Fótbolti

Evrópumenn eru í herferð gegn Suárez

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Suárez gæti verið í vondum málum.
Luis Suárez gæti verið í vondum málum. Vísir/getty
Alejandro Balbi, lögmaður Úrúgvæjans Luis Suárez telur Evrópumenn vera í herferð gegn markahróknum.

Suárez gæti átt yfir höfði sér langt bann vegna atviksins sem kom upp í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær þegar hann beit Giorgio Chiellini, varnarmann Ítalíu, í öxlina.

Þetta er í þriðja skiptið á atvinnumannaferlinum sem Suárez bítur andstæðing sinn en áður hefur hann bitið BranislavIvanovic, leikmann Chelsea, og OttmalBakkan, leikmann PSV, þegar Suárez lék með Ajax í Hollandi.

Martin Hong, meðlimur í aga- og úrskurðarnefnd FIFA, segir í viðtali á BBC að ákvörðun í máli Suárez verði tekin í kvöld eða á morgun.

Aðspurður um málefni skjólstæðingsins síns segir Balbi á vef BBC: „Það er enginn vafi á því að þetta er að gerast því það er Suárez um ræðir í fyrsta lagi og í öðru lagi því það voru Ítalir sem féllu úr leik,“ og bætir við: „Það er mikil pressa á málið frá Englandi og Ítalíu. Við erum að undirbúa vörnina okkar.“


Tengdar fréttir

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

Chiellini olli mér vonbrigðum

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ fannst Giorgio Chiellini gera of mikið úr því þegar Luis Suárez beit hann í leik Ítalíu og Úrúgvæ

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×