Spítalinn verður ekki byggður nema annað verði skorið niður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. september 2014 11:48 Bjarni sagði ekki vilja til að byggja spítala ef það hefði í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Fjárfesting í nýjum spítala nemur 60-80 milljörðum. Vísir / Ernir Ekki kemur til greina að ráðast í byggingu nýs Landspítala ef það hefur í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar var hann spurður út í byggingu nýs spítala.Samstaða um að setja málið í forgang Bjarni sagðist telja að breið pólitísk samstaða væri um að hafa málið í forgangi. Benti hann á að búið væri að taka ákvörðun um hvar spítalinn ætti að rísa og á hvaða grunni sú vinna ætti að fara fram sem framundan er. Það væri hinsvegar ekki búið að finna út hvernig forgangsraða mætti fjármunum til að tryggja að hægt væri að ráðast í bygginguna. „Með lögum um byggingu nýs spítala var í sjálfu sér tekin afstaða til þess hvernig ætti að fjármagna spítala en síðasta kjörtímabil virtist ekki nýtast í margt annað heldur en að ákveða hvort að það væri í lagi að framkvæmdin yrði að einhverju leiti einkaframkvæmd eða hvort hún þyrfti örugglega bara að vera opinber,“ sagði Bjarni og benti á að niðurstaðan hafi verið að hún ætti að vera opinber.Ekki svigrúm í áætlunum Talið er að fjárfesting í nýjum spítala nemi á bilinu 60 til 80 milljörðum króna. Ekki er svigrúm fyrir fjárfestingu af þeirri stærðargráðu í langtímaáætlun stjórnvalda um ríkisfjármál. „En við erum um þessar mundir að leggjast yfir það ásamt velferðarráðuneytinu, og þá heilbrigðisráðherra sérstaklega, í mínu ráðuneyti með hvaða hætti við gætum forgangsraðað fjármunum í þágu þessa verkefni,“ sagði Bjarni. Í svarinu sagði hann að bygging spítalans væri eitt af stóru málunum sem stjórnvöld vildu vinna að á næstu árum. „Við hinsvegar höfum ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Ekki kemur til greina að ráðast í byggingu nýs Landspítala ef það hefur í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar var hann spurður út í byggingu nýs spítala.Samstaða um að setja málið í forgang Bjarni sagðist telja að breið pólitísk samstaða væri um að hafa málið í forgangi. Benti hann á að búið væri að taka ákvörðun um hvar spítalinn ætti að rísa og á hvaða grunni sú vinna ætti að fara fram sem framundan er. Það væri hinsvegar ekki búið að finna út hvernig forgangsraða mætti fjármunum til að tryggja að hægt væri að ráðast í bygginguna. „Með lögum um byggingu nýs spítala var í sjálfu sér tekin afstaða til þess hvernig ætti að fjármagna spítala en síðasta kjörtímabil virtist ekki nýtast í margt annað heldur en að ákveða hvort að það væri í lagi að framkvæmdin yrði að einhverju leiti einkaframkvæmd eða hvort hún þyrfti örugglega bara að vera opinber,“ sagði Bjarni og benti á að niðurstaðan hafi verið að hún ætti að vera opinber.Ekki svigrúm í áætlunum Talið er að fjárfesting í nýjum spítala nemi á bilinu 60 til 80 milljörðum króna. Ekki er svigrúm fyrir fjárfestingu af þeirri stærðargráðu í langtímaáætlun stjórnvalda um ríkisfjármál. „En við erum um þessar mundir að leggjast yfir það ásamt velferðarráðuneytinu, og þá heilbrigðisráðherra sérstaklega, í mínu ráðuneyti með hvaða hætti við gætum forgangsraðað fjármunum í þágu þessa verkefni,“ sagði Bjarni. Í svarinu sagði hann að bygging spítalans væri eitt af stóru málunum sem stjórnvöld vildu vinna að á næstu árum. „Við hinsvegar höfum ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira