Erlent

Fílsunga bjargað úr skurði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fílsunginn var skelkaður eftir fallið en ómeiddur.
Fílsunginn var skelkaður eftir fallið en ómeiddur. mynd/telegraph
Lestarfarþegar í norðausturhluta Indlands komu fílsunga til bjargar í vikunni sem fallið hafði af lestarteinum og ofan í skurð.

Lestin var stöðvuð þegar farþegi kom auga á ungann og lét vita. Hlúðu farþegar að honum þar til hjálp barst. Fílsunginn virtist skelkaður eftir byltuna en hann reyndist þó vera óslasaður.

Fílslys eru algeng á Indlandi og drápust til dæmis sjö fílar í nóvember í fyrra þegar lest ók á þá á 80 kílómetra hraða skammt frá borginni Goalpara.

Fílnum var gefið að éta á meðan beðið var eftir björgunarfólki.mynd/telegraph
Fíllinn þakkaði að sjálfsögðu fyrir sig.mynd/telegraph



Fleiri fréttir

Sjá meira


×