Erlent

Ákveðnu svæði í Hong Kong lokað fyrir mótmælendum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi til að dreifa mannfjöldanum í mótmælunum.
Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi til að dreifa mannfjöldanum í mótmælunum. Vísir/Getty
Dómstóll í Hong Kong gaf á mánudag út tilskipun vegna mótmælanna sem staðið hafa yfir í landinu síðastliðna tvo mánuði. Samkvæmt tilskipuninni verður bannað að mótmæla á ákveðnu svæði vestur af fjármálahverfi Hong Kong, en þar hafa mótmælendur haldið til.

Tilskipunin kemur í kjölfar þess að til átaka kom á milli mótmælanda og lögreglu á sunndagskvöld. Þá beitti lögregla táragasi og kylfum til að dreifa mannfjöldanum sem kom saman við ríkisstjórnarbygginguna í landinu.

Talið er að tilskipunin frá því á mánudag endurspegli tilraunir yfirvalda til þess að bæla mótmælin niður.

Mótmælin brutust út í september síðastliðnum. Þá tilkynnti Kínastjórn að hún myndi þurfa að samþykkja alla frambjóðendur í kosningum sem fyrirhugaðar eru í Hong Kong árið 2017.

Þetta vilja mótmælendur ekki sætta sig við og vilja lýðræðislegar kosningar þar sem allir geti boðið sig fram óháð samþykki frá Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×