„Við stöndum þétt að baki Bjarna“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júlí 2014 16:09 Vísir/Daníel Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir enga örvæntingu ríkja í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæmt gengi liðsins í Pepsi-deild karla að undanförnu. Fram er komið í neðsta sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 tap fyrir ÍBV í gær og hefur nú tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. Miklar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum fyrir leiktíðina og nýr þjálfari ráðinn. Bjarni Guðjónsson tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi á ferlinum og var falið það verkefni að byggja upp nýtt lið, að stærstum hluta með ungum leikmönnum með litla reynslu úr efstu deild. „Þegar við fórum af stað með þessa vinnu í haust var ákveðið að gera breytingar. Ákveðið var að lækka launakostnað og byggja liðið upp með ungum strákum, fyrst og fremst,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Öll uppbygging breyttist hjá okkur og við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta yrði erfitt. Að það yrði brekka og við erum í brekku núna. Við förum samt ekki á taugum vegna þess,“ bætir Sverrir við.Leikmenn Fram fagna marki í sumar.Vísir/ValliHann segir að leikmenn liðsins öðlist nú dýrmæta reynslu í efstu deild, enda hafi þeir komið til Fram til að spila leiki í Pepsi-deild karla. „Það er engin örvænting hjá okkur. Við stöndum þétt að baki þjálfara okkar og ekki síst leikmönnunum sjálfum,“ segir Sverrir og bætir við að liðið ætli sér ekki að „koma með neinar reddingar“ af leikmannamarkaðnum. „Það er ekkert sérstakt sem við erum að skoða á leikmannamarkaðnum. Okkur hefur gengið illa að skora en Guðmundur Steinn [Hafsteinsson] hefur lítið spilað vegna meiðsla og er að verða tilbúinn aftur. Hann kemur fljótlega inn í liðið.“Ögmundur Kristinsson var lykilmaður í liði Fram áður en hann hélt til Randers í Danmörku.Vísir/DaníelÖgmundur Kristinsson yfirgaf herbúðir Fram á dögunum en Sverrir segir að það sé ekki endilega á dagskránni að fá nýjan markvörð. „Hörður Fannar [Björgvinsson] er nú orðinn okkar aðalmarkvörður þó svo að hann sé ungur að árum og fái tækifærið fyrr en áætlað var. Hann hefur staðið sig frábærlega,“ segir Sverrir og segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Frederik Schram, markvörður U-21 liðs Íslands, sé á leið til félagsins. Sverrir ítrekar að hafist hafi verið handa við að byggja upp nýtt lið í haust og að ekki verði breytt um stefnu nú. „Það getur kostað dýfur - hvort sem það þýðir að við munum falla eða ekki. Við ætlum okkur að byggja upp gott lið og hugsa til framtíðar.“ „Þetta kostar baráttu og vinnu. Allir verða að standa saman í félaginu og það er styrkur Fram að menn standa saman þegar á reynir. Auðvitað eru óánægjuraddir inn á milli eins og gengur að gerist en við munum ekki hvika frá okkar stefnu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur hættur hjá Fram Fram hefur sagt upp samningi Björgólfs Takefusa við félagið og tekur uppsögnin gildi nú þegar. Honum var tilkynnt þetta á fundi með formanni félagsins, Sverri Einarssyni, í dag. 15. júlí 2014 15:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 1-3 | Öruggt í Laugardalnum Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan sigur á Fram í Laugardalnum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Bjarni: Ætla að fá markvörð Framarar ætla að fá sér markvörð í samkeppni við Hörð Fannar. 17. júlí 2014 16:45 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir enga örvæntingu ríkja í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæmt gengi liðsins í Pepsi-deild karla að undanförnu. Fram er komið í neðsta sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 tap fyrir ÍBV í gær og hefur nú tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. Miklar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum fyrir leiktíðina og nýr þjálfari ráðinn. Bjarni Guðjónsson tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi á ferlinum og var falið það verkefni að byggja upp nýtt lið, að stærstum hluta með ungum leikmönnum með litla reynslu úr efstu deild. „Þegar við fórum af stað með þessa vinnu í haust var ákveðið að gera breytingar. Ákveðið var að lækka launakostnað og byggja liðið upp með ungum strákum, fyrst og fremst,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Öll uppbygging breyttist hjá okkur og við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta yrði erfitt. Að það yrði brekka og við erum í brekku núna. Við förum samt ekki á taugum vegna þess,“ bætir Sverrir við.Leikmenn Fram fagna marki í sumar.Vísir/ValliHann segir að leikmenn liðsins öðlist nú dýrmæta reynslu í efstu deild, enda hafi þeir komið til Fram til að spila leiki í Pepsi-deild karla. „Það er engin örvænting hjá okkur. Við stöndum þétt að baki þjálfara okkar og ekki síst leikmönnunum sjálfum,“ segir Sverrir og bætir við að liðið ætli sér ekki að „koma með neinar reddingar“ af leikmannamarkaðnum. „Það er ekkert sérstakt sem við erum að skoða á leikmannamarkaðnum. Okkur hefur gengið illa að skora en Guðmundur Steinn [Hafsteinsson] hefur lítið spilað vegna meiðsla og er að verða tilbúinn aftur. Hann kemur fljótlega inn í liðið.“Ögmundur Kristinsson var lykilmaður í liði Fram áður en hann hélt til Randers í Danmörku.Vísir/DaníelÖgmundur Kristinsson yfirgaf herbúðir Fram á dögunum en Sverrir segir að það sé ekki endilega á dagskránni að fá nýjan markvörð. „Hörður Fannar [Björgvinsson] er nú orðinn okkar aðalmarkvörður þó svo að hann sé ungur að árum og fái tækifærið fyrr en áætlað var. Hann hefur staðið sig frábærlega,“ segir Sverrir og segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Frederik Schram, markvörður U-21 liðs Íslands, sé á leið til félagsins. Sverrir ítrekar að hafist hafi verið handa við að byggja upp nýtt lið í haust og að ekki verði breytt um stefnu nú. „Það getur kostað dýfur - hvort sem það þýðir að við munum falla eða ekki. Við ætlum okkur að byggja upp gott lið og hugsa til framtíðar.“ „Þetta kostar baráttu og vinnu. Allir verða að standa saman í félaginu og það er styrkur Fram að menn standa saman þegar á reynir. Auðvitað eru óánægjuraddir inn á milli eins og gengur að gerist en við munum ekki hvika frá okkar stefnu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur hættur hjá Fram Fram hefur sagt upp samningi Björgólfs Takefusa við félagið og tekur uppsögnin gildi nú þegar. Honum var tilkynnt þetta á fundi með formanni félagsins, Sverri Einarssyni, í dag. 15. júlí 2014 15:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 1-3 | Öruggt í Laugardalnum Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan sigur á Fram í Laugardalnum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Bjarni: Ætla að fá markvörð Framarar ætla að fá sér markvörð í samkeppni við Hörð Fannar. 17. júlí 2014 16:45 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Björgólfur hættur hjá Fram Fram hefur sagt upp samningi Björgólfs Takefusa við félagið og tekur uppsögnin gildi nú þegar. Honum var tilkynnt þetta á fundi með formanni félagsins, Sverri Einarssyni, í dag. 15. júlí 2014 15:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 1-3 | Öruggt í Laugardalnum Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan sigur á Fram í Laugardalnum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01
Bjarni: Ætla að fá markvörð Framarar ætla að fá sér markvörð í samkeppni við Hörð Fannar. 17. júlí 2014 16:45
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti