Erlent

Kóloradó leyfir kannabis

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Mynd/AP
Kólóradó varð í dag fyrsta ríki Bandaríkjanna til þess að heimila sölu á kannabis í verslunum og er talið að hátt í 30 verslanir muni hefja sölu á efninu í dag.

Kannabis verður einnig lögleitt í Washington fylki síðar á árinu en í báðum fylkjum verður heimilt að selja efnin til fólks eldra en 21 árs. Alls hafa 20 ríki Bandaríkjanna heimilað sölu á kannabis í læknisfræðilegum tilgangi en efnin eru þó enn ólögleg samkvæmt alríkislögum.

Alls hafa 136 verslanir, flestar í Denver, fengið grænt ljós á sölu á kannabis en skattlagningin á efninu verður sú sama og skattlagningin á áfengi.

Það er BBC sem greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×