„Þetta er stórkostleg vitleysa sem hefur hjálpað MND að eignast sess í hugum manna“ ingvar haraldsson skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Fjöldri þekktra Íslendinga hafa tekið ísfötu áskoruninni undanfarið. Ísfötuáskorunin hefur undanfarið breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Áskorunin gengur út á að taka upp myndband af sér að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni og í leiðinni styrkja MND samtök eða rannsóknir. Þátttakendur skora svo á aðra að gera slíkt hið sama. Fjöldi heimsþekktra einstaklinga hefur tekið þátt í áskoruninni og jafnframt gefið stórfé til ALS, bandarísku MND samtakanna. Þeirra á meðal eru Oprah Winfrey, Justin Timberlake, Bill Gates, Lady Gaga og George Bush. Ríflega tíu milljónir dollara hafa safnast á dag til ALS samtakanna síðastliðna fimm daga en í gær náðu áheit til samtakanna sjötíu milljónum dollara. Áskorunin hefur einnig náð til Íslandsstranda. Síðustu daga hafa Gylfi Þór Sigurðsson, Gunnar Nelson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jón Ragnar Jónsson ásamt fleirum tekið áskoruninni.Guðjón SigurðssonStórkostleg vitleysa sem hjálpar til „Þetta er stórkostleg vitleysa, sem hefur hjálpað MND að eignast sess í hugum manna,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, og bætir við að allir hafi gott af kælingu. Guðjón segir styrki til samtakanna hafi aukist undanfarið. „Það eru ekki háar upphæðir en margt smátt gerir eitt stórt. Við þökkum fyrir hverja krónu sem kemur inn,“ segir Guðjón og bendir á að hægt sé að styrkja félagið í gegnum vef félagsins, mnd.is. Engin lækning er til við MND og því hefur tilgangur ísfötuáskorunarinnar meðal annars verið að styrkja rannsóknir á sjúkdómnum. „Flestir deyja innan tveggja til fimm ára frá greiningu en um tíu prósent lifa í allt að tíu ár,“ segir Guðjón en bætir við að sjúkdómurinn fari misjafnlega með fólk. „Flestir stoppa mjög stutt við. Það eru svona fimm til sjö sem deyja og álíka margir sem greinast á ári.“ Vantar upp á stuðning Að sögn Guðjóns er staða þeirra sem greinast með sjúkdóminn erfið hér á landi. „Við höfum verið að heyja varnarbaráttu frá hruni eins og annað fatlað fólk. Þetta er oft erfitt, en við reynum eins og við getum að aðstoða sjúklinga og þeirra fjölskyldur ef eitthvað bjátar á.“ Honum finnst að betur þurfi að styðja við bakið á MND sjúklingum. „Það þarf miklu meiri stuðning við kaup á hjálpartækjum, hraðari greiningar og félagslega aðstoð. Oft er mikil bið eftir aðstoð sem endar oft með því að fólk deyr frá sínum rétti,“ segir Guðjón. Tengdar fréttir Beckham ber að ofan í ísbaði Kyntröllið David Beckham er sá nýjasti til þess að birta myndband af sér að láta hella yfir sig ísköldu vatni. 19. ágúst 2014 18:30 Misheppnaðar ísfötuáskoranir "Ice Bucket Challenge“ hefur varla farið framhjá neinum undanfarna daga og vikur. 21. ágúst 2014 10:03 George W. Bush er ekki kuldaskræfa Bush er líklega seinasti maður sem að nokkur hefði búist við því að taka Ísfötuáskoruninni. 20. ágúst 2014 12:57 Timberlake og Zuckerberg hella yfir sig ísköldu vatni Frægir láta gott af sér leiða og safna áheitum fyrir góðgerðarsamtök. 14. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Ísfötuáskorunin hefur undanfarið breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Áskorunin gengur út á að taka upp myndband af sér að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni og í leiðinni styrkja MND samtök eða rannsóknir. Þátttakendur skora svo á aðra að gera slíkt hið sama. Fjöldi heimsþekktra einstaklinga hefur tekið þátt í áskoruninni og jafnframt gefið stórfé til ALS, bandarísku MND samtakanna. Þeirra á meðal eru Oprah Winfrey, Justin Timberlake, Bill Gates, Lady Gaga og George Bush. Ríflega tíu milljónir dollara hafa safnast á dag til ALS samtakanna síðastliðna fimm daga en í gær náðu áheit til samtakanna sjötíu milljónum dollara. Áskorunin hefur einnig náð til Íslandsstranda. Síðustu daga hafa Gylfi Þór Sigurðsson, Gunnar Nelson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jón Ragnar Jónsson ásamt fleirum tekið áskoruninni.Guðjón SigurðssonStórkostleg vitleysa sem hjálpar til „Þetta er stórkostleg vitleysa, sem hefur hjálpað MND að eignast sess í hugum manna,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, og bætir við að allir hafi gott af kælingu. Guðjón segir styrki til samtakanna hafi aukist undanfarið. „Það eru ekki háar upphæðir en margt smátt gerir eitt stórt. Við þökkum fyrir hverja krónu sem kemur inn,“ segir Guðjón og bendir á að hægt sé að styrkja félagið í gegnum vef félagsins, mnd.is. Engin lækning er til við MND og því hefur tilgangur ísfötuáskorunarinnar meðal annars verið að styrkja rannsóknir á sjúkdómnum. „Flestir deyja innan tveggja til fimm ára frá greiningu en um tíu prósent lifa í allt að tíu ár,“ segir Guðjón en bætir við að sjúkdómurinn fari misjafnlega með fólk. „Flestir stoppa mjög stutt við. Það eru svona fimm til sjö sem deyja og álíka margir sem greinast á ári.“ Vantar upp á stuðning Að sögn Guðjóns er staða þeirra sem greinast með sjúkdóminn erfið hér á landi. „Við höfum verið að heyja varnarbaráttu frá hruni eins og annað fatlað fólk. Þetta er oft erfitt, en við reynum eins og við getum að aðstoða sjúklinga og þeirra fjölskyldur ef eitthvað bjátar á.“ Honum finnst að betur þurfi að styðja við bakið á MND sjúklingum. „Það þarf miklu meiri stuðning við kaup á hjálpartækjum, hraðari greiningar og félagslega aðstoð. Oft er mikil bið eftir aðstoð sem endar oft með því að fólk deyr frá sínum rétti,“ segir Guðjón.
Tengdar fréttir Beckham ber að ofan í ísbaði Kyntröllið David Beckham er sá nýjasti til þess að birta myndband af sér að láta hella yfir sig ísköldu vatni. 19. ágúst 2014 18:30 Misheppnaðar ísfötuáskoranir "Ice Bucket Challenge“ hefur varla farið framhjá neinum undanfarna daga og vikur. 21. ágúst 2014 10:03 George W. Bush er ekki kuldaskræfa Bush er líklega seinasti maður sem að nokkur hefði búist við því að taka Ísfötuáskoruninni. 20. ágúst 2014 12:57 Timberlake og Zuckerberg hella yfir sig ísköldu vatni Frægir láta gott af sér leiða og safna áheitum fyrir góðgerðarsamtök. 14. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Beckham ber að ofan í ísbaði Kyntröllið David Beckham er sá nýjasti til þess að birta myndband af sér að láta hella yfir sig ísköldu vatni. 19. ágúst 2014 18:30
Misheppnaðar ísfötuáskoranir "Ice Bucket Challenge“ hefur varla farið framhjá neinum undanfarna daga og vikur. 21. ágúst 2014 10:03
George W. Bush er ekki kuldaskræfa Bush er líklega seinasti maður sem að nokkur hefði búist við því að taka Ísfötuáskoruninni. 20. ágúst 2014 12:57
Timberlake og Zuckerberg hella yfir sig ísköldu vatni Frægir láta gott af sér leiða og safna áheitum fyrir góðgerðarsamtök. 14. ágúst 2014 20:00