Mótettukórinn býður til veislu í tilefni gullverðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2014 10:16 Óhætt er að segja að ferð Mótettukórsins til Spánar hafi verið til fjár. Mótettukór Hallgrímskirkju vann til þrennra gullverðlauna og Grand prix verðlauna Spáni í síðustu viku eins og Vísir greindi frá. Kórinn tók þátt í alþjóðlegu kórakeppninni Cancó Mediterrania, sem haldin er í september á hverju ári í Lloret de Mar hjá Barcelona á Spáni. Í tilefni góðs árangurs ætlar kórinn að bjóða til ókeypis tónleika í Hallgrímskirkju á sunnudaginn klukkan 17 á meðan húsrúm leyfir. Tuttugu og tveir kórar með um átta hundruð kórsöngvurum voru skráðir til keppni á Spáni en keppt var í þremur aldursflokkum og fimm efnisflokkum. Mótettukórinn keppti í flokkunum „trúarleg tónlist“ og „þjóðleg tónlist”, auk þess sem kórinn keppti um besta flutninginn á tónverki eftir Pablo Casals, en keppnin er kennd við þennan heimsfræga sellista og þjóðhetju í Katalóníu. Mótettukórinn söng keppnisdagskrána í höfuðkirkju Lloret de Mar miðvikudaginn 17. september að viðstöddum áheyrendum og fimm manna dómnefnd. Auk þess söng kórinn á tónleikum í Dómkirkjunni í Barcelona, Tibidabo Sacrat Cor kirkjunni í Barcelona og Santa Susanna kirkjunni í Girona. Á öllum tónleikunum hlaut kórinn frábærar undirtektir áheyrenda að því er segir í tilkynningu frá kórnum. Laugardaginn 20. september voru úrslit keppninnar tilkynnt á útisviði við ráðhús Lloret de Mar. Þar kom í ljós að Mótettukórinn hafði orðið hlutskarpastur í öllum þremur flokkunum sem hann keppti í. Hörður Áskelsson, stjórnandi kórsins, tók við þrennum gullverðlaunum og að auki sérstökum Grand prix heiðursverðlaunum fyrir besta kór keppninnar. Í ljós kom að kórinn hafði fengið nánast fullt hús stiga allra dómnefndarmanna. Að lokinni verðlaunaafhendingu brutust út mikil fagnaðarlæti meðal viðstaddra. Sunnudaginn 28. september býður Mótettukórinn löndum sínum að fagna með sér í Hallgrímskirkju. Kórinn flytur þar efnisskrá sína í Spánarferðinni, þar með talin öll verkin sem sungin voru í keppninni. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og er ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Mótettukór Hallgrímskirkju vann til þrennra gullverðlauna og Grand prix verðlauna Spáni í síðustu viku eins og Vísir greindi frá. Kórinn tók þátt í alþjóðlegu kórakeppninni Cancó Mediterrania, sem haldin er í september á hverju ári í Lloret de Mar hjá Barcelona á Spáni. Í tilefni góðs árangurs ætlar kórinn að bjóða til ókeypis tónleika í Hallgrímskirkju á sunnudaginn klukkan 17 á meðan húsrúm leyfir. Tuttugu og tveir kórar með um átta hundruð kórsöngvurum voru skráðir til keppni á Spáni en keppt var í þremur aldursflokkum og fimm efnisflokkum. Mótettukórinn keppti í flokkunum „trúarleg tónlist“ og „þjóðleg tónlist”, auk þess sem kórinn keppti um besta flutninginn á tónverki eftir Pablo Casals, en keppnin er kennd við þennan heimsfræga sellista og þjóðhetju í Katalóníu. Mótettukórinn söng keppnisdagskrána í höfuðkirkju Lloret de Mar miðvikudaginn 17. september að viðstöddum áheyrendum og fimm manna dómnefnd. Auk þess söng kórinn á tónleikum í Dómkirkjunni í Barcelona, Tibidabo Sacrat Cor kirkjunni í Barcelona og Santa Susanna kirkjunni í Girona. Á öllum tónleikunum hlaut kórinn frábærar undirtektir áheyrenda að því er segir í tilkynningu frá kórnum. Laugardaginn 20. september voru úrslit keppninnar tilkynnt á útisviði við ráðhús Lloret de Mar. Þar kom í ljós að Mótettukórinn hafði orðið hlutskarpastur í öllum þremur flokkunum sem hann keppti í. Hörður Áskelsson, stjórnandi kórsins, tók við þrennum gullverðlaunum og að auki sérstökum Grand prix heiðursverðlaunum fyrir besta kór keppninnar. Í ljós kom að kórinn hafði fengið nánast fullt hús stiga allra dómnefndarmanna. Að lokinni verðlaunaafhendingu brutust út mikil fagnaðarlæti meðal viðstaddra. Sunnudaginn 28. september býður Mótettukórinn löndum sínum að fagna með sér í Hallgrímskirkju. Kórinn flytur þar efnisskrá sína í Spánarferðinni, þar með talin öll verkin sem sungin voru í keppninni. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og er ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira