Sveitalubbi fer í framboð Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 30. maí 2014 14:02 Ég er óttalegur sveitalubbi en hef samt ekki búið lengur í sveit en sumarlangt. Mér finnst sveitin yndisleg og kyrrlát. Mér finnst skemmtilegra að liggja hjá litlum læk en fara í bíó. Ég vil heldur djöflast í heyskap en hlaupa maraþon. Ég vil frekar anda að mér hrossataðslykt en verja síðdegi á ilmvatnsbarnum í Hagkaup, efri hæð. Allir barir og bjórar heims blikna hjá stjörnubjartri vetrarnótt utan bæjarmarkanna. Samt elska ég Reykjavík svo mikið að ég hef samið um hana heilu drápurnar. Hún er full af fólki, augnablikum, litum. Og því miður: Eymd. Ekki sams konar eymd og kálfurinn minn hún Skutla upplifði þegar ég gaf henni pelamjólk í staðinn fyrir að skutla henni á spena eins og hún átti von á. Eða eymdina sem umlukti mig þegar ég fann ekki Skutlu mína einn daginn en rakst svo utan í afskorinn hausinn af henni þegar ég þreifaði mig eftir rennibekknum í rökkrinu inni á verkstæði. Frekar þessi vonleysislega eymd sem ýlfrar: Það hlustar enginn á mig. Ég elska Reykjavík en ég er ekki alltaf dús við hana. Hvers vegna eru svona margir Reykvíkingar í þeim sporum að eygja litla sem enga von um að nokkurn tímann verði hlustað á þá? Sem sveitalubbi get ég ekki sætt mig við það enda fékk ég haminn af Skutlu með heim um haustið til að súta hann. Enginn er dauður fyrr en hann er dauður og jafnvel ekki þá. Við getum og eigum að hjálpa fólki til upprisunnar sem felst í valdeflingu, hlustun, raunverulegum lýðræðisúrbótum. Það vilja Píratar allra helst fyrir Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ég er óttalegur sveitalubbi en hef samt ekki búið lengur í sveit en sumarlangt. Mér finnst sveitin yndisleg og kyrrlát. Mér finnst skemmtilegra að liggja hjá litlum læk en fara í bíó. Ég vil heldur djöflast í heyskap en hlaupa maraþon. Ég vil frekar anda að mér hrossataðslykt en verja síðdegi á ilmvatnsbarnum í Hagkaup, efri hæð. Allir barir og bjórar heims blikna hjá stjörnubjartri vetrarnótt utan bæjarmarkanna. Samt elska ég Reykjavík svo mikið að ég hef samið um hana heilu drápurnar. Hún er full af fólki, augnablikum, litum. Og því miður: Eymd. Ekki sams konar eymd og kálfurinn minn hún Skutla upplifði þegar ég gaf henni pelamjólk í staðinn fyrir að skutla henni á spena eins og hún átti von á. Eða eymdina sem umlukti mig þegar ég fann ekki Skutlu mína einn daginn en rakst svo utan í afskorinn hausinn af henni þegar ég þreifaði mig eftir rennibekknum í rökkrinu inni á verkstæði. Frekar þessi vonleysislega eymd sem ýlfrar: Það hlustar enginn á mig. Ég elska Reykjavík en ég er ekki alltaf dús við hana. Hvers vegna eru svona margir Reykvíkingar í þeim sporum að eygja litla sem enga von um að nokkurn tímann verði hlustað á þá? Sem sveitalubbi get ég ekki sætt mig við það enda fékk ég haminn af Skutlu með heim um haustið til að súta hann. Enginn er dauður fyrr en hann er dauður og jafnvel ekki þá. Við getum og eigum að hjálpa fólki til upprisunnar sem felst í valdeflingu, hlustun, raunverulegum lýðræðisúrbótum. Það vilja Píratar allra helst fyrir Reykjavík.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun