Erlent

Flaug svifflugu yfir Everestfjalli

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þjóðverjinn Klaus Ohlmann flaug svifflugu yfir hæsta fjalli heims, Everestfjalli, þann 3. febrúar og varð um leið fyrstur manna í sögunni til að gera það. Frá þessu er greint á vefsíðunni Allt um flug.

Ohlmann þessi er einn af þekktustu svifflugmönnum í heimi og fór hann í loftið frá Pokhara-flugvellinum í Nepal. Hann drap á mótornum í rúmlega 19 þúsund feta hæð og sveif meðfram hlíðum fjallsins.

Myndband af þessu magnaða flugi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×