Sérstaklega talað um rassskellingar þegar barnalögum var breytt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. september 2014 16:38 Vísir / Samsett mynd Skýr vilji var á Alþingi til þess að láta barnaverndarlög ná yfir og banna hverskonar ofbeldi gagnvart börnum þegar lögunum var breytt árið 2009. Í nefndaráliti sem félags- og tryggingamálanefnd skilaði með frumvarpinu það ár er meðal annars tekið fram að rassskellingar séu ofbeldi. Umboðsmaður barna gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í dag fyrir að fella niður kæru foreldra barns sem var beitt slíku ofbeldi á leikskólanum 101.Talað sérstaklega um rassskellingar „Nefndin leggur áherslu á að með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum,“ segir meðal annars í nefndarálitinu um breytingarnar sem gerðar voru á barnaverndarlögunum 2009. „Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru“.Umboðsmaður gagnrýnir vinnubrögð Í áliti umboðsmanns er ríkissaksóknari og lögregla gagnrýnd fyrir túlkun sína á lögunum. „Í rökstuðningi lögreglustjórans er meðal annars vísað til þess að ekki hafi verið „um að ræða háttsemi sem hafi verið til þess fallin að skaða barnið andlega né líkamlega“,“ segir umboðsmaður í álitinu og bætir við: „Hér virðist lögreglustjórinn því vera vísa til orðalags eldra ákvæðis barnaverndarlaga.“ Barnaverndarlögum var breytt í kjölfar umdeilds dóms Hæstaréttar sem sýknaði mann fyrir að rassskella barn. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þágildandi lög legðu ekki fortakslaust bann við því að foreldri, eða annar maður með samþykki þess, beiti barn líkamlegum refsingum. Háttsemin væri háð því að slíkt væri til þess fallið að skaða barnið andlega eða líkamlega.Á að ná til alls ofbeldis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður félags- og tryggingamálanefndar þegar lagabreytingarnar voru samþykktar. Hún segist ekki þekkja til máls barnsins á 101 leikskóla umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum en segir lögin hafa átt að ná til alls ofbeldis. „Ég hef ekki lesið þennan úrskurð og veit ekki hvaða rök eru færð fyrir þessu. Ég hef ekki haft tök á að kynna mér málið en það segir sig sjálft að barnaverndarlög eru sett börnum til varnar,“ segir hún aðspurð um hvort það hafi verið vilji löggjöfans að ná til alls ofbeldis. Alþingi Tengdar fréttir Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Skýr vilji var á Alþingi til þess að láta barnaverndarlög ná yfir og banna hverskonar ofbeldi gagnvart börnum þegar lögunum var breytt árið 2009. Í nefndaráliti sem félags- og tryggingamálanefnd skilaði með frumvarpinu það ár er meðal annars tekið fram að rassskellingar séu ofbeldi. Umboðsmaður barna gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í dag fyrir að fella niður kæru foreldra barns sem var beitt slíku ofbeldi á leikskólanum 101.Talað sérstaklega um rassskellingar „Nefndin leggur áherslu á að með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum,“ segir meðal annars í nefndarálitinu um breytingarnar sem gerðar voru á barnaverndarlögunum 2009. „Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru“.Umboðsmaður gagnrýnir vinnubrögð Í áliti umboðsmanns er ríkissaksóknari og lögregla gagnrýnd fyrir túlkun sína á lögunum. „Í rökstuðningi lögreglustjórans er meðal annars vísað til þess að ekki hafi verið „um að ræða háttsemi sem hafi verið til þess fallin að skaða barnið andlega né líkamlega“,“ segir umboðsmaður í álitinu og bætir við: „Hér virðist lögreglustjórinn því vera vísa til orðalags eldra ákvæðis barnaverndarlaga.“ Barnaverndarlögum var breytt í kjölfar umdeilds dóms Hæstaréttar sem sýknaði mann fyrir að rassskella barn. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þágildandi lög legðu ekki fortakslaust bann við því að foreldri, eða annar maður með samþykki þess, beiti barn líkamlegum refsingum. Háttsemin væri háð því að slíkt væri til þess fallið að skaða barnið andlega eða líkamlega.Á að ná til alls ofbeldis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður félags- og tryggingamálanefndar þegar lagabreytingarnar voru samþykktar. Hún segist ekki þekkja til máls barnsins á 101 leikskóla umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum en segir lögin hafa átt að ná til alls ofbeldis. „Ég hef ekki lesið þennan úrskurð og veit ekki hvaða rök eru færð fyrir þessu. Ég hef ekki haft tök á að kynna mér málið en það segir sig sjálft að barnaverndarlög eru sett börnum til varnar,“ segir hún aðspurð um hvort það hafi verið vilji löggjöfans að ná til alls ofbeldis.
Alþingi Tengdar fréttir Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33