Erlent

Tælenski herinn tekur völdin

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Tælenskur herhöfðingi tilkynnti í dag að her landsins hefði hrifsað til sín völdin.

Hershöfðinginn, Prayuth Chan-ocha, sagði yfirtökuna lið í því að koma aftur á stöðugleika í landinu eftir um sex mánaða vargöld sem ríkt hefur í landinu.

Kemur þessi tilkynning í kjölfar herlagana sem komið var á síðastliðinn þriðjudag og tveggja daga samningaviðræðna milli stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka landsins þar sem leitað var lausna á ástandi landsins.

Upphaf þessara átaka má rekja til ákvörðunar þáverandi forsætisráðherra landsins, Yingluck Shinawatra, að leysa upp neðri deild þingsins í kjölfar kröfu stjórnarandstæðinga um að hún stígi til hliðar.

Var hún ásökuð um að vera handbendi bróður síns Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem steypt var af stóli árið 2006 en er nú í sjálfskipaðri útlegð til að forðast fangelsdóm.

Valdatakan sem herinn tilkynnti í dag er sú tólfta síðan að konungseinveldi Tælands lauk árið 1932.

Frekari upplýsingar má nálgast á vef The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×