Hraunið lengist í farvegi Jökulsár Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2014 12:20 Áin flæmist til austurs undan hrauninu. Vísir/Egill Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni og er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. „Hraun rennur til austurs af svipuðum krafti og áður. Það hægir ekki á hrauninu en það lengist í farvegi Jökulsár á Fjöllum. Áin flæmist til austurs undan hrauninu,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins. Styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) er sambærilegur við það sem mældist á vöktunarstöðvum í Reyðarfirði á laugardag. Segir að hann geti valdið óþægindum hjá fólki með undirliggjandi öndunarfæravandamál, en aðrir ættu ekki að finna fyrir teljandi áhrifum. „Unnið er að því að bæta mælanet Umhverfisstofnunar til þess að mæla magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) á fleiri stöðum í byggð. Gögn frá nýuppsettum SO2-mæli á Egilsstöðum verða aðgengilega seinna í dag. Í gær 8. september mældist ekki mengun frá gosinu á Reyðarfirði og búist er við að svo verði einnig í dag. Tilmæli frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna,“ segir í tilkynningunni.Bráð lífshætta af gasstreymi við eldstöðina Mikið gasstreymi er í og í kring um eldstöðina. „Bráð lífshætta stafar af gasinu og því er ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Vísindamenn hafa þurft að rýma svæðið endurtekið síðasta sólarhringinn vegna þess að gasstyrkur fór langt yfir hættumörk þegar vindátt breyttist skyndilega. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar.“ Um 150 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Í norðurhluta Bárðarbunguöskjunnar voru tveir þeir stærstu, 3,8 og 5,2 að stærð. Lítill en stöðugur órói hefur mælst síðustu daga. „GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar þannig að kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni,“ segir í tilkynningunni. „Fjórir möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:Að innflæði kviku stöðvist, skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum.Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. “ Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni og er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. „Hraun rennur til austurs af svipuðum krafti og áður. Það hægir ekki á hrauninu en það lengist í farvegi Jökulsár á Fjöllum. Áin flæmist til austurs undan hrauninu,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins. Styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) er sambærilegur við það sem mældist á vöktunarstöðvum í Reyðarfirði á laugardag. Segir að hann geti valdið óþægindum hjá fólki með undirliggjandi öndunarfæravandamál, en aðrir ættu ekki að finna fyrir teljandi áhrifum. „Unnið er að því að bæta mælanet Umhverfisstofnunar til þess að mæla magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) á fleiri stöðum í byggð. Gögn frá nýuppsettum SO2-mæli á Egilsstöðum verða aðgengilega seinna í dag. Í gær 8. september mældist ekki mengun frá gosinu á Reyðarfirði og búist er við að svo verði einnig í dag. Tilmæli frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna,“ segir í tilkynningunni.Bráð lífshætta af gasstreymi við eldstöðina Mikið gasstreymi er í og í kring um eldstöðina. „Bráð lífshætta stafar af gasinu og því er ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Vísindamenn hafa þurft að rýma svæðið endurtekið síðasta sólarhringinn vegna þess að gasstyrkur fór langt yfir hættumörk þegar vindátt breyttist skyndilega. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar.“ Um 150 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Í norðurhluta Bárðarbunguöskjunnar voru tveir þeir stærstu, 3,8 og 5,2 að stærð. Lítill en stöðugur órói hefur mælst síðustu daga. „GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar þannig að kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni,“ segir í tilkynningunni. „Fjórir möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:Að innflæði kviku stöðvist, skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum.Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. “ Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira