Erlent

Franskur þingmaður ákærður fyrir atkvæðakaup

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Serge Dassault.
Serge Dassault. Nordicphotos/AFP
Franski öldungadeildarþingmaðurinn Serge Dassault hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi keypt atkvæði í stórum stíl í einu úthverfa Parísar, Corbeil-Essonnes, þar sem hann var bæjarstjóri á árunum 1995-2009.

Dassault fór sjálfur fram á það að friðhelgi sinni sem þingmanns yrði aflétt svo hann geti svarað þessum ásökunum fyrir rétti. Hann situr á þingi fyrir UMP-flokkinn, helsta flokk miðju- og hægri manna í Frakklandi.

Þingið samþykkti svo að aflétta friðhelginni þann 12. febrúar síðastliðinn. 

Dassault er auðugur iðnjöfur. Fyrirtæki hans, sem heitir Dassault Aviation, framleiðir þotur, þar á meðal herþotur af gerðinni Rafale.

Auðæfi hans eru metin á 13 milljarða evra, eða ríflega 2.000 milljarða króna. Hann telst því vera fjórði auðugasti maður Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×