Íslenski boltinn

Dani á leiðinni til Stjörnunnar á reynslu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Casper Andersen.
Casper Andersen. mynd/AB-fodbold.dk
Stjarnan fær í vikunni danska varnarmanninn  til reynslu Casper Andersen en þetta staðfesti Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, við Fótbolta.net í dag.

Casper Andersen, sem er 31 árs, kemur til landsins á miðvikudaginn og æfir með liðinu í viku.

Þá mun Andersen leika með Stjörnunni gegn Haukum á Fótbolta.net mótinu á laugardaginn sem og á þriðjudaginn gegn Skagamönnum.

„Það verður fínt að skoða þennan strák í þessum tveimur leikjum. Þetta er víst algjört naut,“ sagði Rúnar Páll, í samtal við Fótbolta.net.

Casper á að baki 151 deildarleik í dönsku fyrstu deildinni með AB en hann hefur síðustu 18 mánuðina leikið með ástralska liðinu Oakleigh Cannons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×