Hljóðfærin þagna Guðríður Helgadóttir skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í um þrjár vikur. Undirrituð er með þrjú börn í tónlistarnámi og hefur horft upp á áhrif verkfallsins á hvert og eitt þeirra. Elsta barnið sem er á sjötta ári í píanónámi æfir enn en stendur í stað, miðbarnið er byrjandi í harmonikkunámi og hefur það viðhorf, eins og mörg börn, að það væri að æfa fyrir kennarann sinn og sér engan tilgang í að æfa út í loftið. Yngsta barnið er svo heppið að hafa kennara sem ekki er í verkfalli og eru bæði nemandi og foreldrar himinlifandi yfir því. Verkfall kennara í Félagi tónlistarskólakennara er aðgerð sem bítur fyrst og fremst á þá sem síst skyldi, ung börn sem eru að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Að koma barni að í tónlistarskóla getur stundum verið eins og að vinna í happdrætti. Tónlistarskólar landsins anna ekki eftirspurn og oft eru langir biðlistar eftir því að komast í nám. Það kostar líka sitt að mennta börn í tónlistarskólum og tekur verulega í veskið að veita börnum sínum slíka menntun. Þrátt fyrir það eru foreldrar barna í tónlistarskólum þverskurður af þjóðfélaginu. Fyrir foreldra er sérlega súrt í broti ef verkfall tónlistarkennara dregst á langinn, skólagjöldin eru ekki endurgreidd. Súrara er þó ef nemendurnir missa móðinn og hætta hreinlega í tónlistarnámi. Þá er verkfallið hætt að snúast um það að þreyta kennara til hlýðni heldur snýst það um að þreyta nemendur úr námi. Slíkt er engum stjórnvöldum sæmandi.Óskiljanlegt Í tónlistarnámi nýtur nemandinn þess að hann er einn í tímum með kennara sínum og fær athygli hans óskipta. Það gerir aftur þá kröfu á nemandann að hann undirbúi sig vel fyrir tímann. Hann lærir aga og einbeitingu. Sennilega hafa flestir foreldrar tónlistarnemenda upplifað það að þegar áhuginn kviknar og æfingum fjölgar eykst færni nemendanna og samhliða því eykst áhuginn enn frekar. Það að fara í tíma til tónlistarkennarans í hverri viku er nauðsynlegt til að þjálfa nemandann í þeim tækniatriðum sem eru til umfjöllunar hverju sinni en einnig er það mikilvægt aðhald fyrir nemandann, aðhald sem nú er ekki til staðar. Frá sjónarhóli leikmanns er óskiljanlegt hvers vegna ekki er hægt að ganga að þeim eðlilegu kröfum tónlistarkennara að þeir sitji við sama borð og aðrir kennarar, þar ætti jafnræðissjónarmið að ráða. Ég styð tónlistarkennara heils hugar í kjarabaráttu þeirra en nú er þetta verkfall farið að pirra mig. Ég er þó alls ekki pirruð út í kennarana, þeir eiga allt gott skilið og vonandi ber barátta þeirra þann árangur sem hugur þeirra stendur til. Ég er hins vegar mjög pirruð út í þá ráðamenn sem ekki veita samninganefnd sveitarfélaganna umboð til að leiða þetta verkfall til lykta nú þegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í um þrjár vikur. Undirrituð er með þrjú börn í tónlistarnámi og hefur horft upp á áhrif verkfallsins á hvert og eitt þeirra. Elsta barnið sem er á sjötta ári í píanónámi æfir enn en stendur í stað, miðbarnið er byrjandi í harmonikkunámi og hefur það viðhorf, eins og mörg börn, að það væri að æfa fyrir kennarann sinn og sér engan tilgang í að æfa út í loftið. Yngsta barnið er svo heppið að hafa kennara sem ekki er í verkfalli og eru bæði nemandi og foreldrar himinlifandi yfir því. Verkfall kennara í Félagi tónlistarskólakennara er aðgerð sem bítur fyrst og fremst á þá sem síst skyldi, ung börn sem eru að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Að koma barni að í tónlistarskóla getur stundum verið eins og að vinna í happdrætti. Tónlistarskólar landsins anna ekki eftirspurn og oft eru langir biðlistar eftir því að komast í nám. Það kostar líka sitt að mennta börn í tónlistarskólum og tekur verulega í veskið að veita börnum sínum slíka menntun. Þrátt fyrir það eru foreldrar barna í tónlistarskólum þverskurður af þjóðfélaginu. Fyrir foreldra er sérlega súrt í broti ef verkfall tónlistarkennara dregst á langinn, skólagjöldin eru ekki endurgreidd. Súrara er þó ef nemendurnir missa móðinn og hætta hreinlega í tónlistarnámi. Þá er verkfallið hætt að snúast um það að þreyta kennara til hlýðni heldur snýst það um að þreyta nemendur úr námi. Slíkt er engum stjórnvöldum sæmandi.Óskiljanlegt Í tónlistarnámi nýtur nemandinn þess að hann er einn í tímum með kennara sínum og fær athygli hans óskipta. Það gerir aftur þá kröfu á nemandann að hann undirbúi sig vel fyrir tímann. Hann lærir aga og einbeitingu. Sennilega hafa flestir foreldrar tónlistarnemenda upplifað það að þegar áhuginn kviknar og æfingum fjölgar eykst færni nemendanna og samhliða því eykst áhuginn enn frekar. Það að fara í tíma til tónlistarkennarans í hverri viku er nauðsynlegt til að þjálfa nemandann í þeim tækniatriðum sem eru til umfjöllunar hverju sinni en einnig er það mikilvægt aðhald fyrir nemandann, aðhald sem nú er ekki til staðar. Frá sjónarhóli leikmanns er óskiljanlegt hvers vegna ekki er hægt að ganga að þeim eðlilegu kröfum tónlistarkennara að þeir sitji við sama borð og aðrir kennarar, þar ætti jafnræðissjónarmið að ráða. Ég styð tónlistarkennara heils hugar í kjarabaráttu þeirra en nú er þetta verkfall farið að pirra mig. Ég er þó alls ekki pirruð út í kennarana, þeir eiga allt gott skilið og vonandi ber barátta þeirra þann árangur sem hugur þeirra stendur til. Ég er hins vegar mjög pirruð út í þá ráðamenn sem ekki veita samninganefnd sveitarfélaganna umboð til að leiða þetta verkfall til lykta nú þegar.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun