Innlent

Northern Future Forum verður á Íslandi 2015

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Forsætisráðherrarnir funduðu í ár í Helsinki í Finnlandi. Fundi þeirra lauk í dag.
Forsætisráðherrarnir funduðu í ár í Helsinki í Finnlandi. Fundi þeirra lauk í dag. Vísir / AFP
Northern Future Forum verður haldin á Íslandi á næsta ári og er von á forsætisráðherrum Norður-Evrópuríkja til landsins af því tilefni. Þetta kemur fram í tísti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Twitter í dag sem hann birti eftri að ráðstefnunnin, sem haldin var í Helsikini, lauk.

Ráðstefnan sem haldin verður á Íslandið árið 2015 verður sú fimmt á jafn mörgum árum. Á henni koma saman leiðtogar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands auk fulltrúa úr atvinnulífi og háskólasamfélagi viðkomandi ríkja.

„Þetta var rætt á fundi ráðherranna í hádeginu í dag og var síðan tilkynnt á loka-panelunum þar sem þeir sátu allir saman,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Ráðstefnan verður svo haldin í Noregi árið 2016. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×