"Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. apríl 2014 10:02 Ásgeir Jónsson á Grand Hotel í morgun „Það liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata,“ sagði Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, á kynningu skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál.Sýnt er beint frá fundinum á Vísi. Ásgeir fjallaði um gjaldmiðlamál. Hann benti á að í heiminum væru 78 smáríki með undir tveimur milljónum íbúa. Ísland væri eina ríkið af þessum 78 sem væri með sjálfstæða fljótandi mynt. Hann sagði mesta ávinninginn við upptöku Evrunnar vera aukinn stöðugleika. En færi svo að stærri gjaldmiðill yrði tekinn upp þyrfti að gefa eftir í ákveðnum þáttum. „Það er ekki kostnaðarlaust. Við verðum að gefa eftir sjálfstæði í peningamálum og einhverju leyti ríkisfjármálum og töluverðar stofnanabreytingar verða að eiga sér stað.“ Ásgeir sagði mikilvægt að Íslendingar endurskoðuðu hagstefnu sína. Upptaka Evru og aðild að ESB þýddi ekki endilega að allt myndi falla í ljúfa löð í efnahagsmálum. „Við verðum að endurskoða hvernig við rekum okkar hagstefnu og verðum að hafa í huga að ESB er samband fullvalda ríkja. Við þyrftum að bera ábyrgð á okkur sjálfum þó við förum inn. Þegar verið að tala um Evrulöndin átján og hvernig þeim hefur farnast í Evrusamstarfinu – kemur í ljós að það fer eftir því hvernig þau haga sér innan samstarfsins.“ Ásgeir benti enn fremur á að Íslendingar hefðu alltaf tekið þátt í alþjóðlegum fastgengisstefnum. Ljóst væri að Íslendingar hefðu ekki stjórn á sínum eigin gjaldmiðli ef hann væri fljótandi. Hann gaf lítið fyrir tengingu krónunnar við sjálfstæði og fullveldi landsins. Þeir sem barist hafi fyrir sjálfstæðis og fullveldi landsins á sínum tíma hafi ekki verið með hugann við sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt væri að fella þegar þess þyrfti. ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
„Það liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata,“ sagði Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, á kynningu skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál.Sýnt er beint frá fundinum á Vísi. Ásgeir fjallaði um gjaldmiðlamál. Hann benti á að í heiminum væru 78 smáríki með undir tveimur milljónum íbúa. Ísland væri eina ríkið af þessum 78 sem væri með sjálfstæða fljótandi mynt. Hann sagði mesta ávinninginn við upptöku Evrunnar vera aukinn stöðugleika. En færi svo að stærri gjaldmiðill yrði tekinn upp þyrfti að gefa eftir í ákveðnum þáttum. „Það er ekki kostnaðarlaust. Við verðum að gefa eftir sjálfstæði í peningamálum og einhverju leyti ríkisfjármálum og töluverðar stofnanabreytingar verða að eiga sér stað.“ Ásgeir sagði mikilvægt að Íslendingar endurskoðuðu hagstefnu sína. Upptaka Evru og aðild að ESB þýddi ekki endilega að allt myndi falla í ljúfa löð í efnahagsmálum. „Við verðum að endurskoða hvernig við rekum okkar hagstefnu og verðum að hafa í huga að ESB er samband fullvalda ríkja. Við þyrftum að bera ábyrgð á okkur sjálfum þó við förum inn. Þegar verið að tala um Evrulöndin átján og hvernig þeim hefur farnast í Evrusamstarfinu – kemur í ljós að það fer eftir því hvernig þau haga sér innan samstarfsins.“ Ásgeir benti enn fremur á að Íslendingar hefðu alltaf tekið þátt í alþjóðlegum fastgengisstefnum. Ljóst væri að Íslendingar hefðu ekki stjórn á sínum eigin gjaldmiðli ef hann væri fljótandi. Hann gaf lítið fyrir tengingu krónunnar við sjálfstæði og fullveldi landsins. Þeir sem barist hafi fyrir sjálfstæðis og fullveldi landsins á sínum tíma hafi ekki verið með hugann við sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt væri að fella þegar þess þyrfti.
ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04