segir hún aðspurð um hvort það hafi verið vilji löggjöfans að ná til alls ofbeldis. Alþingi Tengdar fréttir Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Skýr vilji var á Alþingi til þess að láta barnaverndarlög ná yfir og banna hverskonar ofbeldi gagnvart börnum þegar lögunum var breytt árið 2009. Í nefndaráliti sem félags- og tryggingamálanefnd skilaði með frumvarpinu það ár er meðal annars tekið fram að rassskellingar séu ofbeldi. Umboðsmaður barna gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í dag fyrir að fella niður kæru foreldra barns sem var beitt slíku ofbeldi á leikskólanum 101.Talað sérstaklega um rassskellingar „Nefndin leggur áherslu á að með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum,“ segir meðal annars í nefndarálitinu um breytingarnar sem gerðar voru á barnaverndarlögunum 2009. „Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru“.Umboðsmaður gagnrýnir vinnubrögð Í áliti umboðsmanns er ríkissaksóknari og lögregla gagnrýnd fyrir túlkun sína á lögunum. „Í rökstuðningi lögreglustjórans er meðal annars vísað til þess að ekki hafi verið „um að ræða háttsemi sem hafi verið til þess fallin að skaða barnið andlega né líkamlega“,“ segir umboðsmaður í álitinu og bætir við: „Hér virðist lögreglustjórinn því vera vísa til orðalags eldra ákvæðis barnaverndarlaga.“ Barnaverndarlögum var breytt í kjölfar umdeilds dóms Hæstaréttar sem sýknaði mann fyrir að rassskella barn. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þágildandi lög legðu ekki fortakslaust bann við því að foreldri, eða annar maður með samþykki þess, beiti barn líkamlegum refsingum. Háttsemin væri háð því að slíkt væri til þess fallið að skaða barnið andlega eða líkamlega.Á að ná til alls ofbeldis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður félags- og tryggingamálanefndar þegar lagabreytingarnar voru samþykktar. Hún segist ekki þekkja til máls barnsins á 101 leikskóla umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum en segir lögin hafa átt að ná til alls ofbeldis. „Ég hef ekki lesið þennan úrskurð og veit ekki hvaða rök eru færð fyrir þessu. Ég hef ekki haft tök á að kynna mér málið en það segir sig sjálft að barnaverndarlög eru sett börnum til varnar,“ segir hún aðspurð um hvort það hafi verið vilji löggjöfans að ná til alls ofbeldis.
Alþingi Tengdar fréttir Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33