Hljóðfærin þagna Guðríður Helgadóttir skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í um þrjár vikur. Undirrituð er með þrjú börn í tónlistarnámi og hefur horft upp á áhrif verkfallsins á hvert og eitt þeirra. Elsta barnið sem er á sjötta ári í píanónámi æfir enn en stendur í stað, miðbarnið er byrjandi í harmonikkunámi og hefur það viðhorf, eins og mörg börn, að það væri að æfa fyrir kennarann sinn og sér engan tilgang í að æfa út í loftið. Yngsta barnið er svo heppið að hafa kennara sem ekki er í verkfalli og eru bæði nemandi og foreldrar himinlifandi yfir því. Verkfall kennara í Félagi tónlistarskólakennara er aðgerð sem bítur fyrst og fremst á þá sem síst skyldi, ung börn sem eru að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Að koma barni að í tónlistarskóla getur stundum verið eins og að vinna í happdrætti. Tónlistarskólar landsins anna ekki eftirspurn og oft eru langir biðlistar eftir því að komast í nám. Það kostar líka sitt að mennta börn í tónlistarskólum og tekur verulega í veskið að veita börnum sínum slíka menntun. Þrátt fyrir það eru foreldrar barna í tónlistarskólum þverskurður af þjóðfélaginu. Fyrir foreldra er sérlega súrt í broti ef verkfall tónlistarkennara dregst á langinn, skólagjöldin eru ekki endurgreidd. Súrara er þó ef nemendurnir missa móðinn og hætta hreinlega í tónlistarnámi. Þá er verkfallið hætt að snúast um það að þreyta kennara til hlýðni heldur snýst það um að þreyta nemendur úr námi. Slíkt er engum stjórnvöldum sæmandi.Óskiljanlegt Í tónlistarnámi nýtur nemandinn þess að hann er einn í tímum með kennara sínum og fær athygli hans óskipta. Það gerir aftur þá kröfu á nemandann að hann undirbúi sig vel fyrir tímann. Hann lærir aga og einbeitingu. Sennilega hafa flestir foreldrar tónlistarnemenda upplifað það að þegar áhuginn kviknar og æfingum fjölgar eykst færni nemendanna og samhliða því eykst áhuginn enn frekar. Það að fara í tíma til tónlistarkennarans í hverri viku er nauðsynlegt til að þjálfa nemandann í þeim tækniatriðum sem eru til umfjöllunar hverju sinni en einnig er það mikilvægt aðhald fyrir nemandann, aðhald sem nú er ekki til staðar. Frá sjónarhóli leikmanns er óskiljanlegt hvers vegna ekki er hægt að ganga að þeim eðlilegu kröfum tónlistarkennara að þeir sitji við sama borð og aðrir kennarar, þar ætti jafnræðissjónarmið að ráða. Ég styð tónlistarkennara heils hugar í kjarabaráttu þeirra en nú er þetta verkfall farið að pirra mig. Ég er þó alls ekki pirruð út í kennarana, þeir eiga allt gott skilið og vonandi ber barátta þeirra þann árangur sem hugur þeirra stendur til. Ég er hins vegar mjög pirruð út í þá ráðamenn sem ekki veita samninganefnd sveitarfélaganna umboð til að leiða þetta verkfall til lykta nú þegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í um þrjár vikur. Undirrituð er með þrjú börn í tónlistarnámi og hefur horft upp á áhrif verkfallsins á hvert og eitt þeirra. Elsta barnið sem er á sjötta ári í píanónámi æfir enn en stendur í stað, miðbarnið er byrjandi í harmonikkunámi og hefur það viðhorf, eins og mörg börn, að það væri að æfa fyrir kennarann sinn og sér engan tilgang í að æfa út í loftið. Yngsta barnið er svo heppið að hafa kennara sem ekki er í verkfalli og eru bæði nemandi og foreldrar himinlifandi yfir því. Verkfall kennara í Félagi tónlistarskólakennara er aðgerð sem bítur fyrst og fremst á þá sem síst skyldi, ung börn sem eru að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Að koma barni að í tónlistarskóla getur stundum verið eins og að vinna í happdrætti. Tónlistarskólar landsins anna ekki eftirspurn og oft eru langir biðlistar eftir því að komast í nám. Það kostar líka sitt að mennta börn í tónlistarskólum og tekur verulega í veskið að veita börnum sínum slíka menntun. Þrátt fyrir það eru foreldrar barna í tónlistarskólum þverskurður af þjóðfélaginu. Fyrir foreldra er sérlega súrt í broti ef verkfall tónlistarkennara dregst á langinn, skólagjöldin eru ekki endurgreidd. Súrara er þó ef nemendurnir missa móðinn og hætta hreinlega í tónlistarnámi. Þá er verkfallið hætt að snúast um það að þreyta kennara til hlýðni heldur snýst það um að þreyta nemendur úr námi. Slíkt er engum stjórnvöldum sæmandi.Óskiljanlegt Í tónlistarnámi nýtur nemandinn þess að hann er einn í tímum með kennara sínum og fær athygli hans óskipta. Það gerir aftur þá kröfu á nemandann að hann undirbúi sig vel fyrir tímann. Hann lærir aga og einbeitingu. Sennilega hafa flestir foreldrar tónlistarnemenda upplifað það að þegar áhuginn kviknar og æfingum fjölgar eykst færni nemendanna og samhliða því eykst áhuginn enn frekar. Það að fara í tíma til tónlistarkennarans í hverri viku er nauðsynlegt til að þjálfa nemandann í þeim tækniatriðum sem eru til umfjöllunar hverju sinni en einnig er það mikilvægt aðhald fyrir nemandann, aðhald sem nú er ekki til staðar. Frá sjónarhóli leikmanns er óskiljanlegt hvers vegna ekki er hægt að ganga að þeim eðlilegu kröfum tónlistarkennara að þeir sitji við sama borð og aðrir kennarar, þar ætti jafnræðissjónarmið að ráða. Ég styð tónlistarkennara heils hugar í kjarabaráttu þeirra en nú er þetta verkfall farið að pirra mig. Ég er þó alls ekki pirruð út í kennarana, þeir eiga allt gott skilið og vonandi ber barátta þeirra þann árangur sem hugur þeirra stendur til. Ég er hins vegar mjög pirruð út í þá ráðamenn sem ekki veita samninganefnd sveitarfélaganna umboð til að leiða þetta verkfall til lykta nú þegar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun