Ætlar ekki að biðja neytendur afsökunar strax Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. september 2014 18:03 „Mjólkursamsalan á allt undir velvild og tryggð og trúnaði við neytendur. Ef fyrirtækinu verður á í messunni þá vitaskuld biðst það afsökunar. Við teljum hins vegar að Samkeppnisefitrlitið hafi í þessu máli farið villu vegar,“ segir Einar Sigurðsson forstjóri MS. Rætt var við Einar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið með því að smella á myndskeið með frétt eða hér. Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir króna sl. mánudag fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu samkvæmt 11. gr. samkeppnislaga með því að veikja keppinauta sína, Mjólku ehf. og Mjólkurbúið Kú ehf. með því að selja þeim hrámjólk á 17 prósent hærra verði en MS seldi tengdum fyrirtækjum, eins og Kaupfélagi Skagfirðinga (KS). Var þessi mismunun í hráefnisverði til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til KS. Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir: „(T)elur Samkeppniseftirlitið að MS hafi ekki sett fram nein rök sem geti réttlætt þessa mismunun í verði.“ Brot gegn 11. gr. samkeppnislaga á sér stað óháð því hvort um er að kenna gáleysi eða ásetning hins brotlega fyrirtækis. Samkeppnislagabrot af þessu tagi bitna fyrst og fremst á neytendum og eru því eiginleg lögbrot gegn almenningi. Einar Sigurðsson segir að MS muni ekki velta kostnaðinum af samkeppnislagabrotunum út í verðlag. Fyrirtækið muni meta hvernig eigi að bregðast við þegar niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggur fyrir en MS hefur þegar vísað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þangað. „Við höfum ekki litið til þess að þetta verði niðurstaðan. Við gerum ráð fyrir því vegna þess hvernig við teljum málið vaxið, að niðurstaðan verði allt önnur í áfrýjuninni,“ segir Einar. Tengdar fréttir „Fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er fús til að taka umræðu um búvörusamningana á Alþingi og segist alls ekki hræddur við þá umræðu. 25. september 2014 07:00 Sérréttindarisinn er með yfirgang Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. 24. september 2014 06:00 Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21 Telur búvörulög skila árangri Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, telur það kerfi sem við búum við í dag hafa skilað um tveimur milljörðum til neytenda árlega. 25. september 2014 07:00 Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12 Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 Þykir ekkert að tvöföldu verði Þess er minnst nú að fyrir tíu árum varð Alþingi að vilja þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, og samþykkti að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði væri heimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga. 25. september 2014 14:00 „Eðlilegt að Mjólka greiddi hærra verð“ Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, telur eðlilegt að fyrirtæki utan MS borgi hærra verð fyrir mjólkina en aðrir aðilar á markaði. "Fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi,“ segir Egill. 25. september 2014 07:00 MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40 Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
„Mjólkursamsalan á allt undir velvild og tryggð og trúnaði við neytendur. Ef fyrirtækinu verður á í messunni þá vitaskuld biðst það afsökunar. Við teljum hins vegar að Samkeppnisefitrlitið hafi í þessu máli farið villu vegar,“ segir Einar Sigurðsson forstjóri MS. Rætt var við Einar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið með því að smella á myndskeið með frétt eða hér. Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir króna sl. mánudag fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu samkvæmt 11. gr. samkeppnislaga með því að veikja keppinauta sína, Mjólku ehf. og Mjólkurbúið Kú ehf. með því að selja þeim hrámjólk á 17 prósent hærra verði en MS seldi tengdum fyrirtækjum, eins og Kaupfélagi Skagfirðinga (KS). Var þessi mismunun í hráefnisverði til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til KS. Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir: „(T)elur Samkeppniseftirlitið að MS hafi ekki sett fram nein rök sem geti réttlætt þessa mismunun í verði.“ Brot gegn 11. gr. samkeppnislaga á sér stað óháð því hvort um er að kenna gáleysi eða ásetning hins brotlega fyrirtækis. Samkeppnislagabrot af þessu tagi bitna fyrst og fremst á neytendum og eru því eiginleg lögbrot gegn almenningi. Einar Sigurðsson segir að MS muni ekki velta kostnaðinum af samkeppnislagabrotunum út í verðlag. Fyrirtækið muni meta hvernig eigi að bregðast við þegar niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggur fyrir en MS hefur þegar vísað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þangað. „Við höfum ekki litið til þess að þetta verði niðurstaðan. Við gerum ráð fyrir því vegna þess hvernig við teljum málið vaxið, að niðurstaðan verði allt önnur í áfrýjuninni,“ segir Einar.
Tengdar fréttir „Fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er fús til að taka umræðu um búvörusamningana á Alþingi og segist alls ekki hræddur við þá umræðu. 25. september 2014 07:00 Sérréttindarisinn er með yfirgang Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. 24. september 2014 06:00 Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21 Telur búvörulög skila árangri Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, telur það kerfi sem við búum við í dag hafa skilað um tveimur milljörðum til neytenda árlega. 25. september 2014 07:00 Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12 Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 Þykir ekkert að tvöföldu verði Þess er minnst nú að fyrir tíu árum varð Alþingi að vilja þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, og samþykkti að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði væri heimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga. 25. september 2014 14:00 „Eðlilegt að Mjólka greiddi hærra verð“ Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, telur eðlilegt að fyrirtæki utan MS borgi hærra verð fyrir mjólkina en aðrir aðilar á markaði. "Fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi,“ segir Egill. 25. september 2014 07:00 MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40 Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
„Fáránlegt að MS sé undanþegin samkeppnislögum“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er fús til að taka umræðu um búvörusamningana á Alþingi og segist alls ekki hræddur við þá umræðu. 25. september 2014 07:00
Sérréttindarisinn er með yfirgang Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. 24. september 2014 06:00
Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21
Telur búvörulög skila árangri Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, telur það kerfi sem við búum við í dag hafa skilað um tveimur milljörðum til neytenda árlega. 25. september 2014 07:00
Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12
Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57
Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11
Þykir ekkert að tvöföldu verði Þess er minnst nú að fyrir tíu árum varð Alþingi að vilja þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, og samþykkti að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði væri heimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga. 25. september 2014 14:00
„Eðlilegt að Mjólka greiddi hærra verð“ Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, telur eðlilegt að fyrirtæki utan MS borgi hærra verð fyrir mjólkina en aðrir aðilar á markaði. "Fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi,“ segir Egill. 25. september 2014 07:00
MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40
Leggja fram nýja kæru á hendur MS Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni. 24. september 2014 19:14