Erlent

Ávörpuðu varaforseta þingsins með „Shalom!“

Atli Ísleifsson skrifar
Björn Söder er þingmaður Svíþjóðardemókrata og varaforseti þingsins.
Björn Söder er þingmaður Svíþjóðardemókrata og varaforseti þingsins. Vísir/Sverigedemokraterna
Sænskir þingmenn hafa nokkrir ávarpað Björn Söder, þingmann Svíþjóðardemókrata og einn varaforseta sænska þingsins, með því að heilsa honum í forsetastólnum á hebresku og tungu Samafólks.

Margir hafa kallað eftir afsögn Söders eftir að hann sagði í viðtali við Dagens Nyheter að gyðingar og Samar væru ekki Svíar. Á mánudaginn neitaði Rossana Dinamarca, þingmaður Vinstriflokksins, að ávarpa Söder sem „herra forseti“ þegar hún hóf ræðu sína. Eftir að Söder benti Dinamarca á að henni bæri að ávarpa hann sem „herra forseta“ sagði hún „þú ert ekki minn forseti“.

Í dag héldu mótmælin svo áfram. Jan Lindblom, þingmaður Græningja, hóf ræðu sína með því að segja „herra forseti“ á norðursamísku.

„Riihkabeaivvi sardnideaddji,“ sagði Lindblom.

„Shalom herra forseti,“ sagði svo Karin Rågsjö, þingmaður Vinstriflokksins, nokkru seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×