Ögmundur: Hitti beint í punginn á mér Anton Ingi Leifsson á Laugardagsvelli skrifar 4. júní 2014 22:03 Ögmundur Kristinsson stóð vakt sína vel í seinni hálfleik Vísir/Daníel Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. „Þetta var aðeins meiri stressandi en ég bjóst við, en þetta var gaman. Ég er stoltur fyrir að hafa fengið að spila og þakka landsliðsþjálfurunum traustið. Vonandi getur maður sýnt sitt rétta andlit áfram í þessu," sagði Ögmundur við fjölmiðla í leikslok. Ögmundur varði vel í upphafi síðari hálfleiks og sagði hann það hafa hjálpað honum. „Það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið að verja vel í byrjun. Helvítið á honum hitti beint í punginn á mér, það var kannski aðeins verra. En jú, þetta var mikilvægt." „Þá er það bara að stefna hærra og reyna að taka fyrsta sætið í liðinu. Það er samkeppni hjá mér, Gunnleifi og Hannesi og fleirum, en við erum einnig góðir félagar utan vallar og þetta er bara heilsteypt samkeppni." „Það var smá bras á þessu. Við vorum klárlega sterkari aðilinn í leiknum og á pappírunum, en við hefðum kannski getað útfært þetta aðeins betur." Ögmundur hefur staðið sig vel á tímabilinu og fékk verðskuldað tækifæri í íslenska liðinu í kvöld. „Það var hundfúlt að tapa gegn KR áður en maður kom hingað og maður var alveg að ströggla eftir þann leik, stutt á milli leikja og svona. Það er frábært að koma í landsliðið og góðir strákar og gaman að vera með þeim. Þetta kryddar klárlega upp á sumarið og gaman að koma á æfingar, hátt tempó og svona." „Það er öðruvísi að koma inná í hálfleik. Maður er ekki vanur því og það var gott að fá þessa "power" upphitun áður en maður kom inn." Ögmundur kvaðst vera búinn að taka lagið fyrir strákana, en það er hluti af nýliðavígslunni í landsliðinu. „Já ég er búin að því, en það er dálítið langt síðan," og aðspurður hvaða lag hann hafi sungið var Ögmundur ekki alveg viss. „Ég veit ekki alveg hvað það heitir, en ég gerði það í Frakklandi fyrir mörgum árum," svaraði kampakátur Ögmundur í leikslok. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Emil: Mögulega átt að vera einbeittari á verkefnið Emil viðurkenndi að spilamennskan í kvöld var ekki sú besta sem sést hefur hjá landsliðinu. 4. júní 2014 21:51 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins. 4. júní 2014 16:58 Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var ekkert alltof sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Eistlandi í kvöld. 4. júní 2014 21:56 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. „Þetta var aðeins meiri stressandi en ég bjóst við, en þetta var gaman. Ég er stoltur fyrir að hafa fengið að spila og þakka landsliðsþjálfurunum traustið. Vonandi getur maður sýnt sitt rétta andlit áfram í þessu," sagði Ögmundur við fjölmiðla í leikslok. Ögmundur varði vel í upphafi síðari hálfleiks og sagði hann það hafa hjálpað honum. „Það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið að verja vel í byrjun. Helvítið á honum hitti beint í punginn á mér, það var kannski aðeins verra. En jú, þetta var mikilvægt." „Þá er það bara að stefna hærra og reyna að taka fyrsta sætið í liðinu. Það er samkeppni hjá mér, Gunnleifi og Hannesi og fleirum, en við erum einnig góðir félagar utan vallar og þetta er bara heilsteypt samkeppni." „Það var smá bras á þessu. Við vorum klárlega sterkari aðilinn í leiknum og á pappírunum, en við hefðum kannski getað útfært þetta aðeins betur." Ögmundur hefur staðið sig vel á tímabilinu og fékk verðskuldað tækifæri í íslenska liðinu í kvöld. „Það var hundfúlt að tapa gegn KR áður en maður kom hingað og maður var alveg að ströggla eftir þann leik, stutt á milli leikja og svona. Það er frábært að koma í landsliðið og góðir strákar og gaman að vera með þeim. Þetta kryddar klárlega upp á sumarið og gaman að koma á æfingar, hátt tempó og svona." „Það er öðruvísi að koma inná í hálfleik. Maður er ekki vanur því og það var gott að fá þessa "power" upphitun áður en maður kom inn." Ögmundur kvaðst vera búinn að taka lagið fyrir strákana, en það er hluti af nýliðavígslunni í landsliðinu. „Já ég er búin að því, en það er dálítið langt síðan," og aðspurður hvaða lag hann hafi sungið var Ögmundur ekki alveg viss. „Ég veit ekki alveg hvað það heitir, en ég gerði það í Frakklandi fyrir mörgum árum," svaraði kampakátur Ögmundur í leikslok.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Emil: Mögulega átt að vera einbeittari á verkefnið Emil viðurkenndi að spilamennskan í kvöld var ekki sú besta sem sést hefur hjá landsliðinu. 4. júní 2014 21:51 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins. 4. júní 2014 16:58 Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var ekkert alltof sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Eistlandi í kvöld. 4. júní 2014 21:56 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Emil: Mögulega átt að vera einbeittari á verkefnið Emil viðurkenndi að spilamennskan í kvöld var ekki sú besta sem sést hefur hjá landsliðinu. 4. júní 2014 21:51
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins. 4. júní 2014 16:58
Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var ekkert alltof sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Eistlandi í kvöld. 4. júní 2014 21:56