Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. nóvember 2014 11:52 Hér má sjá mynd sem Ásgeir tók í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, skömmu fyrir átökin. Mynd/Ásgeir Ásgeirsson „Lögfræðingurinn reyndi að hrinda mér svo að ég næði ekki mynd af skjólstæðingi hans og þegar það gekk ekki þá greip hann í linsuna hjá mér,“ segir Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari um átök sem áttu sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ásgeir var viðstaddur þingfestingu í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Hann reyndi að ná mynd af einum sakborninganna og brást lögfræðingur mannsins illa við eins og Ásgeir lýsir. Ásgeir segist svo hafa náð taki á lögfræðingnum: „Ég greip hann bara dyravarðataki og leiddi hann fyrir dómvörð. Ég lét hann biðja mig afsökunar fyrir framan lögfræðinga, dómverði og fjölmiðla. Það var rosa einfalt. Það er búið að láta dómstjóra vita líka.“ Ásgeir segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögfræðingar grípi til örþrifaráða til þess að forðast að hann nái myndum af skjólstæðingum þeirra. „En ég hef ekki áður lent í því að einhver reyni að grípa í linsuna mína og reyni að skemma eitthvað. Það er alveg einstakt.“ Ásgeir hefur starfað sem dyravörður í áratug og segist því vanur svona barningi. Hann segist vona að þurfa ekki að standa í svona barningi við lögfræðinga aftur. „Ætli þeir viti ekki betur núna,“ segir hann og hlær. Við þingfestinguna í morgun, yfir mönnunum fjörutíu, var deilt um hvort að réttarhöldin ættu að vera opin. Ingimundur Einarsson dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að taka afstöðu til kröfu saksóknara. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar og var meðferð málsins í héraði frestað til 17. desember. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Lögfræðingurinn reyndi að hrinda mér svo að ég næði ekki mynd af skjólstæðingi hans og þegar það gekk ekki þá greip hann í linsuna hjá mér,“ segir Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari um átök sem áttu sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ásgeir var viðstaddur þingfestingu í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Hann reyndi að ná mynd af einum sakborninganna og brást lögfræðingur mannsins illa við eins og Ásgeir lýsir. Ásgeir segist svo hafa náð taki á lögfræðingnum: „Ég greip hann bara dyravarðataki og leiddi hann fyrir dómvörð. Ég lét hann biðja mig afsökunar fyrir framan lögfræðinga, dómverði og fjölmiðla. Það var rosa einfalt. Það er búið að láta dómstjóra vita líka.“ Ásgeir segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögfræðingar grípi til örþrifaráða til þess að forðast að hann nái myndum af skjólstæðingum þeirra. „En ég hef ekki áður lent í því að einhver reyni að grípa í linsuna mína og reyni að skemma eitthvað. Það er alveg einstakt.“ Ásgeir hefur starfað sem dyravörður í áratug og segist því vanur svona barningi. Hann segist vona að þurfa ekki að standa í svona barningi við lögfræðinga aftur. „Ætli þeir viti ekki betur núna,“ segir hann og hlær. Við þingfestinguna í morgun, yfir mönnunum fjörutíu, var deilt um hvort að réttarhöldin ættu að vera opin. Ingimundur Einarsson dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að taka afstöðu til kröfu saksóknara. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar og var meðferð málsins í héraði frestað til 17. desember.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira