Sigrún salíróleg en reiknar með tíðindum á næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2014 16:58 Sigrún Magnúsdóttir er salíróleg en segir að í stjórnmálum þurfi maður að taka að sér ýmisleg verkefni. Vísir/Vilhelm Breytingar eru fyrirhugaðar á ráðherrateymi Framsóknarflokksins en sem stendur er ríkisstjórnin skipuð fimm ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki og fjórum úr flokki Framsóknar.Morgunblaðið greindi frá því í gær að líklegast væri að umhverfis- og auðlindaráðuneytið, sem verið hefur í umsjón Sigurðar Inga Jóhannssonar, yrði fært undir nýjan ráðherra. Sá yrði þá sá tíundi í ríkisstjórninni og sá fimmti úr röðum Framsóknar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var nefnd sem líklegur nýr ráðherra. „Ég er mjög ánægð með þau verkefni sem ég er með,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Auk þingmennsku og formennsku í þingflokknum minnir Sigrún á að framundan sé annasamt ár sem formaður Þingvallanefndar. Sjálf sagðist hún ekkert hafa heyrt frá kollegum sínum í flokknum vegna málsins heldur aðeins séð það sem ratað hefði í fjölmiðla.Staðið til í lengri tíma „Það er alltaf gaman fyrir fjölmiðla að spekúlera,“ sagði Sigrún sem var í hátíðarskapi og nýbúin að baka eplaköku þegar hún svaraði símtali blaðamanns. Hún minnti á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefði gefið út að breytingar væru fyrirhugaðar á ráðherraembættinu. Það gæti vel verið um áramótin en Sigrún nefnir líka að upphaf þings gæti verið líklegur tímapunktur. Alþingi kemur saman þann 20. janúar. Umræða um fimmta ráðherra Framsóknar í ljósi ójafnrar skiptingar flokkanna tveggja hefur verið til umræðu í vel á annað ár. Kona hefur þótt líklegri í embættið enda Eygló Harðardóttir eini kvenráðherrann úr röðum Framsóknar. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur Davíð í viðtali í september 2013. Þá var Sigrún orðuð við ráðherrastól auk Vigdísar Hauksdóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur.Sigrún salíróleg Aðspurð hvort hún myndi svara kalli forsætisráðherra ef ráðherrastóll stæði til boða veltir Sigrún spurningu blaðamanns fyrir sér en svarar svo: „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún sem minnir á að vangaveltur fjölmiðla þurfi ekki að endurspegla það sem í gangi sé í flokkunum. Rifjar hún upp nýlega skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra á dögunum í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom mörgum á óvart með skipun Ólafar. „Það er nýbúið að ganga í gegnum ráðherrakapal hjá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hélt það þröngt utan um þetta. Hálfur flokkurinn var tilbúið að taka að sér ráðherraembættið en svo var leitað utan þings,“ segir Sigrún. Hún minnir á að ráðherraskipunin sé í höndum formanna flokkanna tveggja sem skipa ríkisstjórnina. Sigrún segist ætla aða njóta hátíðarinnar og ekki stressa sig á fyrirhugaðri ráðherraskipan. „Ég er alveg salíróleg. Þetta ætti að koma í ljós á næstu dögum.“ Alþingi Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Breytingar eru fyrirhugaðar á ráðherrateymi Framsóknarflokksins en sem stendur er ríkisstjórnin skipuð fimm ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki og fjórum úr flokki Framsóknar.Morgunblaðið greindi frá því í gær að líklegast væri að umhverfis- og auðlindaráðuneytið, sem verið hefur í umsjón Sigurðar Inga Jóhannssonar, yrði fært undir nýjan ráðherra. Sá yrði þá sá tíundi í ríkisstjórninni og sá fimmti úr röðum Framsóknar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var nefnd sem líklegur nýr ráðherra. „Ég er mjög ánægð með þau verkefni sem ég er með,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Auk þingmennsku og formennsku í þingflokknum minnir Sigrún á að framundan sé annasamt ár sem formaður Þingvallanefndar. Sjálf sagðist hún ekkert hafa heyrt frá kollegum sínum í flokknum vegna málsins heldur aðeins séð það sem ratað hefði í fjölmiðla.Staðið til í lengri tíma „Það er alltaf gaman fyrir fjölmiðla að spekúlera,“ sagði Sigrún sem var í hátíðarskapi og nýbúin að baka eplaköku þegar hún svaraði símtali blaðamanns. Hún minnti á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefði gefið út að breytingar væru fyrirhugaðar á ráðherraembættinu. Það gæti vel verið um áramótin en Sigrún nefnir líka að upphaf þings gæti verið líklegur tímapunktur. Alþingi kemur saman þann 20. janúar. Umræða um fimmta ráðherra Framsóknar í ljósi ójafnrar skiptingar flokkanna tveggja hefur verið til umræðu í vel á annað ár. Kona hefur þótt líklegri í embættið enda Eygló Harðardóttir eini kvenráðherrann úr röðum Framsóknar. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur Davíð í viðtali í september 2013. Þá var Sigrún orðuð við ráðherrastól auk Vigdísar Hauksdóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur.Sigrún salíróleg Aðspurð hvort hún myndi svara kalli forsætisráðherra ef ráðherrastóll stæði til boða veltir Sigrún spurningu blaðamanns fyrir sér en svarar svo: „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún sem minnir á að vangaveltur fjölmiðla þurfi ekki að endurspegla það sem í gangi sé í flokkunum. Rifjar hún upp nýlega skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra á dögunum í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom mörgum á óvart með skipun Ólafar. „Það er nýbúið að ganga í gegnum ráðherrakapal hjá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hélt það þröngt utan um þetta. Hálfur flokkurinn var tilbúið að taka að sér ráðherraembættið en svo var leitað utan þings,“ segir Sigrún. Hún minnir á að ráðherraskipunin sé í höndum formanna flokkanna tveggja sem skipa ríkisstjórnina. Sigrún segist ætla aða njóta hátíðarinnar og ekki stressa sig á fyrirhugaðri ráðherraskipan. „Ég er alveg salíróleg. Þetta ætti að koma í ljós á næstu dögum.“
Alþingi Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira