Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2014 19:44 Allir þingmenn Framsóknarflokksins að ráðherrum flokksins undanskildum vilja að skipulagsvaldið varðandi Reykjavíkurflugvöll verði tekið af borginni og fært til Alþingis. Borgarstjóri segir skipulagsmál fara í vitleysu ætli Alþingi sér að grípa inn í þau í einstökum deiumálum. Samkvæmt frumvarpi framsóknarþingmanna sem lagt var fram á Alþingi í gær væri skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar fært undir innanríkisráðherra og Alþingi, sem skipaði fimm menn í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu ráðherra, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar. Þá yrði bæði aðal- og deiliskipulag flugvallarins í höndum Alþingis. Nánast nokkrum klukkustundum eftir að framsóknarþingmenn leggja til að skipulagsvaldið verði tekið af borginni varðandi Reykjavíkurflugvöll tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, fyrstu skóflustungurnar fyrir byggingu stærri flugstjórnarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar er möguleg vegna þess skipulags sem gildir um svæðið og er einnig hluti af samkomulagi sem borgarstjóri, innanríkisráðherra og forsætisráðherra skrifuðu undir í Hörpu í október í fyrra. Borgarstjóri segir það vonda hugmynd að Alþingi grípi hugsanlega alltaf inn í varðandi deilur í skipulagsmálum. „Þá fara skipulagsmálin að vera í bútum og einhverri vitleysu. Ef það er eitthvað sem talist getur prinsipp í íslenskri pólitík þá er það að ákvarðanir í skipulagsmálum eru best teknar út frá heildarhag og heildarsýn. En af sveitarfélögum sem eru í nánustu tengslum við íbúana,“ segir Dagur. Þetta prinsipp eigi ekki að brjóta í einstökum málum. En það eykur auðvitað vikt frumvarpsins að það er lagt fram af öllum óbreyttum þingmönnum annars stjórnarflokksins.Finnst þér þetta vera frekleg afskipti af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar?„Ég held að þetta sé fyrst og fremst einhvers konar pólitískt útspil frekar en þetta sé hugsað í samhengi við það hvernig er best er að halda á vandasömum skipulagsmálum á Íslandi til langs tíma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Allir þingmenn Framsóknarflokksins að ráðherrum flokksins undanskildum vilja að skipulagsvaldið varðandi Reykjavíkurflugvöll verði tekið af borginni og fært til Alþingis. Borgarstjóri segir skipulagsmál fara í vitleysu ætli Alþingi sér að grípa inn í þau í einstökum deiumálum. Samkvæmt frumvarpi framsóknarþingmanna sem lagt var fram á Alþingi í gær væri skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar fært undir innanríkisráðherra og Alþingi, sem skipaði fimm menn í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu ráðherra, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar. Þá yrði bæði aðal- og deiliskipulag flugvallarins í höndum Alþingis. Nánast nokkrum klukkustundum eftir að framsóknarþingmenn leggja til að skipulagsvaldið verði tekið af borginni varðandi Reykjavíkurflugvöll tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, fyrstu skóflustungurnar fyrir byggingu stærri flugstjórnarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar er möguleg vegna þess skipulags sem gildir um svæðið og er einnig hluti af samkomulagi sem borgarstjóri, innanríkisráðherra og forsætisráðherra skrifuðu undir í Hörpu í október í fyrra. Borgarstjóri segir það vonda hugmynd að Alþingi grípi hugsanlega alltaf inn í varðandi deilur í skipulagsmálum. „Þá fara skipulagsmálin að vera í bútum og einhverri vitleysu. Ef það er eitthvað sem talist getur prinsipp í íslenskri pólitík þá er það að ákvarðanir í skipulagsmálum eru best teknar út frá heildarhag og heildarsýn. En af sveitarfélögum sem eru í nánustu tengslum við íbúana,“ segir Dagur. Þetta prinsipp eigi ekki að brjóta í einstökum málum. En það eykur auðvitað vikt frumvarpsins að það er lagt fram af öllum óbreyttum þingmönnum annars stjórnarflokksins.Finnst þér þetta vera frekleg afskipti af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar?„Ég held að þetta sé fyrst og fremst einhvers konar pólitískt útspil frekar en þetta sé hugsað í samhengi við það hvernig er best er að halda á vandasömum skipulagsmálum á Íslandi til langs tíma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira