Snorri segir þingmann hafa hótað sér Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. nóvember 2014 16:30 Þórunn tjáði Snorra að henni hafi þótt hann ganga of langt þegar hann sagði sataníska orku vera í kringum Framsókn. Vísir / Vilhelm / Ernir Snorri Ásmundsson listamaður segir að Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hafi haft í óbeinum hótunum við sig á listasýningu í gær. Þórunn sagðist vona að ummæli Snorra um sataníska orku í kringum Framsóknarflokkinn myndu ekki hafa áhrif á hann í framtíðinni. Myndband þar sem samtalið heyrist, þó ógreinilega, er birt á vef Séð og Heyrt. Í samtali við Vísi segist Snorri vel hafa skynjað hótunina. „Já þetta var hótun. Ég er enginn bjáni, ég þekki alveg þegar menn eru að hóta þó að þeir leiki sér með orðin,“ segir hann. „Þetta er bara yfirgangur og frekja í þessu fólki.“ Þórunn tekur þó fyrir að hafa hótað Snorra. Snorri segist hafa átt í orðaskiptum við Þórunni áður en meint hótun kom fram. „Hún kemur þarna og kynnir sig þegar ég er að opna þessa sýningu og segist vera þingkona framsóknarflokksins. Hún segist vera verulega ósátt við það sem ég sagði við Fréttablaðið um framsókn og að þetta væri ekki alveg rétt. Ég þvertók fyrir það og sagði að þetta væri algjörlega rétt hjá mér,“ segir hann um aðdragandann. Þórunn segir hinsvegar að hún hafi einungis vilja ræða við Snorra og því farið og hitt hann. „Ég óskaði honum bara velfarnaðar í hans störfum. Mín skoðun er sú að hann hafi gengið of langt með sínum orðum,“ segir hún. Þórunn segist hafa viljað segja honum það í eigin persónu en ekki fara að tjá sig um ummælin í fjölmiðlum. Hún neitar því að hótun hafi falist í orðum sínum „Nei. Ég óskaði honum bara velfarnaðar,“ segir hún og bætir við: „Ég var hreint ekki að hóta þessum manni.“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Snorri Ásmundsson listamaður segir að Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hafi haft í óbeinum hótunum við sig á listasýningu í gær. Þórunn sagðist vona að ummæli Snorra um sataníska orku í kringum Framsóknarflokkinn myndu ekki hafa áhrif á hann í framtíðinni. Myndband þar sem samtalið heyrist, þó ógreinilega, er birt á vef Séð og Heyrt. Í samtali við Vísi segist Snorri vel hafa skynjað hótunina. „Já þetta var hótun. Ég er enginn bjáni, ég þekki alveg þegar menn eru að hóta þó að þeir leiki sér með orðin,“ segir hann. „Þetta er bara yfirgangur og frekja í þessu fólki.“ Þórunn tekur þó fyrir að hafa hótað Snorra. Snorri segist hafa átt í orðaskiptum við Þórunni áður en meint hótun kom fram. „Hún kemur þarna og kynnir sig þegar ég er að opna þessa sýningu og segist vera þingkona framsóknarflokksins. Hún segist vera verulega ósátt við það sem ég sagði við Fréttablaðið um framsókn og að þetta væri ekki alveg rétt. Ég þvertók fyrir það og sagði að þetta væri algjörlega rétt hjá mér,“ segir hann um aðdragandann. Þórunn segir hinsvegar að hún hafi einungis vilja ræða við Snorra og því farið og hitt hann. „Ég óskaði honum bara velfarnaðar í hans störfum. Mín skoðun er sú að hann hafi gengið of langt með sínum orðum,“ segir hún. Þórunn segist hafa viljað segja honum það í eigin persónu en ekki fara að tjá sig um ummælin í fjölmiðlum. Hún neitar því að hótun hafi falist í orðum sínum „Nei. Ég óskaði honum bara velfarnaðar,“ segir hún og bætir við: „Ég var hreint ekki að hóta þessum manni.“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira