Sveitalubbi fer í framboð Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 30. maí 2014 14:02 Ég er óttalegur sveitalubbi en hef samt ekki búið lengur í sveit en sumarlangt. Mér finnst sveitin yndisleg og kyrrlát. Mér finnst skemmtilegra að liggja hjá litlum læk en fara í bíó. Ég vil heldur djöflast í heyskap en hlaupa maraþon. Ég vil frekar anda að mér hrossataðslykt en verja síðdegi á ilmvatnsbarnum í Hagkaup, efri hæð. Allir barir og bjórar heims blikna hjá stjörnubjartri vetrarnótt utan bæjarmarkanna. Samt elska ég Reykjavík svo mikið að ég hef samið um hana heilu drápurnar. Hún er full af fólki, augnablikum, litum. Og því miður: Eymd. Ekki sams konar eymd og kálfurinn minn hún Skutla upplifði þegar ég gaf henni pelamjólk í staðinn fyrir að skutla henni á spena eins og hún átti von á. Eða eymdina sem umlukti mig þegar ég fann ekki Skutlu mína einn daginn en rakst svo utan í afskorinn hausinn af henni þegar ég þreifaði mig eftir rennibekknum í rökkrinu inni á verkstæði. Frekar þessi vonleysislega eymd sem ýlfrar: Það hlustar enginn á mig. Ég elska Reykjavík en ég er ekki alltaf dús við hana. Hvers vegna eru svona margir Reykvíkingar í þeim sporum að eygja litla sem enga von um að nokkurn tímann verði hlustað á þá? Sem sveitalubbi get ég ekki sætt mig við það enda fékk ég haminn af Skutlu með heim um haustið til að súta hann. Enginn er dauður fyrr en hann er dauður og jafnvel ekki þá. Við getum og eigum að hjálpa fólki til upprisunnar sem felst í valdeflingu, hlustun, raunverulegum lýðræðisúrbótum. Það vilja Píratar allra helst fyrir Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er óttalegur sveitalubbi en hef samt ekki búið lengur í sveit en sumarlangt. Mér finnst sveitin yndisleg og kyrrlát. Mér finnst skemmtilegra að liggja hjá litlum læk en fara í bíó. Ég vil heldur djöflast í heyskap en hlaupa maraþon. Ég vil frekar anda að mér hrossataðslykt en verja síðdegi á ilmvatnsbarnum í Hagkaup, efri hæð. Allir barir og bjórar heims blikna hjá stjörnubjartri vetrarnótt utan bæjarmarkanna. Samt elska ég Reykjavík svo mikið að ég hef samið um hana heilu drápurnar. Hún er full af fólki, augnablikum, litum. Og því miður: Eymd. Ekki sams konar eymd og kálfurinn minn hún Skutla upplifði þegar ég gaf henni pelamjólk í staðinn fyrir að skutla henni á spena eins og hún átti von á. Eða eymdina sem umlukti mig þegar ég fann ekki Skutlu mína einn daginn en rakst svo utan í afskorinn hausinn af henni þegar ég þreifaði mig eftir rennibekknum í rökkrinu inni á verkstæði. Frekar þessi vonleysislega eymd sem ýlfrar: Það hlustar enginn á mig. Ég elska Reykjavík en ég er ekki alltaf dús við hana. Hvers vegna eru svona margir Reykvíkingar í þeim sporum að eygja litla sem enga von um að nokkurn tímann verði hlustað á þá? Sem sveitalubbi get ég ekki sætt mig við það enda fékk ég haminn af Skutlu með heim um haustið til að súta hann. Enginn er dauður fyrr en hann er dauður og jafnvel ekki þá. Við getum og eigum að hjálpa fólki til upprisunnar sem felst í valdeflingu, hlustun, raunverulegum lýðræðisúrbótum. Það vilja Píratar allra helst fyrir Reykjavík.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar