Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd 12. ágúst 2014 14:00 Almarr Ormarsson skoraði bæði mörk KR gegn Keflavík. Vísir/Arnþór Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Stjarnan náði FH að stigum með dramatískum sigri á Þór. Blikar gerðu enn eitt jafnteflið og Framarar unnu annan leikinn í röð. Þá unnu KR-ingar general-prufuna fyrir bikarúrslitaleikinn.Umfjöllun, viðtöl og einkunnir úr öllum sex leikjum umferðarinnar:ÍBV - FHFylkir - VíkingurFram - ValurFjölnir - BreiðablikKR - KeflavíkStjarnan - ÞórStjörnumenn jöfnuðu FH-inga að stigum á toppi deildarinnar.Vísir/ArnþórGóð umferð fyrir ...... Jóhannes Karl Guðjónsson Jóhannes Karl hefur ekki náð sér á strik í sumar og verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína. Hann hefur hins vegar vaknað til lífsins í tveimur síðustu leikjum. Hann lagði upp fyrra mark Fram gegn Þór í síðustu umferð og átti svo sinn besta leik í sumar gegn Val í gær. Jóhannes Karl var líflegur, átti hættuleg skot, dreifði spilinu vel og hjálpaði Frömurum að vinna sinn annan leik í röð.... Stjörnuna Stjörnumenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu, enda hafa þeir gert gott mót, bæði í Pepsi-deildinni og forkeppni Evrópudeildarinnar. Það munaði hins vegar minnstu að þeir töpuðu tveimur dýrmætum stigum gegn botnliði Þórs á Samsung-vellinum í gær. Stjörnumenn reyndu og reyndu og skutu og skutu á markið, en Sandor Matus átti frábæran leik í marki Þórs. Það var loks í uppbótartíma sem Pablo Punyed tókst að sigrast á Ungverjanum með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp að hlið FH-inga á toppi deildarinnar.... Almarr Ormarsson Almarr átti erfitt uppdráttar framan af sumri, en hann hefur verið að koma til að undanförnu. Almarr fékk tækifæri í byrjunarliði KR gegn Keflavík og þakkaði fyrir sig með tveimur mörkin, en það seinna var sérlega smekklegt. Almarr gerir sterkt tilkall til að byrja bikarúrslitaleikinn eftir þessa frammistöðu.Vond umferð fyrir ...... Fjalar Þorgeirsson Eftir leik Vals og Fjölnis í síðustu umferð efaðist Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna, um framtíð Fjalars Þorgeirssonar, markmanns Valsmanna, í efstu deild. Fjalar gerði ekkert til að afsanna þá kenningu í gær. Hann færði Frömurum sigurmarkið á silfurfati þegar hann sló skot Orra Gunnarssonar upp í loftið. Ingiberg Ólafur Jónsson var fyrstur að átta sig og skallaði boltann í netið. Það verður áhugavert að sjá hvort Fjalar verði í markinu gegn Stjörnunni í næstu umferð.... Breiðablik Blikar gerðu sitt níunda jafntefli gegn Fjölni í gær, en Kópavogsliðið situr í 8. sæti deildarinnar með aðeins 15 stig. Enn og aftur misstu Blikar niður forystu, en eins og Guðmundur Benediktsson sagði í viðtali eftir leikinn virðist hreinlega slökkna á Blikaliðinu þegar þeir komast yfir.... Keflavík Það hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina hjá Keflavík eftir góða byrjun. Keflavík vann fyrstu þrjá leiki sína í deildinni, en síðan hafa þeir aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum. Eftir tapið gegn KR í gær munar aðeins fjórum stigum á Keflavík og ÍBV sem situr í 11. og næstneðsta sæti.Albert Ingason kom Fylki yfir gegn Víkingi.Vísir/VilhelmTölfræðin:FH hefur aðeins einu sinni áður farið taplaust í gegnum fjórtán fyrstu deildarleiki sína á sumri - sumarið 2005 þegar FH varð Íslandsmeistari í annað sinn í sögu félagsins.Þrjú síðustu mörkin sem FH hefur fengið á sig hafa verið skoruð með skalla.FH er eina Pepsi-deildarliðið sem hefur skorað í öllum deildarleikjum sínum í sumar.Jonathan Glenn skoraði í fimmta deildarleiknum sínum í röð á Hásteinsvellinum.Víkingar léku síðast fjóra leiki í röð í efstu deild án þess að tapa i maí og júní 2006.Fylkismenn hafa náð í 10 af 15 stigum sínum í Pepsi-deild karla í sumar í leikjum á móti ÍBV og Víkingi.Í öðrum heimaleik Fjölnis í röð kom leikmaður inná sem varamaður og skoraði í sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni; Ágúst Örn Arnarson skoraði eftir 2 mínútur á móti Þór og Mark Charles Magee eftir 15 mínútur gegn Blikum í kvöld.Árni Vilhjálmsson er búinn að koma Blikum fjórum sinnum í 1-0 í Pepsi-deildinni í sumar en þeir hafa ekki unnið einn af þessum fjórum leikjum.Fram vann sinn fyrsta deildarleik á Laugardalsvellinum síðan 11. ágúst 2013 eða fyrir nákvæmlega einu ári síðan.Denis Cardaklija hefur haldið markið sínu hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum í Pepsi-deild karla.KR er með 15 stig og markatöluna 11-0 í síðustu 5 deildarleikjum sínum við Keflavík.Átta síðustu mörk KR-inga í Pepsi-deildinni á KR-vellinum hafa komið í seinni hálfleik.Arnar Már Björgvinsson er búinn að skora eða leggja upp mark í öllum fjórum deildarleikjum Stjörnunnar síðan að Jeppe Hansen yfirgaf félagið.Þór er aðeins búið að ná í 1 stig í 7 útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar.Stjörnumenn eru búnir að skora tvö mörk eða fleiri í átta leikjum í röð í Pepsi-deildinni.KR og Keflavík mætast aftur á laugardaginn í úrslitaleik Borgunarbikarsins.Vísir/ArnþórSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvellinum: „Kristinn Jóhannes Magnússon kvæntist í gær. Hann er í byrjunarliði Víkings. Vonandi situr brúkaupsnóttin ekki í honum.“Tómas Þór Þórðarson á Laugardalsvellinum: „Guðmundur Steinn er utan vallar. Virðist vera með gat á höfðinu. Sjúkraþjálfari Framara setur á hann sárabindasmokkhúfu.“Ingvi Þór Sæmundsson á Fjölnisvellinum:„Leikmenn liðanna skiptast á að brjóta á hverjum öðrum. Annars er lítið að frétta.“Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvellinum: „403 áhorfendur eru á leiknum en um 300 manns fóru í kaffi í hálfleik.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Almarr Ormarsson, KR - 8 Dofri Snorrason, Víkingi - 3 Ventseslav Ivanov, Víkingi - 3 Fjalar Þorgeirsson, Val - 3 Hlynur Atli Magnússon, Þór - 3 Sigurður Marinó Kristjánsson, Þór - 3Umræðan #pepsi365Haldið forsíðunni. Palli Gísla fór úr úlpunni!!! Hljóta að vera 200 gráður í Gbæ. #pepsi365— Henry Birgir (@henrybirgir) August 11, 2014 Veigar The Entertainer! #star #Pepsi365 #quality— Teitur Örlygsson (@teitur11) August 11, 2014 Tríóið á Laugardalsvelli fær eitt flennistórt F á einkunnaspjaldið fyrir fyrstu 45 #pepsi365— Ómar Örn Ólafsson (@omardiego) August 11, 2014 Hvenær kemur rappplatan hans Kristjáns út? #pepsi365 #homies— Bergmann Guðmundsson (@BergmannGudm) August 11, 2014 Maður umferðarinnar var strákurinn bakvið Gumma Ben í viðtalinu eftir leik! #Pepsi365 #fotbolti— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) August 11, 2014 Pepsi Max vélin Atvik 15. umferðar Mark 15. umferðar Markasyrpan Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Stjarnan náði FH að stigum með dramatískum sigri á Þór. Blikar gerðu enn eitt jafnteflið og Framarar unnu annan leikinn í röð. Þá unnu KR-ingar general-prufuna fyrir bikarúrslitaleikinn.Umfjöllun, viðtöl og einkunnir úr öllum sex leikjum umferðarinnar:ÍBV - FHFylkir - VíkingurFram - ValurFjölnir - BreiðablikKR - KeflavíkStjarnan - ÞórStjörnumenn jöfnuðu FH-inga að stigum á toppi deildarinnar.Vísir/ArnþórGóð umferð fyrir ...... Jóhannes Karl Guðjónsson Jóhannes Karl hefur ekki náð sér á strik í sumar og verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína. Hann hefur hins vegar vaknað til lífsins í tveimur síðustu leikjum. Hann lagði upp fyrra mark Fram gegn Þór í síðustu umferð og átti svo sinn besta leik í sumar gegn Val í gær. Jóhannes Karl var líflegur, átti hættuleg skot, dreifði spilinu vel og hjálpaði Frömurum að vinna sinn annan leik í röð.... Stjörnuna Stjörnumenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu, enda hafa þeir gert gott mót, bæði í Pepsi-deildinni og forkeppni Evrópudeildarinnar. Það munaði hins vegar minnstu að þeir töpuðu tveimur dýrmætum stigum gegn botnliði Þórs á Samsung-vellinum í gær. Stjörnumenn reyndu og reyndu og skutu og skutu á markið, en Sandor Matus átti frábæran leik í marki Þórs. Það var loks í uppbótartíma sem Pablo Punyed tókst að sigrast á Ungverjanum með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp að hlið FH-inga á toppi deildarinnar.... Almarr Ormarsson Almarr átti erfitt uppdráttar framan af sumri, en hann hefur verið að koma til að undanförnu. Almarr fékk tækifæri í byrjunarliði KR gegn Keflavík og þakkaði fyrir sig með tveimur mörkin, en það seinna var sérlega smekklegt. Almarr gerir sterkt tilkall til að byrja bikarúrslitaleikinn eftir þessa frammistöðu.Vond umferð fyrir ...... Fjalar Þorgeirsson Eftir leik Vals og Fjölnis í síðustu umferð efaðist Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna, um framtíð Fjalars Þorgeirssonar, markmanns Valsmanna, í efstu deild. Fjalar gerði ekkert til að afsanna þá kenningu í gær. Hann færði Frömurum sigurmarkið á silfurfati þegar hann sló skot Orra Gunnarssonar upp í loftið. Ingiberg Ólafur Jónsson var fyrstur að átta sig og skallaði boltann í netið. Það verður áhugavert að sjá hvort Fjalar verði í markinu gegn Stjörnunni í næstu umferð.... Breiðablik Blikar gerðu sitt níunda jafntefli gegn Fjölni í gær, en Kópavogsliðið situr í 8. sæti deildarinnar með aðeins 15 stig. Enn og aftur misstu Blikar niður forystu, en eins og Guðmundur Benediktsson sagði í viðtali eftir leikinn virðist hreinlega slökkna á Blikaliðinu þegar þeir komast yfir.... Keflavík Það hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina hjá Keflavík eftir góða byrjun. Keflavík vann fyrstu þrjá leiki sína í deildinni, en síðan hafa þeir aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum. Eftir tapið gegn KR í gær munar aðeins fjórum stigum á Keflavík og ÍBV sem situr í 11. og næstneðsta sæti.Albert Ingason kom Fylki yfir gegn Víkingi.Vísir/VilhelmTölfræðin:FH hefur aðeins einu sinni áður farið taplaust í gegnum fjórtán fyrstu deildarleiki sína á sumri - sumarið 2005 þegar FH varð Íslandsmeistari í annað sinn í sögu félagsins.Þrjú síðustu mörkin sem FH hefur fengið á sig hafa verið skoruð með skalla.FH er eina Pepsi-deildarliðið sem hefur skorað í öllum deildarleikjum sínum í sumar.Jonathan Glenn skoraði í fimmta deildarleiknum sínum í röð á Hásteinsvellinum.Víkingar léku síðast fjóra leiki í röð í efstu deild án þess að tapa i maí og júní 2006.Fylkismenn hafa náð í 10 af 15 stigum sínum í Pepsi-deild karla í sumar í leikjum á móti ÍBV og Víkingi.Í öðrum heimaleik Fjölnis í röð kom leikmaður inná sem varamaður og skoraði í sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni; Ágúst Örn Arnarson skoraði eftir 2 mínútur á móti Þór og Mark Charles Magee eftir 15 mínútur gegn Blikum í kvöld.Árni Vilhjálmsson er búinn að koma Blikum fjórum sinnum í 1-0 í Pepsi-deildinni í sumar en þeir hafa ekki unnið einn af þessum fjórum leikjum.Fram vann sinn fyrsta deildarleik á Laugardalsvellinum síðan 11. ágúst 2013 eða fyrir nákvæmlega einu ári síðan.Denis Cardaklija hefur haldið markið sínu hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum í Pepsi-deild karla.KR er með 15 stig og markatöluna 11-0 í síðustu 5 deildarleikjum sínum við Keflavík.Átta síðustu mörk KR-inga í Pepsi-deildinni á KR-vellinum hafa komið í seinni hálfleik.Arnar Már Björgvinsson er búinn að skora eða leggja upp mark í öllum fjórum deildarleikjum Stjörnunnar síðan að Jeppe Hansen yfirgaf félagið.Þór er aðeins búið að ná í 1 stig í 7 útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar.Stjörnumenn eru búnir að skora tvö mörk eða fleiri í átta leikjum í röð í Pepsi-deildinni.KR og Keflavík mætast aftur á laugardaginn í úrslitaleik Borgunarbikarsins.Vísir/ArnþórSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvellinum: „Kristinn Jóhannes Magnússon kvæntist í gær. Hann er í byrjunarliði Víkings. Vonandi situr brúkaupsnóttin ekki í honum.“Tómas Þór Þórðarson á Laugardalsvellinum: „Guðmundur Steinn er utan vallar. Virðist vera með gat á höfðinu. Sjúkraþjálfari Framara setur á hann sárabindasmokkhúfu.“Ingvi Þór Sæmundsson á Fjölnisvellinum:„Leikmenn liðanna skiptast á að brjóta á hverjum öðrum. Annars er lítið að frétta.“Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvellinum: „403 áhorfendur eru á leiknum en um 300 manns fóru í kaffi í hálfleik.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Almarr Ormarsson, KR - 8 Dofri Snorrason, Víkingi - 3 Ventseslav Ivanov, Víkingi - 3 Fjalar Þorgeirsson, Val - 3 Hlynur Atli Magnússon, Þór - 3 Sigurður Marinó Kristjánsson, Þór - 3Umræðan #pepsi365Haldið forsíðunni. Palli Gísla fór úr úlpunni!!! Hljóta að vera 200 gráður í Gbæ. #pepsi365— Henry Birgir (@henrybirgir) August 11, 2014 Veigar The Entertainer! #star #Pepsi365 #quality— Teitur Örlygsson (@teitur11) August 11, 2014 Tríóið á Laugardalsvelli fær eitt flennistórt F á einkunnaspjaldið fyrir fyrstu 45 #pepsi365— Ómar Örn Ólafsson (@omardiego) August 11, 2014 Hvenær kemur rappplatan hans Kristjáns út? #pepsi365 #homies— Bergmann Guðmundsson (@BergmannGudm) August 11, 2014 Maður umferðarinnar var strákurinn bakvið Gumma Ben í viðtalinu eftir leik! #Pepsi365 #fotbolti— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) August 11, 2014 Pepsi Max vélin Atvik 15. umferðar Mark 15. umferðar Markasyrpan
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira