Fótbolti

Landsliðsþjálfari Íslands: Bann hækkar verðmiðann á Suárez

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Luis Suárez
Luis Suárez Vísir/Getty
„Ég kippti mér ekkert upp við þetta svo sem, hann er með yfirbit í öðrum flokki með framstæðan góm. Hann notaði örugglega lengi snuð sem útskýrir þetta kannski“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins og tannlæknir, léttur í HM stofunni.

„Það merkilega er að enginn er að tala um að Úrúgvæ hafi slegið út Ítalíu, Chiellini klikkaði í horninu. Hann var að einbeita sér að því að sýna leikmönnum öxlina á sér í staðinn fyrir að dekka Godin.“

Heimir var á því að Luis Suárez ætti að fá leikbann en ekki lengra en hið hefðbundna þriggja leikja bann.

„Að mínu mati er þetta ekkert stórmál en ég er hlutdrægur. Menn hafa skallað andstæðinga og stigið á hásin á leikmönnum ítrekað án þess að refsingin sé aukin, af hverju ætti hann að þurfa að gjalda þess?“

„Það frábæra við þetta fyrir Liverpool er að ef hann fer í langt keppnisbann með landsliðinu vegna þessa ætti verðmiðinn á honum að hækka. Hann þarf hvorki lengur ekki að hafa áhyggjur af landsliðinu né að ferðast langar vegalengdir til að taka þátt í leikjum,“ sagði Heimir.


Tengdar fréttir

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

Chiellini olli mér vonbrigðum

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ fannst Giorgio Chiellini gera of mikið úr því þegar Luis Suárez beit hann í leik Ítalíu og Úrúgvæ

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×